Farsinn í borgarstjórn

Farsinn í borgarstjórn tekur á sig ýmsar myndir. Helstu viðburði undanfarnar vikur rekur Sigrún Elsa Smáradóttir ágætlega í pistli í Fréttablaðinu í dag.

Fréttablaðið slær jafnframt á létta strengi og hefur úr ummælum borgarstjóra og aðstoðarmanns hans gert nýjan lista yfir helstu boðorð sem almenningur á að halda í heiðri.

Myndin hér að neðan barst mér líka í gærkvöld eftir sjónvarpsviðtöl borgarstjóra. Má segja að hér sé um að ræða hagyrðinga myndmálsins sem reyna að grínast með ástandið.

Maður heyrir þó alltaf í fleirum sem hafa fengið nóg af farsanum og vilja borgarstjórnina einfaldlega burt. Meira að segja alhörðustu sjálfstæðismenn.

Hef reyndar ekki hitt neinn sem viðurkennir að hafa kosið Ólaf F.

olifogminif

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Dofri það er seinnt sagt að þið vinstrimenn væruð haldnir einhverjum mannkjarrleika.

Kv, Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 9.5.2008 kl. 18:23

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er fyndið.....þangað til maður minnist þess að það er verið að sturta sameiginlegum sjóðum Reykvíkinga niður klósettið (ekki bara þetta launamál, aðallega ruslakofakaupin.)

Ég ákalla vörubílstjóra að gera eitthvað. Þeir eru þeir einu sem hafa manndóm til að mótmæla skítnum sem er klínt framan í Reykvíkinga á hverjum degi af hálfu borgarstjórnar.

Hvað þarf til að þetta lið þarna niðri í Ráðhúsi fari að hugsa? Nokkur hlöss af hrossaskít á tröppur Ráðhússins?

Theódór Norðkvist, 9.5.2008 kl. 20:56

3 identicon

Var ekki Jakob Frímann lengi vel í Samfylkingunni eða er hann jafnvel ennþá í henni? Finnst þetta vera orðið svolítið lágkúrulegt í borgarpólitíkinni. Hálfgerður sandkassaleikur ef ég á að vera alveg hreinskilinn.

Hinrik (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 02:18

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það mætti líka benda á Staksteina MBL í fyrradag. Veltist um af hlátri við þann lestur.

Þórir Kjartansson, 10.5.2008 kl. 08:28

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Dofri

Ég ætla ekki að spyrja þig af því hversvegna DBG neitaði starx í kosningabaráttunni samstarfi vð Sjálfstæðisfólk.
Ef ég hefði spurt þig af því þá gæti ég hafa spurt eitthvað svona  í framhaldinu ef DBE hefði ekki lokað á samstarf við Sjálfstæðisfólk hefðu þá 6% og 10% mennirnir haft þau völd sem þeir hafa í dag.

Þú talar um að margir vilji borgarstjórann burt,  en ef þessi meirihluti fer frá sem ég stórefa enda er hann að vinna mörg góð verk þá spyr ég þig hvaða meirihluta er hægt að mynda, þú vilt ekki Ólaf F. , margir sáu hjónasvip með HBK og DBG í kastljósi um daginn.

Kveðja úr Kópavogi þar sem sólin skín alltaf skærast.

Óðinn Þórisson, 10.5.2008 kl. 09:21

6 identicon

Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Mikið ofsalega er þetta orðið þreytt. Er þetta það sem að pólitík borgarinnar er komin út í? Hver situr og teiknar svona myndir? Er þetta gert á vinnutíma Dofri? Ertu að þyggja laun á meðan? Ég er enginn aðdáandi borgarstjóra. Þvert á móti. En maður spyr sjálfa sig út í hvað þetta er komið?

Þessi hegðun er komin LANGT út fyrir öll mörk og mér finnst vera kominn tími til að þið endurskoðið tilgang ykkar þarna í borginni. Sem íbúi miðborgarinnar þá er mér nokk sama hvernig hlutirnir gerast, ég vil bara sjá EITTHVAÐ gert. Hingað til hef ég ekki séð neinn metnað lagðan í hagsmuni borgarinnar, heldur frekar í einkapólitísk rifrildi, einka hagsmuni og svona skrípaleik.

linda (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 09:31

7 Smámynd: Ingólfur

Sæl linda,

Það er ég sem er ábyrgur fyrir þessari mynd notaði minn frítíma til þess að setja hana saman og sendi hana út á nokkra í tölvupósti og setti inn á síðuna mína.

Ég er bara frekar stoltur af henni miðað við tímann sem ég setti í hana. 

Ef hún fer "út fyrir öll mörk" að þá er það bara vegna þess að hún endurspeglar þennan sirkus sem er búinn að vera í ráðhúsinu undanfarna mánuði.

Ástæða myndsmíðanna er einfaldlega sú að ég sá þetta fyrir mér eftir að heyra um framhandlegg Ólafs F og honum innan handar í fleiri málum en málefnum miðborgarinnar (semsagt persónulegur aðstoðarmaður).

Allt er þetta síðan í boði Sjálfstæðisflokksins. 

Vissulega er það gott ef eitthvað fer loksins að gerast í miðborginni, en ef vinnubrögðin verða öll svona óvönduð eins og í þessari vinaráðningu að þá er ekki von á góðu.

Ingólfur, 10.5.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband