7.7.2008 | 10:27
Að kunna að skammast sín
Það hefur verið mjög gagnrýnt að menn hafi ekki þrátt fyrir þessar reglur tekið þá ákvörðun að fjalla um hælismálið hér á Íslandi og þá vegna tengsla hans hér við, við eiginkonu hans og sem, sem að hér dvelur. Vandinn í þessu máli er einfaldlega sá að hún er hér í ólöglegri dvöl og án þess að ég vilji neitt ræða hennar sérstaka mál í einhverjum þaula, þá er það náttúrulega svo með mál útlendinga sem að dveljast ólöglega á Íslandi að þau eiga þann sameiginlega endapunkt sem felst í, í brottvísun. Þannig að það er náttúrulega tómt mál að tala um að sameina hann hér einhverri fjölskyldu sem verið er að brottvísa.
Þarna fer hinn setti forstjóri rangt með. Það skiptir engu hvort kona Ramses er ólögleg í landinu eða ekki, samkvæmt útlendingalögum ber að taka mál maka þess sem leitar eftir pólitísku hæli fyrir um leið og hælisleitanda. Í Dyflinnarreglugerðinni sem Útlendingastofnun skýlir sér á bak við í þessu máli er einnig mælst til þess að mál fólks í sömu fjölskyldu séu afgreidd saman.
Hauk Guðmundsson, settan forstjóra Útlendingastofnunar, skortir því engar heimildir til að breyta rétt í þessu tilviki. Skorturinn sem forstjórinn líður er á öðru sviði. Að fela sig á bak við það að kona á síðustu vikum meðgöngunnar skuli ekki hafa skutlast til Svíþjóðar á þriggja mánaða fresti til að vera lögleg í landinu er bæði staðlaust og lítilmannlegt. Hvort forstjórinn gerir það í pólitísku umboði síns æðsta yfirmanns væri forvitnilegt að vita.
Allt þetta mál er okkur Íslendingum til skammar. Minnir óþægilega mikið á Falun Gong og leit sérsveita í bílum útivistarfólks á hálendinu. Enda skammar stærstur hluti Íslendinga sín niður í tær yfir meðferðinni á þessari kenísku fjölskyldu.
Það er mikilvægt að kunna að skammast sín. Við sjáum það best þegar við horfum upp á embættisverk þeirra sem kunna það ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 490978
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Heyr heyr!
Andrés (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 10:51
Takk fyrir þessa ábendingu um útlendingalögin. Ég var ekki búin að átta mig á þessu ákvæði.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 11:04
Vel mælt. Er ekki líka svolítið einkennilegt að heyra manninn segja:
Ég hélt að annar mögulegur endapunktur væri sá að fólki væri veitt hæli af mannúðarástæðum, en það orð er kannski ekki til í orðaforða forstjórans.
Hvernig er annars með þingmenn Samfylkingarinnar, ætlar enginn að standa í lappirnar í þessu máli nema Mörður?
Jón Yngvi Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 11:06
Já alveg óskyljanleg hegðun gagnvart Paul, mannréttindabrot. . Einn rekinn úr landi og aðrir fá aðgang, 2 hælismenn frá Sri Lanka.
Kveðja Guðrún Ing
Aprílrós, 7.7.2008 kl. 12:59
Mikið er ég sammála þér.
Valsól (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:12
Ég var að lesa að ISG hefði beðið sendiherra Íslands á Ítalíu um að hlutast til um að Paul fengi réttláta málsmeðferð þar í landi. Það er bara því miður ekki nóg til að fullnægja réttlætisþörf almennings á Íslandi. Það þarf að flytja hann aftur til Íslands og taka mál hans og fjölskyldu hans fyrir hér á landi.
Daníel (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:23
Þetta mál er okkur til skammar, ég er alveg sammála þér í því. Við skulum bara heimta þennan mann hingað heim aftur, og hafa hátt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 14:43
Ég var að skoða lögin og því miður er þetta ekki svona einfalt. Það er endalaust hægt að flækja málin með formsatriðum. Samkvæmt lögunum þarf hælisleitandi að hafa dvalarleyfi áður en makinn kemur til landsins, til að þau eigi einhvern rétt.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 15:44
Katrín Theodórsdóttir, lögmaður Ramses, heldur öðru fram. Enda byrjar enginn hælisleitandi á því að sækja um dvalarleyfi áður en hann sækir um pólitískt hæli.
Það er enginn vafi á því að stjórnvöld hafa fulla heimild til að taka mál bæði Pauls og Rosmary til skoðunar saman - og ber í raun að gera það skv. tilmælum Dyflinarreglugerðarinnar. Viljinn stjórnvalda er hins vegar í hina áttina.
Dofri Hermannsson, 7.7.2008 kl. 16:03
Ekki var ráðherradóttirin rekin!! Þarf fólk að vera í klíkunni til þess að ekki sé troðið á því??Hvar er sanngirnin??Hvar er mannúðin?? Hún finnst ekki hjá íslenskum ráðamönnum,því miður!
Ásta Erna Oddgeirsdóttir, 7.7.2008 kl. 19:47
Sæll Dofri.
Þakka þér fyrir góða færslu og upplýsingar, sem ég ekki vissi.
Þetta mál er skömm fyrir embættismenn okkar.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 01:09
Takk fyrir fræðsluna og þennan pistil Dofri, djeskoti stendur þú þig annars vel.
Eva Benjamínsdóttir, 8.7.2008 kl. 01:17
Gripið úr umræðu um dvalarleyfi Paul Ramses og konu
hans undanfarna daga.
Í viðtali við Hauk Guðmundsson settan forstöðumann
útlendinga stofnunar þann fjórða júlí síðastliðinn
(s.l. föstudag) þá segir maðurinn þegar eru liðnar
svo mikið sem 6,26 mínútur af þættinum nákvæmlega
og orðrétt þetta:
" Það er alveg klárt mál, ef konan hefði verið hér
með lögmætum hætti þá er engin spurning við hefðum
fallist á þetta, alveg um leið"
Nú vil ég benda á kastljós þátt gærkvöldsins 7.
júlí, í viðtali við Katrínu Theodórsdóttur
lögfræðing Paul Ramses.
Strax í upphafi þáttar segir Katrín að Haukur
Guðmundsson hafi farið með rangt mál er hann talaði
um ólögmæta dvöl eiginkonu Paul Ramses á íslandi.
"Bæði er að eiginkonan er í löglegri dvöl þegar
Ramses sótti um hæli hér á landi og vegna
seinagangs í útlendinga stofnun þá rann leyfið út
meðan umsóknin var til meðferðar hjá stofnuninni."
Segir þetta okkur ekki að settur forstöðumeður
útlendinga stofnunar fór vísvitandi með rangt mál
og sendi Ramses úr landi á upplognum forsendum.
Það verðu fróðlegt að sjá hvernig þessu máli lýkur.
En svo er annað mál sem hægt er að benda á í
sambandi við ALLA þá hælisleitendur sem koma til
íslands, að spurning er hvort Dyflinar samkomulagið
eigi í raun og veru við hér þar sem óframkvæmanlegt
er að komast hingað öðruvísi en að koma frá öðru
evrópulandi. Finnst mér satt að segja skrýtið að
öll hin evrópulöndin sætti sig við þetta þar sem
þeirra skerfur af hælisleitendum er sennilega mun
stærri miðað við höfðatölu en íslendinga.
Ég vil taka fram að ég tel ekki USA eða Kanada með
þar sem dyflinarsamkomulagið á ekki við þar, enda
eru líkurnar á einhver hælisleitandi komi þaðan til
íslands hverfandi.
Miðað við þetta var Paul Ramses sendur úr landi á forsendum sem ég veit ekki hvort eru lögbrot eða ei, en allavega held ég að útlendingastofnun ætti að taka sig saman og sækja mannin áður en hann verður sendur til síns heimalands og jafnvel tekinn af lífi.
Karlotta (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.