Lýst er eftir meirihluta...

GMB og hjól...sem á þriðjudaginn var samþykkti að taka áskorun um keppni við Betri helminginn, sameinaðan minnihluta, í átakinu "Hjólað í vinnuna".

Átakið hófst morguninn eftir og sjálfur hjólaði ég, stoltur liðsstjóri Betri helmingsins, ásamt nágranna mínum hér í Grafarvogshreppi, Guðlaugi Þór heilbrigðisráðherra, niður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þar sem átakið var formlega sett af stað.

Í Laugardalnum bólaði ekkert á fulltrúum meints meirihluta, með einni heiðarlegri undantekningu í holdtekningu nágranna okkar Guðlaugs, Ragnari Sæ Ragnarssyni, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Sérstaklega saknaði ég þess að sjá ekki formann borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, hinn sígræna Gísla Martein Baldursson, sem einnig er formaður sérstaks vinnuhóps sem í sumar á að skila tillögum að því hvernig efla má hjólreiðar í borginni.
Það hefði ekki verið amalegt fyrir formanninn að hitta alla þessa hjólreiðagarpa í Húsdýragarðinum og heyra í því fólki sem er að hjóla út um alla borg og veit hvar skórinn kreppir.

Fyrir utan Ragnar Sæ og borgarstjórann sem hjólaði skamman veg úr hlaði Húsdýragarðsins á gömlu, ryðguðu lánshjóli hefur enginn séð til borgarfulltrúa meirihlutans á hjólum frá því átakið hófst. Ekki nema á hjólum í kringum borgarstjórann en það er ekki verið að keppa í því.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir borgarstjórnarmeirihlutans til og frá vinnu á reiðhjóli eru vinsamlegast beðnir að láta undirritaðan vita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Ég er alveg hjartanlega sammála þér. Svo virðist sem borgarstjórnarmeirihlutinn sé hættur að umgangast hinn almenna borgara. Spurning hvort ekki sé sprungið á öllum og allt stopp nema hjá Ólafi borgarstjóra? Að vísu er löngu sprungið hjá blessuðum karlinum en hann gerir sér bara ekki grein fyrir því.

Himmalingur, 10.5.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill of sæll Dofri.

Ég verð að segja það nú ertu ekki málefnalegur. Þú hefur að undanförnu stundað það að komma höggi á þína andstæðinga með öllum tiltækum ráðum.

Enn ef menn eru með málefnalegar umræður sem eiga rétt  á sér, Eigum við að hafa heilbrigðarumræður um þær án þess að vera með skítkast út í alla það er ekki sæmandi hvorki þér eða mér. þessi skrif þín meiða þig og taka þig ekki marktækan fulltrúa Samfylkingar.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 10.5.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæll Jóhann Páll.

Takk fyrir athugasemdina. Ég held að ef þú skoðar skrifin á þessari síðu þá sjáir þú að þau eru nú almennt frekar málefnaleg. Síðustu tvær færslur eru það að mínu mati líka þótt vissulega séu þær aðeins blandnar pólitískri gráglettni. Ekki veit ég hvort þú hlustaðir á síðasta fund í borgarstjórn eða hefur fylgst með fréttum undanfarið en þar höfum við í minnihlutanum í borgarstjórn gagnrýnt meirihlutann alvarlega en á mjög málefnalegan hátt og uppskorið afar furðuleg andsvör frá meirihlutanum sem bregst móðgaður við.

Enginn hefur t.d. gagnrýnt persónu Jakops Frímanns, aðeins hvernig ráðningu hans er háttað. Meirihlutinn með hinn heilaga borgarstjóra fremastn í flokki hafa hins vegar kosið að láta málið snúast um persónu Jakops Frímanns.
Fjölmiðlar hafa svo veitt því eftirtekt hvernig borgarstjóri hefur orðið margsaga í því máli og finnst það ekki traustvekjandi. Við því bregst hins vegar borgarstjóri með yfirlýsingu til fjölmiðla og borgarbúa um að ekki beri að draga heiðarleika borgarstjóra í efa. Undir þessum sirkus sitja svo borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hljóðir - vitandi að þeir sjálfir komu sér og borgarbúum í þetta klúður.

Ég skil vel, Jóhann Páll, að þér líði ekki vel með þetta ástand en þegar svona er komið og ekkert virðist vera hægt að gera til að laga hlutina verður maður að geta horft á spaugilegu hliðarnar líka.

Annars finnst mér Reykjavíkurbréf Moggans ágætt núna. Þar ráðleggur Mogginn borgarstjórnarflokki sínum að taka upp samráðspólitík - að leita til grasrótarinnar, sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Leggja spilin á borðið, spyrja hvað almennum félagsmönnum finnst um REI klúðrið, Vatnsmýrina, borgarstjórann, húsakaupin, Villa, sexmenningana og allt hitt klúðrið.

Ég vona að þau geri það. Þá kemur til þinna kasta?

Dofri Hermannsson, 11.5.2008 kl. 01:41

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Dofri.

Ég tek eftir þó ég sé ekki alltaf að blása það upp.

Varðandi það sem þú nefnir ráðningu Jakobs Frímanns er skandall að mínu áliti og ekki sæmandi að svo sé. Þú og ég gætum tekið þetta verkefni að okkur það væri ekki málið fyrir þessi laun.

Hinsvegar verð ég að segja mér finnst þessi launa mál borgarinnar komnar út úr öllum kortum þetta á líka við í hinum geiranum þar sem menn eru með ofurlaun.

Því miður þá er það rétt hjá þér Ólafur hefur verið tvísaga og komið illa út úr viðtölum. sem er ekki traustvekjandi. Hinsvegar er mikið álag á honum og það má vel vera að hann þoli illa þetta stöðuga áreiti sem hvílir á honum. Ég virði það það er enginn sem ver hann nema hann sjálfur.

Mér líður ágætlega það koma prófkjör og kosningar þá sjáum við hvað mun gerast.

Varðandi Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins ég tel Styrmi vera að hætta þetta eru gamlir frasar og kenningar hans. hinsvegar munu sjálfstæðismenn taka sínar ákvarðanir og það mun koma í ljós þegar dómur hefur verið uppkveðinn.

Ég tel Vilhjálm Þ Vilhjálmsson eiga að vera næsta borgarstjóra þegar Ólafur hefur lokið sínu verki á næsta ári.

Varandi Vatnsmýrina sem þú kallar klúður. Var það ekki þinn formaður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem nefnilega vill flugvöllinn burtu úr Vatnsmýrinni. Og Dagur B Eggertsson tiplaði á tánum til að geta framkvæmt það verk. Flugvöllurinn á að vera á sínum stað til 2016 og mun verða þar áfram það er mín skoðun á þessu máli.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 11.5.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband