Styðjum Ramses fjölskylduna

Undanfarin hádegi hefur sístækkandi hópur komið saman kl. 12 á hádegi fyrir utan Dómsmálaráðuneytið í Skuggasundinu til stuðnings Paul, Rosmary og Fidel Smára Ramses.

Í gær kom fram í máli ræðumanna að svo virðist sem mörg lög hafi verið brotin á fjölskyldunni þegar henni var tvístrað með svo harðneskjulegum hætti.

Í dag verður lokafundur þessarar fundaraðar haldinn á sama stað og tíma. Dómsmálaráðherra verða afhentar undirskriftir fjölda fólks og ítrekaðar kröfur um að Paul verði kallaður heim og mál hans tekið fyrir að nýju.

Ég skora á alla sem eiga möguleika á að kíkja í Skuggasundið kl. 12 og styðja góðan málstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Það er komin kæra til dómsmálaráðherra vegna þessa máls.  Gera verður ráðfyrir því að í þeim ferli verði málið skoðað heildstætt.  Það virðist sem að ekki sé allt sem sýnst hefur varðandi þessa fjölskyldu. En vonandi kemur hið sanna í ljós- bíðum þess.

Sævar Helgason, 10.7.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ester leggur undarlega mikið á sig til að reyna að klína einhverju misjöfnu á Paul Ramses. Eins og sjá má hér vill hún láta "ritskoða hvern einasta erlendan borgara niður í kjölin sem kemur hingað kvort sem hann er flóttamaður eða ekki". Henni virðist vera mikið í nöp við útlendinga almennt sem setur hana í erfiða stöðu því eðli málsins samkvæmt eru allir í heiminum útlendingar nema við!

Það er gaman að skoða hvað fólk sem er svona innstillt segir um sjálft sig. Persónulega finnst mér að Ester ætti að nota dálítið af þessari miklu réttlætiskennd sinni til uppbyggilegrar sjálfsgagnrýni.

Dofri Hermannsson, 10.7.2008 kl. 14:05

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Eins og ég held að öllum hafi skilist - með þinni undantekningu - er víðtækur stuðningur við það í samfélaginu að Ramses fjölskyldan njóti almennra mannréttinda s.s. að mál hennar fái efnislega meðferð, að fjölskyldunni sé ekki stíað í sundur og að lög séu ekki brotin á fólkinu.

Ólíkt þér finnst mér ekki að það þurfi að rökstyðja það sérstaklega af hverju einhver ætti að fá að njóta almennra mannréttinda. Af því þú ert svo mikið fyrir spaklegar setningar ætla ég að spá því að þú munir einhvern tímann fá að reyna afstöðu þína á eigin skinni - what goes around comes around!

Dofri Hermannsson, 10.7.2008 kl. 14:44

4 Smámynd: Katrín

það var einnig víðtækur stuðningur við það í samfélaginu að skotleyfi var gefið á ungan mann sem ásakaður var um  grimmdarlegt dráp á hundi sem gegndi nafninu Lúkas!

Prófaðu að gúggla nafnið Paul Ramses og sjá hvað kemur upp - jú íslenskar vefsíður.  Ef satt er að maðurinn hafi verið kosningastjóri Odinga ætti þá ekki eitthvað að vera að finna um manninn á fréttasíðum í Kenya og öðrum virtum fréttastofum?

Hefur þú fundið/hitt frænku Paul Ramses, sem einnig er þekktur undir nafninu Paul Pata?  Er hún til ? Margar aðrar spurningar vakna þegar svona máli er slegið upp í æsifréttastíl

Eitt er að vilja skjóta skjólshúsi yfir fólk í neyð en ég líð engum það að segja mér ósatt....því er það gott að málið er komið til dómsmálaráðuneytisins svo allt verði kannað ofaní kjölinn ekki virðast íslenskir blaða- og fjölmiðlamenn vera neitt æstir til þeirra verka. 

Katrín, 10.7.2008 kl. 16:46

5 Smámynd: Heidi Strand

Ég mæli með að Paul fá að koma til Íslands á meðan um mál hans er fjallað. Það má ekki sundra fjölskyldur á þennan hátt eins og gert er.

Íslendingar verða líka að taka ábyrgð af flóttamönnum.

Heidi Strand, 10.7.2008 kl. 21:29

6 Smámynd: Dofri Hermannsson

Bendi Ester og öðrum sem kunna að hafa svipaðar innréttingar að skoða http://andres.eyjan.is/

Dofri Hermannsson, 11.7.2008 kl. 13:45

7 Smámynd: Katrín

Photoshop er gott forrit,  til margra hluta nytsamlegt, þú ættir að prófa og sjá hvort þú getir ekki eignast innréttingu

Katrín, 12.7.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband