Bjarnargreiði

Fréttir af ísbirninum á Þverárfjalli fékk ráðherrann á netinu og setti sig í samband við lögreglu á staðnum. Þá hafði hins vegar drifið af fjölda fólks og þótt ráðherra vildi gjarna reyna aðrar leiðir en að fella dýrið varð því ekki við komið þá. Hún var af sumum sökuð um vaklandahátt í málinu sem var ósanngjarnt. Björninn var að hverfa upp í þoku, skammt frá mannabyggð, og fólki stafaði hætta af honum. Mannslíf skipta meira máli en líf ísbjarnar. Það er gott að eiga umhverfisráðherra sem er ekki feiminn við að segja það.

Í þetta skiptið fékk umhverfisráðherra fréttirnar strax og bjarnarins varð vart en hún var í fríi erlendis. Á sama hátt og síðast var mikill vilji til að ná dýrinu lifandi og koma því aftur heim til sín og nú var það reynt sem ekki varð við komið síðast. Þökk sé góðum fjarskiptum gat Þórunn - þótt í útlöndum væri - komið því til leiðar að vanir aðilar frá Danmörku voru fengnir til verksins. Hún mætti svo sjálf á staðinn sem sýnir í verki vilja hennar til að fá málinu farsælar lyktir.

Vitað var að allt þyrfti að ganga upp til að hægt væri að ná birninum. Það var reynt en tókst ekki. Frekar en að missa björninn aftur út á haf með óvissu um hvort eða hvar hann næði landi aftur var björninn felldur. Það var hárrétt ákvörðun.

Það virðast margir gleyma því um hvað umhverfis- og náttúruverndin snýst í þessu máli. Kannski hefur húnninn Knútur eitthvað ruglað okkur í ríminu og kannski býr í okkur einhver harmur yfir því sem er að gerast á norðurslóðum sem brýst út í reiði yfir því að ekki sé allt gert til að bjarga hafvilltum ísbjörnum, sama hvað það kostar.

  • Tveir ísbirnir hafa ekki áhrif á stofnstærð tegundarinnar, það er því ekki spurning um viðgang tegundarinnar að bjarga ísbjörnum sem hingað villast.
  • Ísbirnir eru stórhættuleg dýr. Þau hlaupa tvisvar sinnum hraðar en fljótustu menn, þau geta rotað hross með hramminum og það er í raun heppni að barnið sem gekk í flasið á birninum á Hrauni slapp frá þeim fundi.
  • Til að koma deyfiskoti í björninn þarf að standa í 30 metra fjarlægð frá honum. Það eru u.þ.b. 3-4 bíllengdir í röð á rauðu ljósi. Það tekur ísbjörn ca 2 sekúndur að hlaupa þann spotta t.d. ef deyfiskotið geigar og björninn bregst reiður við.
  • Til að koma birninum í búr gæti þurft að svæfa hann nokkrum sinnum sem er mikið álag á líffæri dýrsins. Í ljós kom að björninn á Hrauni var of máttfarinn til að þola svæfingu.

Við svona aðstæður verðum við að hafa forgangsröðina á hreinu. Mannslíf eru meira virði en ísbjarnarlíf - þótt dýrmæt séu og mannúðleg meðferð á dýrum verður að vera leiðarljós við svona aðstæður. Stundum er mannúðlegra að fella dýr en að byrla þeim lyf til að hægt sé að koma þeim á milli landa og þessa ábyrgð verðum við að axla þótt óljúft sé.

Ísbjarnarblús nr 2 skilur eftir nokkrar spurningar s.s. hvort ferðamenn t.d. á Hornströndum og í Fjörðum megi eiga von á því að ganga í flasið á svöngum ísbirni í sumar, hver mun bæta fólkinu á Hrauni tjónið sem ísbjörninn vann á margra ára starfi þeirra og lífsafkomu (æðarvarpinu) og síðast en ekki síst - af hverju liggur straumur ísbjarna hingað og hvað er til ráða til að vernda lífsskilyrði þeirra.

Þó það fari flestir gangandi en ekki ríðandi um Hornstrandir og önnur nyrstu óbyggð svæði landsins læt ég þennan texta Spilverksins verða lokaorðin um ísbirni að sinni.

Icelandic cowboy

I'm an Icelandic cowboy
on my Icelandic pony.
I travel around in the west.
I know all the ways around Snæfellsnes
'cause that's where my baby stays.

I've been to the east, and I've been to the west.
I've been to the north and the south.
Once I met there an old polar bear
but I found out he had a big mouth.

That's why I'm singing for you, forgotten cowboys,
forgotten cowboys of the world.
Come to Iceland, 'cause it's a nice land
and you can shake the shephards hand.
And if you come to Iceland you can join the local band


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Hún mætti svo sjálf á staðinn sem sýnir í verki vilja hennar til að fá málinu farsælar lyktir.

Elsku segðu mér að þú sért að grínast kæri Dofri. Það er einmitt þessi skrípaleikur alltaf hreint sem veldur því að manni hverfur ekki aulahrollurinn svo vikum skiptir og verður á endanum að segja sig úr Samfylkingunni sem ég hef nú loksins gert og sé ekki eftir.

Soffía Valdimarsdóttir, 18.6.2008 kl. 12:35

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Tveir ísbirnir hafa ekki áhrif á stofnstærð tegundarinnar". Þetta sögðu íbúar á Páskaeyju líka þegar þeir felldu tré: "Eitt tré hefur ekki áhrif á skóginn". Ég veit ekki hvað sá sem felldi síðasta tréð sagði, en þarna finnst mér nú ansi langt seilst til að verja pólitíkusa á kostnað náttúruverndar.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.6.2008 kl. 13:02

3 identicon

Þorsteinn: Þessir birnir voru báðir dauðadæmdir þegar þeir ösnuðust hingað, ef ekki hefðu komið til byssukúlur til að enda líf þeirra hefðu þeir á endanum soltið. Á Íslandi er engin leið fyrir þá að lifa af til lengri tíma og ísjaðarinn er of langt í burtu til að þeir gætu komið sér sjálfir aftur í sitt eðlilega umhverfi. Sá síðari átti veika lífsvon, en aðeins með hjálp manna. Við vitum það núna að það hefði sennilega ekki gengið eftir þar sem hann var þegar orðinn of veikburða til þess að spjara sig sjálfur á ísnum. Það er ekki sanngjarnt að tala um þetta eins og íslenskir ráðamenn beri ábyrgð á því að það fækki í stofni ísbjarna, þetta er bara gangur náttúrunnar. Það var meira að segja reynt að grípa inn í atburðarásina og bjarga öðru dýrinu frá örlögum sínum.

Bjarki (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 14:05

4 identicon

Hvernig stendur á því að víðsvegar um heiminn eru fagmenn að fanga birni, ljón, krókódíla, nashyrninga, fíla osfrv. Flytja þá stundum langar vegalengdir með góðum árangri. Er það óhugsandi að slíkt gæti einnig gerst hér þ.e. að fanga bangsa fremur en að farga? Af hverju er ekki búið að gera ráðstafanir vegna heimsókna ísbjarna hingað til lands. Þeir eru hvort sem er ekki að dúkka upp á klakanum í fyrsta skipti og þeir eru ekkert að fara hætta koma hingað. Auðvitað eru mannslífin í fyrirrúmi en þessar tvær heimsóknir bjarndýrana og afgreiðsla þeirra eru eitt stór klúður frá byrjun til enda og eru ekki til þess fallandi að auka hróður íslands á erlendri grundu. Hvalveiðar, stóriðjustefna, dráp á dýrum í útrýmingahættu og stuðningur við vafasamt hernaðarbrölt stórveldis eru málefni sem skaða ímynd okkar útávið.



Franz Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 15:17

5 identicon

Hér er svo enn ein spurninginn í pottinn frá Ernu vinkonu minni:

http://ernabjarnad.blog.is/blog/ernabjarnad/entry/570734/

Ásdís (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 22:32

6 identicon

Bíddu nú við er kallinn orðinn aðstoðarmaður Umhverfisráðherrra, tja déskoti eru menn að forframast, sastu á lærinu á henni þegar þú skrifaðir þetta kæri vinur? Mannslíf eru meira virði en ísbjarnarlíf....þetta hef ég verið að segja um hvalveiðarnar, 80 dýr (Langreyðir, Sandreiðir eða Hrefnur) hafa ekki áhrif á stofnstærð tegundarinnar....loksins erum við sammála félagarnir. Félagi minn frá Íran er að spegúlera í að koma í heimsókn með haustinu, heldurðu að honum sé óhætt?? Hann er kafloðinn á skrokkinn, flugsyndur og einn á ferð..

Halldór (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband