Undarleg þversögn

Í þessari frétt er undarleg þversögn. Ef ég skil þetta rétt er Íbúðalánasjóður að láta athuga hvað er mikið til af óseldum íbúðum með það í huga að neita fólki um lán til að kaupa hinar óseldu íbúðir ef þær eru margar!

Þetta er undarlegt. Hvernig á hinum óseldu íbúðum að fækka ef fólk fær ekki lán til að kaupa þær? Ég hélt að fólk réði því sjálft hvort og hvar það kaupir íbúðir og að hlutverk Íbúðalánasjóðs væri að lána fólki sem stenst kröfur um greiðslumat peninga til kaupanna.

Ég get ekki séð að það klagi neitt upp á Íbúðalánasjóð þótt framboð á íbúðarhúsnæði sé talsvert umfram eftirspurn akkúrat þessa mánuðina. Það hefði verið nær að halda að sér höndum þegar eftirspurnin var að sprengja íbúðarverð upp úr öllu valdi.


mbl.is Engin lán á ný hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Ég skildi þetta þannig að þeir hyggðust ekki lána til frekari húsbygginga.

Sé það ekki svo, þá er það rétt hjá þér að um þversögn væri að ræða, þar sem enginn græðir á tómum ónýttum húsum og íbúðum. 

Linda Samsonar Gísladóttir, 11.6.2008 kl. 17:36

2 identicon

Sammála þér, Dofri og ég bara spyr; Losnum við íslendingar ekki við dauða hönd framsóknar af þessum málum? Er ekki hægt að sópa nítjándu öldinni  út úr þessari stofnun?

Dr. Feelgood (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:26

3 identicon

Sæll Dofri.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ríkisstjórnin sem komin í sumarfrí, Bensínverð hefur aldrei verið hærra, verðbólgan rýkur upp, Seðlabankinn hækkar stýrivexti með engun árangri öðurm en þeim að bæta við skuldir heimilanna í landinu, krónan virðist vera í frjálsu fall, þrátt fyrir "neyðaraðstoð" hinna seðlabankana á norðurlöndum.

Og nú virðist nýjasta útspilið vera að þrengja enn frekar að deyjandi fasteignamarkaði og hætta að lána til nýbygginga. Ég veit ekki með aðra en ég er farinn að efast stórlega um hæfni stjórnmálamanna......

Ég held reyndar að nú eigi að fórna hluta landsmanna til þess að kenna þjóðinni lexíu, bölvaður sjálfstæðisflokkurinn vill hrista framan í okkur almúgan fingurinn og segja "sko þetta sögðum við ykkur að myndi gerast"..........

Íslendingar, látum ekki þessa sauði tala niður þjóðina, þetta er heimatilbúinn vandi að mestu leiti, við verðum greinilega að taka það að okkur að leysa hann..

Ásgeir Helgi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband