12.5.2008 | 20:28
Vinapólitík
Það er hálf sorglegt að sjá og heyra framgöngu stuðmannsins Jakobs F og borgarstjórans Ólafs F. Nú síðast í þættinu Mannamáli hjá Sigmundi Erni í gær lætur Jakob sér sæma að segja með gagnrýni minnihlutans á ráðningu hans sé Dagur B Eggertsson að sýna í verki þakklæti sitt fyrir stuðning Jakobs í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar 2006.
Þetta sýnir kannski vandann í hnotskurn. Þegar Jakob lýsti yfir stuðningi við Dag var það greinilega með endurgjald í huga. Ekki er annað hægt að lesa úr orðum hans en að það sé eðlilegt að pólitík gangi út á að stjórnmálamenn klóri hver öðrum á bakinu og taki vini sína fram yfir sauðsvartan almúgann.
Það er einmitt það sem gagnrýnin gengur út á. Ekki persónu stuðmannsins eða hæfni hans til starfsins heldur að hann skuli vegna vinskaps við borgarstjóra vera tekinn fram yfir aðra og án þess að annað hæft fólk eigi þess kost að sækja um.
Borgarstjóri segir í sjónvarpi að JFM sé sérstaklega ráðinn til að starfa náið með borgarstjóranum og vera "framhandleggur" borgarstjórans. Jafnframt segir borgarstjóri að hann vonist til að JFM verði í þessu starfi út kjörtímabilið. Eigi JFM að starfa mjög náið með borgarstjóra vekur það spurningar um hvort hér sé verið að ráða í pólitíska stöðu, aðstoðarmann númer 2. Fyrir því er ekki heimild. Ef meiningin var að JFM eigi að vera út kjörtímabilið er skylt að auglýsa starfið.
Þetta gagnrýnir minnihlutinn, m.a. Dagur B Eggertsson í ræðu í borgarstjórn sl. þriðjudag, og tekur sérstaklega fram að þetta mál eigi ekki að snúast um persónur heldur það hvernig við kjörnir fulltrúar förum með valdið.
Flestir um og yfir fertugt muna vel þá tíma þegar enginn fékk spennandi störf hjá borginni nema að vera merktur foringjanum. R listinn, undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar jarðaði þá hefð að flokksskírteini skipti meira máli en ferilskráin.
Það er hins vegar auðvelt að glutra þessu siðferði niður.
Í tíð fyrsta meirihluta þessa kjörtímabils voru ýmsar embættisfærslur þáverandi borgarstjóra gagnrýndar því þær þóttu á gráu svæði svo ekki væri meira sagt. Reynt var að smygla heilli þjónustumiðstöð inn í verktakasamning án útboðs og bróðir borgarstjórans fékk lóð hjá höfninni á hlægilegu verði fyrir nýstofnað fyrirtæki sitt - lóð sem hann seldi nokkrum dögum síðar.
Unga kynslóðin í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sýndi í haust að henni mislíkar svona vinnubrögð. Þess vegna er vandræðalegt að sjá hana loka augunum fyrir því núna og jafnvel hlaupa í vörn fyrir ófagleg vinnubrögð borgarstjórans.
Gömlu karlarnir hins vegar annað hvort skilja þetta ekki eða er alveg sama. Nema hvort tveggja sé.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki einmitt ástæðan fyrir því að JFM gat ekki verið í Samfylkingunni (karlarnir settir á ís) Það mátti treysta því að Samfylkingin réði ekki pólitíska vini sína í opinber störf hendur auglýsti og réði síðan hæfasta fólkið.
Veit einhver hvort starfið hans Markúsar Arnar í Þjómenningarhúsinu var auglýst. Ég hef misst af þeirri auglýsingu. Ólína bloggar um það hér. http://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 12.5.2008 kl. 22:55
"Gömlu karlarnir" treysta á gullfiskaminni kjósenda. Ég hef þá trú að gerðir meirihlutans í Reykjavík sé geymdar en ekki gleymdar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:02
Unga kynslóðin í sjálfgræðgisflokknum er ekkert skárri en gömlu ættingja- og vinafyrirgreiðslusjallarnir. Og þeir eru meira að segja af sama sauðahúsi og smáfylkingarhyskið sem leggur allt undir til að komast að kjötkötlunum til að geta krakað upp bita og bita handa sjálfum sér og sínum í stað þess að standa við loforðin sem glóparnir gleyptu við fyrir kosningar og kusu smáfylkinguna í góðri trú. Góð trú dugar nefnilega ekki þegar verið er að verja atkvæði sínu því lýðskrumararnir eru í öllum flokkum og ekki síst í smáfylkingunni. Borgarstjórnarfarsinn með sífellt nýja meirihluta vegna svikaúthlaupa fulltrúanna er rökrétt framhald af einræðisherratilburðum sjálfgræðgismanna gegnum liðna áratugi því þrátt fyrir bullið um lýðræðislegar kosningar og meirihlutamyndanir í framhaldi af þeim hafa öll hin stjórnmálaöflin fallið í einræðistilburðarfarið þrátt fyrir að halda sjálfir að þeir séu eitthvað betri og lýðræðislegri.
corvus corax, 13.5.2008 kl. 11:53
Ha ?!?? Ég veit ekki betur en að Samfylkingin og Solla hafi verið á fullu undanfarið ár að ráða pólitíska vini og vinkonur í góð embætti hjá hinu opinbera. Þið Samfylkingarfólk kastið steini úr glerhúsi. Það er alveg satt, að þegar ISG varð formaður Samfylkingarinnar, hafa karlarnir verið settir á ís og pólitíksar vinkour ISG hafa verið verið teknar framyfir karlana í ýmis trúnaðarstörf og við ráðningar í góð embætti.
Samfylkingin sér um sína! - Samtryggingin (les Samfylkingin) er orðin stærsta vinnumiðlun landsins! Við skulum bara sjá til hvaða vinkona ISG verður ráðin forstýra nýju Varnarmálastofnunarinna sem ISG bjó til.
Og Samfylkingarfólk, hættið að vera svona hörundssár yfir gagngrýni á ykkur. Þið snúið út úr allri gagnrýni á ykkur, þið verðið sármóðguð og teljið alla gagngrýni ekki vera svaraverða sem þið fáið á ykkur. Þið eruð endalaust að væla út af meirihlutaskiptunum í jan. sl. Hvað er að ykkur?? - er þetta spurning um völd og peninga hjá ykkur???
Guð hjálpi mér ef Samfylkingin hrökklast úr ríkisstjórn. Það verður ljóti grátkórinn ef það skeður (sem ég reyndar vona alveg innilega). Þið gætuð a.m.k. hætt að sífelt vera að blammera samstarfsflokkinn í ríkisstjórn ef þið viljið halda völdum þar.
Einar Ármann Eyjólfsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 13:26
Hrafninn sagði það nokkuð nærri sanni.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 13.5.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.