24.6.2008 | 10:17
57% landsmanna andvíg frekari virkjunum til stóriðju
Þrátt fyrir sífellt krepputal og harðan hræðsluáróður um atvinnuleysi er afgerandi meirihluti þjóðarinnar á móti frekari virkjunum fyrir stóriðju. Þetta er athyglisvert.
Það kveður við kunnuglegan tón í máli stóriðjusinna. "Ef þjóðin heldur ekki áfram að nýta orkuna í fallvötnum og iðrðum landsins er hún í vondum málum" segir Grétar Mar. Það er ekki mikil trúin sem þessir aðilar hafa á stærstu auðlind landsmanna - hugviti og menntun.
Sem betur fer höfum við núna iðnaðarráðherra sem gerir sér grein fyrir því að hugvit, þekking, rannsóknir og menntun er okkar stærsta auðlind og uppspretta atvinnutækifæra.
Niðurstöður þessarar könnunar Fréttablaðsins sýnir að meirihluti þjóðarinnar telur að nú sé nóg komið af virkjunum fyrir stóriðju. Það er von. Ef álver í Helguvík verður að veruleika þurrkar 1. áfangi hennar upp alla virkjanlega orku á Reykjanesskaganum og alls er óvíst hvort eða hvar verður hægt að afla orku til 2. áfanga álversins.
Þetta þýðir að það er enginn afgangur til að láta smærri fyrirtæki hafa. Þetta kemur glöggt fram í ársskýrslu HS 2007 þar sem segir að mörg fyrirtæki með orkuþörf upp á 10 - 50 MW hafi beðið um rafmagn til kaups. Hins vegar sé ljóst að ekki sé hægt að verða við óskum þessara aðila nema að mjög litlu leyti. Skynsamlegt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Ég hef aldrei skilið þessa röksemd með hugvit annars vegar og nýtingu orkunnar hins vegar. Hví þarf eitt að útiloka annað? Af hverju mega Íslendingar ekki rækta hugvitið sem býr meðal þjóðarinnar og einnig að nýta þá orku sem býr í iðrum landsins?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 12:46
Hugvit og menntun er alveg bráðnauðsynlegt til að hægt sé að virkja og byggja upp stóriðju. Heimska dugar ágætlega til að vera á móti því að nýta ónýttar auðlindir landsins.
Finnur Hrafn Jónsson, 24.6.2008 kl. 13:09
Stór hluti þjóðarinnar er á móti frekari virkjunum fyrir stóriðju af því hún krefst þess að verðmæt náttúrusvæði séu tekin og eyðilögð sem slík. Þetta gengur öðrum hluta þjóðarinnar illa að skilja og líklega er skýringin sú að fram til þessa hafa fæst náttúrusvæðin verið metin til verðmæta.
Við höfum nú þegar gerst býsna stórtæk í stóriðjumálum og við erum nú þegar orðin mesta álbræðsluþjóð heims. Það hefur enginn talað um að loka þeim verksmiðjum - en fólk vill heldur ekki bæta við. Þess vegna bítur athugasemd H.T. Bjarnasonar í skottið á sér. Einmitt með því að beina nú hugvitinu markvisst að uppbygginu þekkingar-, hönnunar- og hátækniiðnaðar erum við að gera hvort tveggja.
Athugasemd Finns Hrafns Jónssonar er bráðsmellinn útúrsnúningur en auðvitað ekki svara verð sem málefnalegt innlegg.
Dofri Hermannsson, 24.6.2008 kl. 13:53
Orri það sæmir þér ekki að gera lítið úr atvinnuhorfum, en eins og þér hlítur að vera ljóst þá horfir ekki byrlega í atvinnumálum okkar, og jafnvel má gera ráð fyrir að þúsundir verði án atvinnu á haustmánuðum.
Eg tel að þú sem ábyrgur sjórnmálamaður, hafir ekki rétt til að setja upp svona einfalda jöfnu hvort við séum með eða móti virkjun fallvatna og jarðhita til stóriðjuframleiðslu, það sem vantar í alla vitræna umræðu um sölu raforku til stjóriðju að stjórnvöld upplýsi okkur borgaranna hvert söluverð raforkunar til stóriðju er, og er mér það öldungis óskiljanlegt að raforkusamningarnir séu ekki öllum aðgengilegir. Össur og Björgvinn ættu að sjá sóma sinn og láta opinbera alla raforkusamninga. Eg hef heyrt að raforkuverð til væntanlegs álvers í Helguvík, séu hrein hörmung, og vænleasti virkjunarkosturinn í dag væri að sá samningu félli úr gildi.
haraldurhar, 24.6.2008 kl. 15:53
Ef við viljum leggja eitthvað af mörkum meðal þjóða þá virkjum við og nýtum orkuna eins vel og kostur er m.a. til stóriðju. Það er ekkert ljótt við það að framleiða gæða ál fyrir heims byggðina með lágmarks mengun. það er mikill misskilningur.
Aftur á móti ef við viljum trúa því að við séum yfir það hafin og hér sé svo ofboðslega fallegt að við getum ekki einu sinni hróflað við 0,5% af landinu og sparað heimsbyggðinni kannsri 25 milljón tonn af co2 í útblæstri á hverju ári eða meir.
So be it.
p.s.
Dofri þú hnippir kannski í mig þegar þú ert orðinn sáttur við kælinguna á hagkerfinu sem þér var svo tíðrætt um þegar þú beittir þér hvað mest gegn stækkun í Straumsvík
Tryggvi L. Skjaldarson, 24.6.2008 kl. 16:18
Virkjun háhita við Bitru stendur við núverandi háspennulínur, svo ekki eru það rök að þar sé um ósnortið landa að ræða. Virkjun við Bitru var ætlað að framleiða rafmagn fyrir 300 manna vinnustað sem átti að framleiða sólarorku rafhlöður.. er það ekki hátækni og hugvit? Og er sólarorkan ekki umhverfisvæn? Einu rökin á móti virkjun sem borin hafa verið á borð eru að Hvergerðingum sé ílla við hveralykt. HALLÓ... VAKNIÐ hvað bull er þetta?
G. Valdimar Valdemarsson, 24.6.2008 kl. 17:41
Ég fæ ekki betur séð en að það hafi verið mikil gróska og nýsköpun á ýmsum sviðum undanfarin ár, þrátt fyrir mikla uppbyggingu virkjana og stóriðju. Hvers vegna ætti það að að breytast þó að haldið yrði áfram að virkja? Sérstaklega þar sem nú eru að bætast við stórir orkukaupendur sem eru í öðrum greinum en áliðnaði.
Ef ekki verður virkjað meira mun þjóðarbúið missa af tugum ef ekki hundruðum miljarða króna árlega. Láglaunagreinar eins og ferðamannaiðnaður sem þar að auki veldur mikilli mengun munu ekki skila slíkum tekjum.
Skilningur fólks á nauðsyn verðmætasköpunar virðist fara minnkandi því miður. Kannski er þetta afleiðing af mikilli velmegun undanfarið. Margir eru orðnir vel efnaðir eða í hinum sístækkandi hópi opinberra starfsmanna með lítil tengsl við undirstöðugreinar atvinnulífsins. Skeytingarleysi um hag þeirra sem eru tekjulægri og myndu hagnast mest á stóriðjuframkvæmdum fer vaxandi. Talað er niður til fólks á landsbyggðinni sem sér virkjanir og stóriðju sem góðan kost í því að styrkja atvinnulíf. Dæmigert fyrir hrokann er að flest af þessu fólki notar bensín eða olíu en finnst alveg fráleitt að olía sé hreinsuð á Íslandi. Finnst hins vegar sjálfsagt að það sé gert í öðrum ómerkilegri löndum svo það geti fengið sitt bensín.
Ákveðin tegund af umhverfisvernd er farin að nálgast trúarbrögð hjá sumu fólki og ef reynt er að efna til umræðu fer það í varnarstöðu og tekur ekki rökum. Raunverulegur skaði á náttúru Íslands eins og vegna ofbeitar virðist ekki valda þessu fólki áhyggjum en ímyndaður skaði eins og vegna borholu undir rafmagnslínu virðist vera því stórmál. Haldið er uppi heilögu stríði gegn öllum stærri framkvæmdum þar sem hugsanlega mætti tala um skaða eða röskun á náttúru. Í fljótu bragði minnist ég ekki neinnar stærri framkvæmdar sem ekki hefur kallað fram sterk viðbrögð a.m.k. einhvers hóps umhverfisverndarsinna.
Vonandi nær fólk áttum og kemst að þeirri niðurstöðu að það er hægt að búa í landinu, nýta það og njóta náttúrunnar á sama tíma. Ef ekki, stefnum við í moldarkofana aftur.
Finnur Hrafn Jónsson, 24.6.2008 kl. 19:29
Sem betur fer höfum við núna iðnaðarráðherra sem gerir sér grein fyrir því að hugvit, þekking, rannsóknir og menntun er okkar stærsta auðlind og uppspretta atvinnutækifæra.
Hugvitið er ágætt en án peninga er það einskis nýtt því þá væri ekki hægt að framkvæma það. Það þarf að virkja það með fjármagni. Þekking kemur af reynslu sem fjárfest var í fyrir peninga sem menn unnu hörðum höndum við að afla. Rannsóknir stunda menn að því að þeir eiga peningar til þess - peninga sem komu frá fjárfestingum. Menntun er ofmetin. Hún er ofmetin vegna þess að Sovétríkin áttu ágætis menntastofnanir, ágæta mennta- og vísindamenn, en þau dóu samt. Þau dóu einmitt úr afturhaldssemi, forsjárhyggju og úr skorti á frelsi og á áhættusækni - Púnktur!
Auðvitað á Íslands að nýta sínar orkuauðlindir til fulls. Það eru þrír íbúar á hvern ferkílómeter á Íslandi. Viljið þið helst að enginn búi í landinu? Væri það best? Ef þið ætlið að búa áfram í landinu þá verið þið að nota það. Þetta er svona eins og að sitja á allri Saudi Arabíu og láta sér nægja að bora í nefið í staðinn fyrir að bora niður í jörðina!
Gunnar Rögnvaldsson, 24.6.2008 kl. 19:50
Ég er maður lýðræðis og sætti mig fullkomlega við að 57% landsmanna séu á móti álverum, þótt mér finnist sjálfum þetta vera einkennilegt.
Var og er ekki meirihluti þjóðarinnar á móti stækkun álversins í Hvalfirði og í Straumsvík og alfarið á móti álveri á Reyðarfirði, Helguvík og á Bakka?
Samkvæmt útreikningum Kaupþings mun útflutningur Íslendinga á áli að öllu óbreyttu - sem er reyndar varla hægt að segja við núverandi óvissuástand - aukast úr rúmum 80 milljörðum króna árið 2007 í um 170 milljarða á þessu ári og verður kominn í um 180 milljarða króna á árinu 2009.
Mig langar að spyrja þessi 56% þjóðarinnar: Hvar við værum stödd án þessara 100 auka miljarða, sem streyma munu inn í landið á þessu og næsta ári vegna viðbótar útflutnings á áli?
Mig langar að vita, hvort þeim 250 sem misstu vinnuna hjá Icelandair í dag séu á móti auka 100 milljörðum í útflutningstekjur á þessu og næsta ári! Spyrjum Suðurnesjamennina, sem misstu vinnuna í dag, hvort þeir séu á móti álverinu í Helguvík?
Hvar er Andri Snær með allar sínar GERA EITTHVAÐ ANNAÐ HUGMYNDIR ?
Halda 56% þjóðarinnar að GERA EITTHVAÐ ANNAÐ HUGMYNDIR Andra Snæs myndu gefa af sér 100 milljarða á tveimur árum í auknum útflutningstekjum?
Við þurfum á hans lausnum að halda núna, þegar við vitum að þjóðin vill ekki stóriðju!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.6.2008 kl. 20:21
G. Valdemar þekkir greinilega ekki Ölkelduhálsinn nægilega vel og hefur ekki kynnt sér þær framkvæmdir sem þar átti að fara í. Það er allt í lagi - stundum er þekkingarskortur besta og jafnvel eina leiðin til að halda skoðun sinni hreinni.
Yfir Ölkelduháls liggur Búrfellslína III. Þó sú lína hafi verið mistök hefur svæðið enn upp á mikið að bjóða fyrir útivistarfólk, óvíða er að finna jafn fjölbreytta hveri, heita læki, kyrrð og fallegt umhverfi. Slík svæði eru að verða fágæt, einkum í námunda við þéttbýlasta stað landsins og þess vegna er verðmæti þess meira.
Tryggvi, sem ég átti langan og góðan fund með um ágæti álframleiðslu í Hafnarfirði, spyr hvenær kæling hagkerfisins sé orðin nóg. Ég spyr á móti hvort honum þyki ekki verðbólgan góð sem stóriðjuframkvæmdirnar hafa kynt undir. Það var fyrirsjáanlegt að svo umfangsmiklar framkvæmdir myndu hafa áhrif á hagkerfið með þessum hætti - þótt reyndar hafi síðasta ríkisstjórn náð að ýkja þau vondu áhrif enn frekar með því að draga úr bindiskildu bankanna og kynda undir þenslu á íbúðamarkaði.
Finnur Hrafn. Jú vissulega hefur verið gróska í ýmsu, t.d. í sölu fellihýsa, jeppa og utanlandsferða. En stofnun nýrra sprotafyrirtækja hefur dregist hrikalega saman og var næstum engin á meðan þenslan stóð hæst. Það var nefnilega ekkert vit í að taka sénsinn á að búa til eitthvað nýtt til að flytja út (sbr Marel og Össur) þegar var hægt að græða miklu meira á að selja einhverjum Íslendingum innflutt dót.
Gunnar Rögnvaldsson virðist hvorki skilja hugtakið menntun eða rannsóknir og virðist telja vandræði Sovétríkjanna stafa af of mikilli menntun. Það er kaldhæðnislegt að stóriðjustefna undanfarinna ára sem Gunnar virðist helst vilja hverfa aftur til er einmitt það næsta sem þetta land hefur komist Stalínismanum. Ríkisrekin, niðurgreidd stóriðja sem hvorki greiðir gjöld fyrir losunarheimildir eða þann skaða sem hún veldur náttúru landsins - þeim dýrmæta arfi sem við, ríkasta kynslóð sem þetta land hefur séð, ættum að hafa efni á að varðveita frekar en að búta það niður og selja í megawöttum til að kaupa okkur fleiri fellihýsi og Landkrúsera!
Dofri Hermannsson, 24.6.2008 kl. 20:46
Guðbjörn. Það er í stíl við aðra einföldun stóriðjsinna að þú reiknar allan útflutning sem nettó tekjur. Á móti hverjum 100 milljörðum sem við flytjum út höfum við þurft að flytja inn ca 70-80. Staðreyndin er einnig sú að hver milljarður í stóriðju skapar miklu minni verðmæti innan lands en hver milljarður í t.d. hátækniiðnaði, ferðaþjónustu, rannsóknum/menntun og hönnun/listastarfsemi.
Það eru um 1000 störf í stóriðju en um 178 þúsund störf í landinu alls. Einföld stærðfræði segir mér, Guðbjörn, að þá séu 177 þúsund manns að vinna við "eitthvað annað" en stóriðju! Enda eins gott því ég held að jafnvel hörðustu stóriðjudátar ættu erfitt með að finna stóriðjustörf handa 177 þúsund manns. Sem betur fer hefur enginn beðið þá að gera það.
Dofri Hermannsson, 24.6.2008 kl. 20:56
Kæri Guðbjörn
Þetta er mjög merkileg staðreynd sem þú bendir á, útreikningar kaupþings. En núna skulum við vera heimskir og spyrja: Hvað er á bak við þessa ógnartölu? Eru þetta peningar í kassann? Hvað verður eftir hérlendis þegar Fjarðarál er búið að flytja út 70 milljarða verðmæti? Þeir greiða laun, ef við miðum við að árslaun séu 6 milljónir eru launagreiðslur 2.5 milljarðar á ári. Það er ágætt en ekki nóg til að halda uppi heilli þjóð. Kannski eru aðföng eitthvað svipað, hafnargjöld, etc. Þá erum við í 5 milljörðum. Allt skiptir máli, framlag hvers og eins skiptir máli en þetta er ekki nóg til að halda uppi þjóðinni eða skipta máli hvað varðar atvinnustig í landinu. Þeir greiða fyrir orkuna. Það eru c.a 6 milljarðar á ári sem renna beint úr landi til lánardrottins Landsvirkjunar. Lítið sem ekkert verður eftir í landinu og þótt arðsemi eigin fjár var sögð 11% þá var eigið fé lítið sem ekkert. Nýverið var orkuverð til almennings hækkað um 6% þannig að það er augljóst að þótt við notum aðeins 10% orkunnar þá erum þarf samt að hækka til okkar. Hvað verður þá eftir í landinu eftir Kárahnjúka og Reyðarál? Í mesta lagi 5 milljarðar á ári. Við getum tvöfaldað upphæðina en hún dugar samt ekki til að ,,halda okkur uppi". Hugmyndin um útflutningstekjur má líkja við að skrá boeing þotu sem fer frá landinu sem útflutning en geta þess ekki að önnur lenti á mót. Tölur kaupþings er þjóðardáleiðsla sem menn í þínum markhóp hafa því miður kokgleypt. Alcoa mun ekki halda okkur uppi, þessir 70 milljarðar eru ekki að fara til þín, því miður. Þegar þú ert spurður erlendis á hverju þú lifur og hver heldur uppi heilbrigðis og menntakerfinu þá ert það þú sjálfur, ekki Alcoa. Þú mátt gjarnan leiðrétta mig en við komumst aldrei upp í neina 40 eða 50 eða 60 milljarðar. Þótt við þreföldum árslaun allra verkamanna og látum eins og stíflan sé skuldlaus. Við verðum að gera eitthvað annað. Því miður. Við getum hins vegar reynt að fá meira fyrir orkuna sem nú þegar hefur verið virkjuð án þess að hækka verð til okkar. Samkvæmt Financial Times í þýskalandi sparar Alcoa 20 milljarða árlega með því að loka verksmiðju í Evrópu eða Ameríku og opna hér. 20 milljarðar eru 4000 árslaun verkamanna. Það munar um minna. Við erum að horfa á vitlausar tölur - alls staðar - störf við framkvæmdir en ekki endanleg, störf endanleg en ekki hagnað - útflutningstekjur en ekki hvað verður eftir. Alcoa greiðir aðeins 5% tekjuskatt af arði þannig að þótt verksmiðjan græddi hundrað milljarða á ári - þá mun það ekki skila tekjum í kassann svo muni skekkjumörkum í fjárlögum. Er sniðugt að binda sig Alcoa til 40 ára fyrir norðan líka? Af hverju eru fullorðnir sjálfstæðismenn eins og þú að tala sig út í horn, að segjast vera háðari einhverjum en við erum í raun, að við eigum einhverjum að þakka sem eiga í rauninni okkur allt að þakka? Það hefur orðið nýlenduvæðing í hugarfarinu.
Ég er ekki að segja þetta til að gera lítið úr neinum. Það býr mikið hugvit í orkugeiranum og hann þarf ekki að kvíða verkefnaleysi. Orkugeirinn er mikilvægur hluti af ímynd landsins, ég sá um daginn japanskt tímarit þar sem rafmagnslína var notuð sem jákvætt tákn. En jafnvægi skiptir öllu máli. Það er ekkert vit eða hugvit í því að telja hversu marga fossa og hveri við eigum og reikna svo út hvað væri hægt að bræða úr því mikið ál. Hraðinn er of mikill, áleggin eru of mörg í sömu körfu. Því miður og þetta mun skaða ímynd geirans hérlendis sem erlendis ef svo fer fram sem horfir. Geirinn þarf á því að halda að CO2 losun Íslands sé lítil, ekki mest í heimi á mann vegna Alcoa sem getur alveg farið í Yellowstone ef menn vilja hreina orku.
Það er næg orka hérlendis fyrir allskyns starfsemi. Það er æðið sem er skaðlegt, það er niðurlægjandi að fara inn á öll hverasvæði þingeyjarsýslu og gera umdeilda hluti í Gjástykki bara fyrir einhver þúsund tonn í viðbót fyrir Alcoa.
Þeir sem misstu vinnuna hjá icelandair vonast eftir því að ferðaþjónusta byggist upp kringum landið - þetta eru þessi láglaunastörf sem alltaf er verið að tala um í sambandi við ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan er með lélegt PR fyrir sína hönd. Þú fyllist ekki bjartsýni ef 100.000 ferðamenn bætast við með 10 milljarða gjaldeyristekjum. Það er búið að skilyrða klassískt tilfinningar og bjartsýni karlmanna íslands og tengja við álbræðslur. Ef maður talar við miðaldra þingmenn sjálfstæðisflokks er mjög algengt að sjá algera fyrirlitningu á ferðamennsku, þetta hef ég jafnvel heyrt frá mönnum í ferðamálaráði. Hundrað milljarða útflutningstekjur eru því miður blekking, þjóðardáleiðsla og krónan fellur vegna þess að Alcoa er ekki að kaupa neinar krónur. Eitthvað annað er eina svarið guðbjörn því miður. Þú verður að standa á eigin fótum og bjarga þér. Hlauptu þú ert frjáls.
Andri Snær Magnason (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 21:03
Gengisfallið átti að orsaka ferðamannafjölda á landinu en í dag kemur i ljós að það er svart útlit þar verksmiðjurnar eru þó kjurar á staðnum og skapa áfram vinnu og gott að vita til þess ef að maður missir vinnuna að það sé möguleiki að færa sig í þann geira og sennilega best á meðan hægt er
Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.6.2008 kl. 21:36
Þú reiknar öðruvísi en ég!
Hafnarfjörður - Rio Tinto Alcan Hjá Rio Tinto Alcan starfa um 500 starfsmenn. Ef álverið hefði verið stækkað hefðu 300 starfsmenn bæst við. Af þeim 300 starfsmönnum, sem nú vinna fyrir félagið eru u.þ.b.: 70 Stjórnendur og millistjórnendur, nær allir háskólamenntaðir.120 iðnaðarmenn.200 ófaglærðir.150 sumarstarfsmenn. Alls störf: 500Afleidd störf: 250 Vesturland - Íslenska járnblendifélagið Hjá Járnblendifélaginu starfa um 110 starfsmenn. Í kringum Járblendið starfa: 14 starfmenn Fangs – Launavinnsla. 23 starfsmenn Klafa – Höfnin. 42 starfsmenn GT – Viðhald verksmiðju. Alls eru þetta um 190 störf.
Alls störf: 190
Vesturland - Norðurál – Century Aluminum Eftir stækkun álversins starfa þar um 320 manns. Af þessum störfum urðu um 130 til vegna stækkunarinnar. Reynslan sýnir að fjöldi afleiddra starfa við hvert eitt starf í álveri er um 1,5 sem verða til annarsstaðar í samfélaginu. Alls störf: 320Afleidd störf: 160 Austfirðir - Reiðarál Áætluð er að starfsmenn verði um 450 í nýja álverinu fyrir austan.Áætluð eru 154 ársverk til viðbótar fyrir 2012. Talið er að fjöldi afleiddra starfa verði sem nemur 65% af ársverkum. (455+154)*0,65 = 396 afleidd störf til viðbótar á tímabilinu. Alls störf: 450Afleidd störf: 400 Reykjanes - Helguvík Þegar álverið verður komið í fulla stærð árið 2015 munu þar starfa 400 starfsmenn og má varlega áætla að auk þeirra myndist a.m.k. tvö afleidd störf utan álversins á móti hverjum starfsmanni í álverinu. Afleidd störf eru því hér áætluð 800 á ársgrundvelli og heildarfjöldi nýrra starfa 1.200 vegna tilkomu álversins. Alls störf: 400Afleidd störf: 800 Húsavík - Bakki Kemur að öllum líkindum til með að skapa 400 ný störf. Afleidd störf yrðu á annað hundrað. Alls störf: 400Afleidd störf: 200
Þetta eru eitthvað um 2600 störf, sem eru mjög vel borguð.
Við ættum kannski að athuga hver fjöldi sjómanna er þegar kvótinn hefur verið skorinn niður um 100.000 tonn?
Varðandi verðmætið, sem verður eftir á Íslandi, þá er það rétt að það er minna en af fiski. En það er samt 40-45%, sem verður eftir af útflutningstekjunum hér á landi og þetta hlutfall af 180 miljörðum eru mjög miklir peningar.
Hvað heldurðu að það þurfi margir ferðamenn að koma til landsins til að skilja eftir 80 milljarða króna?
Hvað heldurðu að þurfi mörg netþjónabú til að skilja svona mikið af peningum, eða fjallagrasatínslu eða öðrum gæluverkefnum, sem ykkur vinstrimönnum detta í hug?
Sýndu smá skynsemi og raunsæi!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.6.2008 kl. 22:05
Gunnar Rögnvaldsson virðist hvorki skilja hugtakið menntun eða rannsóknir og virðist telja vandræði Sovétríkjanna stafa af of mikilli menntun
Kæri Dofri. Þú veist ofurvel að þú ert að snúa útúr núna. Þó svo þér finnist ég svona skilningslaus, þá skil ég þó eitt sem þú sennilega skilur ekki: ég veit nefnilega hvað það er sem býr til velmegun. Þú veist, þessi 60% hluti þjóðarframleiðslu Íslendinga (40-45% hjá ESB) sem býr til þá hluti sem svo skaffa fjármagn í kassa hins opinbera, og sem svo býr til úr þeim hlut sem kallaður er velferð, og sem er allt ANNAR hlutur en velmegun. Þessir hlutir greiða svo einnig laun hjá þeim 40% hluta þjóðarframleiðslunnar sem kallast hinn opinberi geiri, sem eru stjórnmálamenn, embættismenn og opinberir starfsmenn. Þeir sjá ykkur fyrir ÖLLU.
Menntun er góð en hún er samt ofmetin því annars væruð þið miklu ríkari en þið eruð núna og væruð ekki að rífast um þessa hluti. Þú standur núna á þeim stökkpalli sem var byggður af fólki með litla menntun. Fólki sem þorði og þráði að byggja stökkpall fyrir afkomendur sína. Ekki grafa undan honum.
Gunnar Rögnvaldsson, 24.6.2008 kl. 22:19
Ég var að reikna:
2600 x 6.000.000. = 15.600.000.000 - 15,6 milljarðar (bara laun)
Ég sá einhverntíma í einhverri skýrslu frá Hagfræðistofnun að meðallaun manna í Hafnarfirði séu 285.000 kr en meðallaunin í álverinu 465.000 kr.
Að auki er stór fjöldi þeirra, sem fá vinnu í álverum, ófaglært fólk, sem er hugsanlega að tvöfalda launin sín. Þið viljið frekar hafa fólkið í því að þrífa klósettin á einhverjum Eddu-hótelum fyrir norðan og austan á þetta 200-250.000 kr á mánuði í 4-5 mánuði á ári, en að leyfa fólki að fá sér vinnu allan ársins hringum með þetta 6-7 milljónir á ári.
Hverslags eiginhagsmunaseggir eruð þið eiginlega?
Ég get sagt ykkur að ég er mjög vel menntaður maður og búinn að flækjast í skólum á háskólastigi og ljúka tilskyldum prófum í einhver 12-13 ár og er á ágætis launum, en mér finnst bara frábært ef annað fólk, sem ekki hefur mikla menntun, hefur gott lifibrauð!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.6.2008 kl. 22:20
Hvers vegna þennan niðurskurð á kvóta og framhald loðnuveiða?
Af því Hafró ráðleggur þetta!
Árangurinn er þriðjungur þess þorskafla sem við lögðum upp með þegar Hafró tók ráðgjöfina í sína hendur og lofaði 500 þús. tonna jafnstöðuafla innan fárra ára.
Alþjóða hafrannsóknarráðið lagði til 110 þús. tonna afla í Barentshafi árið 2000 en Rússar og Norðmenn ákváðu að hafa þá ráðgjöf að engu og bönnuðu jafnframt allar veiða á loðnu. Síðan þá hefur þorskstofninn vaxið upp í 430 þús. tonna jafnstöðuafla!
Um hvaða verðmæti er teflt í stjórnun fiskveiða á Íslandi?
Hverjir hagnast á verðhækkunum veiðiheimilda?
Árni Gunnarsson, 24.6.2008 kl. 22:49
Sæll Guðbjörn. Eins og ég sagði þér er þetta spurning um hversu langt á að ganga. Það er búið að þrefalda álframleiðslu á nokkrum árum en samt er að koma kreppa. Með því að veifa útflutningstekjum er verið að búa til falskar væntingar. Ég tók Fjarðarál sem afmarkað dæmi vegna þess að þar er hægt að sjá hreint út að það er markleysa að tala um útflutningstekjur. Þú segir að 40% verði eftir í landinu. Fjarðarál flytur út fyrir 70 milljarða. Getur þú sundurliðað fyrir mig hvernig rúmlega 30 miljarðar verða eftir í landinu frá þeirri verksmiðju? Það eru margir aðrir möguleikar til að nýta orkuna, hægar og betur. Finnst þér í alvöru skynsamlegt að bæta við tveimur álverum til viðbótar? Eru engin mörk? Það má ekki líta svo á að grunnástand manneskju sé atvinnuleysi. Það er fráleitt að fara að samningaborðinu til Alcoa enn eina ferðina og líta svo á að þeir séu að bjarga okkur og spara þeim aðra 20 milljarða. Annars hefur allt farið eins og spáð var í skýrslu frá seðlabanka frá 2003: Áhrif framkvæmdanna
•Hagvöxtur eykst til skamms tíma
•Verðbólga yfir þolmörkum án aðgerða
•Atvinnuleysi minnkar
•Niðursveifla í kjölfar framkvæmda
Það sem átti að gera var þetta:
Mótvægisaðgerðir
•Allar líkur eru á að 2% raunhækkun
stýrivaxta og 10% samdráttur í
opinberum framkvæmdum dugi til að
halda verðbólgu innan þolmarka...
•…og að hliðstæð lækkun vaxta og
auknar framkvæmdir dragi úr
niðursveiflu að framkvæmdum loknum
Menn sáu fyrir góðæri og niðursveiflu. Sáu hins vegar ekki fyrir sér að hver einasti sveitarstjóri á landinu færi á byggingarfyllerí, bankar færu á fyllerí, við færum á fyllerí og að krónan yrði gísl skammtíma braskara. Nú er öskrað á framkvæmdir. Þá eigum við að verða rík, þá verður allt betra, þá koma inn milljarðar. Þarna - árið 2003 ætluðu menn að gleypa eina pillu. Nú þarf að gleypa tvær. Ætli við þurfum ekki að ná okkur niður 2012 með olíuhreinsistöð.
Heimild:
Morgunverðarfundur
Verslunarráðs Íslands 15. janúar 2003
Bolli Þór Bollason
skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu
fjármálaráðuneytisins
andri Snær Magnason (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 23:07
Guðbjörn. Það er bara gott að þú skulir æfa þig í að reikna. Það gekk ekki svo vel hjá þér í 14. færslu. Hvernig þér tókst að fá töluna 500 með því að leggja saman tölurnar 70, 120, 200 og 150 er mér hulin ráðgáta. Ég verð að viðurkenna að það hljómar líka undarlega að bæta sumarafleysingarfólkinu við tölu starfa (væri gaman að sjá hvað þú fengir út ef þú tækir afleysingarfólk um jól og páska inn í líka!).
Þú gefur þér ýmsar forsendur s.s. hlutfall afleiddra starfa en gleymir að geta þess að öll önnur störf skapa líka afleidd störf. Í sumum greinum mun fleiri en störf í stóriðju. Þannig virkar fjölbreytt hagkerfi og atvinnulíf og það er vel.
Gunnar. Þú veist ofurvel að þótt við eigum eldri kynslóðum margt að þakka þurfa störf okkar í dag ekki endilega að skilja eftir sig eitthvað sem hægt er að byggja úr eða éta. Heilbrigðisþjónusta skapar mikil verðmæti, rannsóknir og þróun skapar mikil verðmæti, hönnun skapar mikil verðmæti, tónlist, myndlist, leiklist - og menntun! Allt skapar þetta verðmæti, allt er þetta hluti af stóru fjölbreyttu atvinnu- og hagkerfi. Þannig vil ég hafa það, frekar en að misvitrir stjórnmálamenn (og þið ágætu herrar) bjargið mér um vinnu í stóriðju.
Guðbjörn. Mér finnst þú tala ferðaþjónustuna niður - í henni eru mörg fjölbreytt og vel launuð störf. Greinin er hins vegar ung og hefur lítils stuðnings notið. Á sama tíma og landbúnaður og sjávarútvegur hafa öflugar rannsóknarstofnanir, byggðar hafa verið hafnir í öðru hverju plássi og stóriðja hefur fengið niðurgreitt rafmagn og sloppið undan sköttum og gjöldum hefur ekkert verið gert fyrir ferðaþjónustuna. Hún á því eftir að verða bæði öflugri, skilvirkari og arðsamari í framtíðinni.
Mér finnst líka að ef lítið menntað fólk er óánægt með starfið sitt og launin ætti það að ná sér í frekari menntun. Það hafa aldrei verið jafn góðir möguleikar á því og einmitt núna. Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Með fyllstu virðingu verð ég þó að segja Guðbjörn að miðað við 12-13 ára háskólanám þá finnst mér þú frekar slakur í reikningi
Dofri Hermannsson, 24.6.2008 kl. 23:07
Þú gefur þér ýmsar forsendur s.s. hlutfall afleiddra starfa en gleymir að geta þess að öll önnur störf skapa líka afleidd störf.
Mikið rétt. EN - sum afleidd störf eru mikið minna góð en önnur afleidd störf. Dæmi: ef ég fæ mann til að brjóta rúður í glugga gjá kaupmanni þá skapa ég afleidd störf hjá þeim sem setja glerið í glugga kaupmannsins aftur. Margir munu segja að lítill skaði sé skeður því þetta hafi skapað vinnu gjá glermeistaranum og einnig hjá fleirum sem vinna við glerið. Þetta er það sem þú sérð. Það sem þú sérð EKKI er það að kaupmaðurinn þarf að borga rúðuna og ísetningu hennar. En þetta eru peningar sem hann hefði getað notað til að bæta eða stækka verslun sína. Eða bætt við góðri og nýtri bók í bókasafn sitt sem svo hefði gert honum kleift að læra eitthvað nýtt og nytsamt, eða bara aukið við menningu þess þjóðfélags sem hann býr í.
Svona eru mjög mörg störf þar sem opinberir geirar eru að verða stórir. Þar verða alltaf til mikill fjöldi starfa sem vinna við að brjóta rúður í þjóðfélaginu. Sem dæmi má nefna stóra og flókna skattheimtu, sem býr til mikinn fjölda skattaráðgjafa. En þessir skattaráðgjafar eru í hlutverki glermeistarans. Hlutverk rúðubrjótsins er leikið af hinu opinbera. Hámenntaðir menn vinna svo sem skattaráðgjafar. Þetta eru léleg störf fyrir þjóðfélagið. Þau auka fátækt.
Ef þú býrð til mikið af svona lélegum afleiddum störfum þá verður allt þjóðfélagið fátækt. Þetta á einnig við um menntun því ef þú leggur þig fram sem sjálfkjörinn forsjárhyggjumann og frambjóðanda af menntun sem þú álítur að allir þurfi á að halda þá muntu einnig gera þjóðfélagið fátækt því hið opinbera getur aldrei vitað hverjir þurfa á meiri menntun að halda og þá á hvernig menntun. Þessi ákvörðun verður að vera tekin af einstaklingnum sjálfum og ekki af þér. Og ef þú ert alltaf að brjóta rúður þá muntu sjá til þess að enginn hefur efni á að hafa vit fyrir sjálfum sér og gera gott fyrir sjálfan sig og þar með fyrir þjóðfélagið.
Gunnar Rögnvaldsson, 24.6.2008 kl. 23:33
Þetta er mjög merkilegur þjóðflokkur sem byggir þetta land.
Í þúsund ár var það eina sem hafði eitthvað vægi í hugum fólksins - var sauðkindin- það snérist allt um saufjárbúskap og tóvinnu .
Síðan náði fiskurinn sér á strik í hugum fólks- lífið varð saltfiskur.
Síðan huga menn að meiri fjölbreyttni og refarækt verður lausnarinn- og refarækt fer fer sem eldur í sinu um byggðir landsins- það fall varð mikið.
Þá fær einhver hugljómun fyrir laxeldi- og öll þjóðin fer í laxeldi -- stóð fáein ár og svo búið.
Tölvubyltingin varð næsta þjóðargersemin - um stund.
Útrásin og fjármálasnillingarnir voru ein allsherjarlausn og hin endanlega- loksins eitthvað á heimsvísu- það er daufleg vist í bönkum landsins þessa dagana..
Og nú er það álið og hugsjónin sú að dreifa þeim um landið sem öllu hinu ...og svo...
Við erum einhuga þjóð í öllu sem við gerum.
Sævar Helgason, 24.6.2008 kl. 23:34
Fjöldi landnámsmanna á Íslandi er talinn hafa verið milli 20 og 30 þúsund (sem samsvarar um fjórðungi af íbúafjölda Noregs á þeim tíma). Fjöldi Norðmanna er í dag tæpar 5 milljónir. Frá landnámi hefur íbúum Íslands aðeins fjölgað í 300 þúsund. Miðað við einfaldan þríliðureikning (út frá fjölgun Norðmanna) ætti íbúafjöldi Íslands að vera vel á aðra milljón. Sú er ekki raunin.
Sex öldum eftir landnám Íslands námu um 2500 Frakkar land í Quebec. Þeim hefur nú fjölgað í 6 milljónir. Miðað við einfaldan þríliðureikning, út frá mannfjölgun í Quebec, ætti íbúafjöldi Íslands að vera ríflega hundrað milljónir (m.v. 74% fjölgun á kynslóð) . Sú er ekki raunin.
Eitthvað hafa Íslendingum verið mislagðar hendur, úr því þeim hefur ekki tekist að halda í við Norðmenn og Kvíbekkbúa. Hvað veldur? Ofnýting auðlinda (rányrkja; vistkreppa; mannfellir í hallærum)? Ónóg menntun? Sinnuleysi og doði? Of skilvirkar getnaðarvarnir?
Vésteinn (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 23:55
Gunnar, nú topparðu sjálfan þig í röksnilldinni. Afleidd störf í stóriðju eru sem sagt jákvæð en afleidd störf í öðrum greinum jafnast á við að brjóta rúður!
Sævar, mig mig minnir að Guðbergur Bergsson hafi orðað þetta á þá leið að fyrst hafi Íslendingar bara getað hugsað um tvennt, annnars vegar sauðkindina og hins vegar þorskinn. Nú hafi þeir þróast svo mikið að þeir hafði getað bætt hinu þriðja við - álinu.
Dofri Hermannsson, 25.6.2008 kl. 08:32
Áfram Dofri, þú heldur upp merki framtíðar. Það eru hvorki virkjanir, álver né fagur fiskurinn í sjóum sem skapar fólki auð. Það er fólkið sjálft sem skapar auð með atorku sinni og hugviti. Í sjálfu sér er það líka fólkið sem skapar samfélag sem ekki tekst að skipta efnalegum gæðum réttlátlega. Þar koma til hagsmunaátök og pólitík. En sá auður sem fólk skapar er ekki alltaf mælanlegur á mælistiku peninga. Það er sem betur fer hluti af menningu okkar að virða "óvirðanleg gæði" fra yfir stundarhagsmuni. Þetta á m.a. við um að horfa til framtíðar. Mér sýnist að sumir viðmælendur þínir hafi ekkert á móti því að virkja allt og nýta allt til þess að viðhalda eða bjarga neyslusamfélaginu. Það er í rauninni frábært að meirihluti landsmanna vilji hægja á og stoppa við hvað varðar virkjanir til stóriðju. Þetta lýsir væntalnega afstöðu fólks til þess að menntun og hugvit er alls ekki bundið við virkjanir og stóriðju heldur líka aðra starfsemi og ekki hvað síst gæði samfélagsins.
Það er hægt að nota þríliðu til margs gagns en til lítils þegar bera á saman fólksfjölgun þjóða sem ekki eru þjóðir og landa sem ekki eru lönd. Íbúar á þeims slóðum sem síðar varð Noregur á landnámstíma er svolítið á reiki, enda fátt um íbúaskrár og talsvert um fólksflutninga yfir landamæri, sem þá voru ekki landamæri. Afkomendur Frakkanna 2500, sem námu land í Quebec eru orðnir 6 milljónir - útreikningur Vésteins segir 74 % fjölgun á kynslóð. Ætli Frökkum hafi ekki borist einhver liðsauki til þessara hluta. Sömuleiðs barst Norðmönnum liðsauki úr ýmsum áttum. Aftur á móti gerðu eldgos og hallæri stórt strik í reikninginn á Íslandi. Lega landsins gerði hugsnlegum liðsauka erfitt um vik. Sjálfsagt hafa Íslendingum líka verið mislagðar hendur eins og flestum, en eitt skópu þeir þó sem enn lifir og margir fá seint fullþakkað, nefnilega bókmenntir sem eru í fremstu röð í heiminum. Þetta er ekki aðeins afrek einstaklinga (Snorra) heldur líka þjóðararfs í formi menningar. Þessi arfur verður aldrei metin til peninga en er verðmætari en flest annað þegar mætum landsins eru gerð skil nú og alltaf. Þetta en á líka við um náttúruauðlindir og umhverfið.
Albert Einarsson (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 08:41
Nútímasamfélög ganga fyrir orku. Þar sem fólk hefur ekki völ á orku ríkir fátækt og langflestir þeirra sem búa við þau skilyrði vilja breyta þeim ef þess er nokkur kostur. Landsmenn fóru ekki að rétta úr kútnum fyrr en þeir fóru að nýta aðflutta orku, vélarafl og tækni sér til framdráttar. Baráttan með vöðvaaflinu einu var ofboðslega erfið og alltaf tvísýn. Fólksfjöldatölur sögunnar lýsa því fyrir okkur á beinskeyttan hátt. Forfeður og formæður kunnu ekkert annað en rányrkju á landi og frumstæðar veiðar og kynslóðirnar upplífðu hnignun landgæðanna. Rollur bitu, skógur hvarf, land fauk. Áhættufælni og ótti við breytingar varð útbreiddur. Þetta sést afar vel í Íslandssögu 18. og 19. aldar. Skrif Jareds Diamond um Ísland í bók hans Collapse, eru stutt og skörp lesning um þetta. Við verðum undir með vöðvaaflinu einu saman. Við viljum ekki á þær slóðir aftur. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir Íslendinga að halda áfram að nýta innlenda orku. En ekki hvar sem er og ekki hvernig sem er. Sú stóriðja sem felst í álbræðslum er ekki góður kostur. Það rennur nú upp fyrir fleiri og fleiri Íslendingum og það er vel.
Ferðaþjónusta á Íslandi með stutta sumarið er erfiður rekstur. Það er því miður rétt að mörg störf í ferðaþjónustu (líklega langflest) eru láglaunastörf. Og ferðamennska er heldur ekki mengunarlaus eða endilega umhverfisvæn. Flugvélum er til dæmis haldið utan við mælingar á mengunarkóta af því að enginn vill sjá hversu mikið þær menga. Fiskveiðarnar hafa hopað stórum. Framtíðin í þeirri atvinnugrein virðist ótrygg. Þrýstingurinn á að reisa stóriðjuver á Íslandi stafar ekki síst af því að gömlu atvinnuvegirnir eru veikburða, einkum á landsbyggðinni. Þessir atvinnuvegir eru „eitthvað annað“ en stóriðja og þeir Íslendingar sem hafa starfað á þessum vettvangi hafa langa reynslu af þeim. Vita alveg hvar þar er í boði. Landbúnaður sem berst í bökkum og sjávarútvegur og fiskvinnsla sem líka á í basli og hörfar. Fiskeldi og loðdýraeldi var „eitthvað annað“ og gekk ekki upp. Það er ekki sanngjarnt eða viturlegt að láta eins og þessi staða sé einhvernveginn öðruvísi en hún er. Álbræðslurnar eru kostnaðarsamar á margan hátt. Og skapa ekki svo fjarskalega mörg störf þegar á það er litið, en þau eru stöðug og munu vera allvel launuð miðað við atvinnumarkaðinn hér. Það þarf því engan að undra að þessi fyrirtæki gangi í augun á fólki sem býr við ótrygga atvinnu og hefur af henni heldur rýra eftirtekju. Í þeim felst líka tækifæri til að nýta orkuna á Íslandi en þrátt fyrir ýmislegt tal um annað stökkva þau ekkert upp í fangið á fólki.
Álbræðslurnar eru að verða undir í vinsældakeppninni. Það er gott. En það þarf að spýta í lófana og ganga til verka á öðrum og hagstæðari sviðum við orkunýtingu til að dæma þær endanlega úr leik. Ætli Össur kallinn geri ekki sitt í ráðuneytinu til að ryðja betri háttum braut. Það held ég.
K.S. (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 09:27
Gunnar, nú topparðu sjálfan þig í röksnilldinni. Afleidd störf í stóriðju eru sem sagt jákvæð en afleidd störf í öðrum greinum jafnast á við að brjóta rúður!
Já Dofri. Bastiat var ansi snjall. Það er alls ekki sama hvaða afleidd störf verða til á fæðingardeild hagkerfisins. Þetta þurfa allir að vita sem fást við stjórnmál. Þetta eru baiscs.
Það er kaldhæðnislegt að stóriðjustefna undanfarinna ára sem Gunnar virðist helst vilja hverfa aftur til er einmitt það næsta sem þetta land hefur komist Stalínismanum.
Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér Dofri. Það er frekar hægt að segja að vanþróað markaðssamfélag Íslands hafi knúið fram fjármögnun og þáttöku ríkisins á vissum sviðum. Ég man ekki betur en að skilyrði flokks þíns fyrir næst-fyrstu stóriðju Íslands, álverinu í Straumsvík, hafi verið háð því að ríkið ætti að eiga meirihluta í henni. Að þessi krafa hafi komið frá þáverandi Alþýðubandalagi en sem núna er Samfylkingin og sem var á móti framkvæmdinni vegna þess að álverið var í eigu alþjóðafyrirtækisins. Vinsamlegast leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál.
Hinsvegar var fyrsta stóriðja Íslands framkvæmd af einkaframtakinu. Það voru einkaaðilar sem hófu síldarvinnslu í stórum stíl á Siglufirði og víðar. Þetta voru fyrstu frumkvöðlar stóriðju á Íslandi. Ef þessir aðilar hefðu ekki riðið á vaðið er hætt við að allt að 50% af útflutningstekjum Íslands í mörg ár, hefðu synt framhjá landinu, engum til gangs og oft í góðum veðrum. Þá væri Ísland mun fátækara í dag og þessi umræða okkar færi alls ekki fram. En svo kom ríkið og skar undan einkaframtakinu á þessu sviði því þá var enginn frjáls fjármálamarkaður til á Íslandi sem gat keppt við ríkiskassann.
Þessi umræða núna minnir á þá tíma þegar margir menn töldu að þessi sjávarútvegur og stóriðja í sjávarútvegi væri slæm fyrir samfélagið. Að upplausn yrði í samfélaginu. Þetta er því nokkuð sprenghlægileg umræða sem hér fer fram. Ef menn hefðu gert þessa skoðanakönnun þá, já, þá er ég viss um að útkoman hefði verið svipuð.
Auðvitað þarf að vera til meira en stóriðja á Íslandi. Það vinnur aðeins örlítill hluti þjóðarinnar við stóriðju en þetta eru samt trygg og góð störf. En Ísland getur alls ekki, og hefur alls ekki efni á að neita að nýta auðlindir sínar af hugsjónaástæðum. Það er svo augljóst. Ekkert land hefur efni á að sofa á verðmætum sínum.
Ef þú vilt ekki vinna í stóriðju hvar viltu þá vinna? Uppi í stillads á 10. hæð í kulda, roki og rigningu - úti á sjó í norðan 10 og ísingu, eða þú vilt kanski að við flytjum alla inn í umhverfismálageirann? Ég er að verða alvarlega hræddur um að í dag þá vinni fleiri í hinum krítíska, niðurrífandi og forsjáandi iðnaði en í hinum skapandi iðnaði þjóðfélagsins. Að það vinni nú þegar of margir við að brjóta rúður.
Ferðamannaiðnaður er góður en hann er samt háður mikilli óvissu og störf í þeim bransa eru oft illa launuð og því mun alltaf verða erfitt að manna þau með fólki sem hefur áhuga á þeim störfum, og sem uppfyllir þarfir kröfuharðra ferðamanna. Þetta er geiri sem getur kanski ekki vaxið mikið meira, og Ísland þolir alls ekki massa-túrisma. En þetta veit ég alls ekki, þetta er einungis ágiskun mín.
Ríkisrekin, niðurgreidd stóriðja sem hvorki greiðir gjöld fyrir losunarheimildir eða þann skaða sem hún veldur náttúru landsins - þeim dýrmæta arfi sem við, ríkasta kynslóð sem þetta land hefur séð, ættum að hafa efni á að varðveita frekar en að búta það niður og selja í megawöttum til að kaupa okkur fleiri fellihýsi og Landkrúsera!
Hvað meinarðu eiginlega með að stóriðja sé "niðurgreidd" ? Þú ætlast vonandi ekki til að stóriðja greiði sama verð og eldavélar neytenda ?
Af hverju ætti að greiða fyrir "losunarheimildir" ? Þetta eru einungis kenningar og sennilega nýju föt gamla keisarans - þ.e. vinstrisinnar sem eru enn eina ferðina að reyna að koma skóflunni undir kapítalismann.
Ísland þarf að sætta sig við að hýsa það fólk sem býr í landinu og sem einnig er hluti af náttúru landsins. Ef landið er ekki lagt í eyði af banvænum eldgosum, náttúruhamförum, ofbeit eða mönnum - hvað má þá gera við landið ?? Er þetta land bara uppá punt sem á að skoða á sunnudögum í góðu veðri? En landið er samt sem áður í mjög góðu ásigkomulagi eftir allar þessar "hamfarir" náttúru sem einnig eru menn. Það þarf einnig að passa vel uppá landbúnað Íslands. Að hann verði ekki drepinn.
Hvað er að því að kaupa fellihýsi og Land Cruser ?? Það er enginn sem skyldar þig til þess. En það eru samt margir sem myndu vilja það. Það er ekki okkar að skera úr um hvað fólk "á að vilja"
Já - við verðum að passa vel uppá að það vinni ekki of margir við að brjóta rúður í samfélaginu. Að það verði ekki öllum troðið í menntun mentunarinnar vegna og sem svo sannarlega getur verið góð ef hún nýtist vel, en menntun er samt mjög oft ofmetin þáttur, það er margsannað.
Stjórnmálamenn geta ekki einusinni bara reynt að giska á hvað atvinnulífið mun eftirspyrja af kjarnahæfileikum hjá starfsfólki framtíðarinnar. Þess vegna verða til Microsoft og Google án þess að neinn hafi séð fyrir hvað úr þeim gæti orðið. Það var frelsið sem skapaði þessi fyrirtæki. Þau hvíldu öll vel í vöggu velmegunar og nægs framboðs fjármagns og án afskipta og forræðis annarra. En það veit samt enginn hvar næstu Microsoft og Google verða til - þau gætu alveg eins sprottið af stóriðju eða virkjunum - það veit enginn.
Eins og ég sagði í byrjun þá átti Sovét fullt af menntun. En þeir önduðust samt. Það þarf meira til.
Gunnar Rögnvaldsson, 25.6.2008 kl. 10:03
Á nú að fara að taka skoðannakannanir Fréttablaðsins alvarlega? Hvenær hefur það nú átt sér stað? Núna í ljósi þeirrar samþykktar hjá þeim upphreppamönnum þá er verið að gefa grænt ljós á frekari stóriðju, sem betur fer, sama hvað þú segir að Össur segir eða hugsi. (Þetta að hugsa, það þarf að athuga nánar.)
365, 25.6.2008 kl. 10:13
Ég tek það fram að ég veit ósköp lítið um þessi mál sem og önnur mál almennt, en ég hef verið að velta einu fyrir mér. Þjóðinni á eftir að fjölga, atvinnutækifærum eiga eftir að fjölga, vinnustaðir & verksmiðjur (bæði stórar og smáar) eiga eftir að bætast við. Allt þetta kallar á orku. Til þess þarf mjög líklega að virkja meira. Skiljið hvert ég er að fara? Og hvað á að gera ... segja bara; sorrí, allt búið.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 14:20
Albert Sigurðsson:
Aftur á móti gerðu eldgos og hallæri stórt strik í reikninginn á Íslandi. Lega landsins gerði hugsnlegum liðsauka erfitt um vik. Sjálfsagt hafa Íslendingum líka verið mislagðar hendur eins og flestum, en eitt skópu þeir þó sem enn lifir og margir fá seint fullþakkað, nefnilega bókmenntir sem eru í fremstu röð í heiminum. Þetta er ekki aðeins afrek einstaklinga (Snorra) heldur líka þjóðararfs í formi menningar. Þessi arfur verður aldrei metin til peninga en er verðmætari en flest annað þegar mætum landsins eru gerð skil nú og alltaf. Þetta en á líka við um náttúruauðlindir og umhverfið.
Ekki veit ég hvort taki því að eyða orðum á slíka kreddufulla þrætubókarfræðinga sem Albert, en...
Aðrar þjóðir (þ.á.m. Norðmenn og Kvíbekkverjar) urðu líka fyrir barðinu á kólnandi loftslagi, sulti, seyru, drepsóttum og öðru viðlíka á undangengnum öldum, en réttu samt úr kútnum á 19. og 20. öld, þegar þeir iðnvæddust. Íslendingar tóku ekki að rétta úr kútnum fyrr en þeir báru gæfu til að afnema vistarbandið og fiskiðnvæddust. En fiskarnir í sjónum við Íslandsstrendur duga ekki til að framleyta framfleyta þjóð sem gerir slíkar kröfur til efnahagslegrar velsældar og Íslendingar gera. Þessi þjóð myndi unnvörpum flýja skerið eins og rottur sökkvandi skip ef þeir ættu allir að framfleyta sér á láglaunastörfum, við t.a.m. listsköpun og menningartengda ferðaþjónustu, meðfram hefðbundnu búhokri og veiðimennsku.
Bókmenntirnar sem Snorri & Co. náðu að festa á kálfskinn áður en þær glötuðust úr munnlegri geymd má þakka tvennu: (a) írskri sagnahefð (=innfluttri menningu að utan) sem blundaði enn með þjóðinni og (b) auðlegð og ríkidæmi höfðingja á fyrri hluta Sturlungaaldar. Hið síðarnefnda má þakka tvennu: (i) enn draup smjör af hverju strái, því enn hafði ekki tekist að eyða gróðurhulunni af landinu með ósjálfbærum sjálfsþurftarbúskap (þótt þegar væri búið að eyða að mestu skógunum) og (ii) verslun með skreið og aðrar lúxusafurðir á Evrópumarkað. Skreiðin var ígildi fallbyssufóðurs á vígvöllum Evrópu á þeim tíma, því með henni var hægt að geyma prótein og fóðra herfylkin.
Hefði landið ekki verið gjöfult og velmegun ríkt á tímum Snorra, hefði allur sá fjöldi kálfskinna löngu verið upp étinn áður en skríbentar hans náður að rita á þær bókmenntaverk. Og skríbentarnir unnið við þarflegra og meira aðkallandi sýsl en að krota sögur á skinn.
Vésteinn (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 20:16
Þetta eru ánægjulegar fréttir. Vondu fréttirnar eru samt þær þessi ríkisstjórn stefnir í að verða mesta stóriðjustjórn allra tíma. Nýtt álver á Bakka og stækkun í Hvalfirði. Og nú hefur viðskiptaráðherra rekið skóflu í svörð til heiðurs álveri við Helguvík. Þetta lítur hreint ekki vel út.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 20:45
66,7% íslenskra kvenna er samkvæmt könnuninni á móti frekari virkjunum til stóriðju. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóri Landsbankans er á öðru máli og segir að leiðin út úr efnahagsvandanum núna sé að nýta orkuauðlindirnar í landinu og laða að orkufrekan iðnað.
Sjálfur fæ ég ekki betur séð en að við séum farin að súpa seyðið af framkvæmdum s.l. 6-7 ára á Austurlandi. Ég hef trú á að orkan okkar eigi betra skilið en stóriðju og að mun betra verð fengist en það sem stóriðjan greiðir. Í arðsemisútreikningum gleymist einnig iðulega að setja verðmiða á náttúruna sem tapast við virkjanaframkvæmdir. Sameign þjóðarinnar er jú þrátt fyrir allt einhvers virði ef marka má álit íslenskra kvenna. Það er hins vegar sorglegt að enn skuli um helmingur karlmanna vera á þeirri skoðun að náttúruperlum skuli vera kastað fyrir stóriðju. Þeim fer þó ört fækkandi.
Hvers vegna skyldu konur ekki stjórna stóru bönkunum? Sigurjón með sínar 163,5 milljónir króna í laun og aðrar launatengdar greiðslur árið 2007 hefur ekkert betra fram að færa en meira af því sama sem nú hefur skilað okkur inn í býsna slæma stöðu efnahagsmála. Honum og mörgum öðrum fannst snjallt að einkavæða hagnaðinn á sínum tíma en nú skal ríkisvæða tapið, ekki satt?
Sigurður Hrellir, 26.6.2008 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.