Vel að heiðrinum kominn

Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Ómar er vel að verðlaununum kominn og það var mikið happ fyrir land og þjóð að maður sem hefur jafn mikla þekkingu á landinu og hann skyldi hella sér út í umræðuna um verndun og virkjanir af þeim krafti sem hann hefur gert.

Það er ljóst að margir reyndu að leggja stein í götu Ómars og það mun á endanum koma í ljós hverjir það voru sem fóru að honum með hótunum. Það verður kannski tekið með í aðra útgáfu af myndaflokki um gerð Kárahnjúkavirkjunar, sem gæti orðið talsvert öðru vísi en sú sem undanfarið hefur verið endursýndur í Ríkissjónvarpinu og minnir mest á áróðursmyndir ráðstjórnarríkjanna.

Í nýjum myndaflokki mætti auk senunnar þar sem Ómari var hótað sýna keflaðan jarðeðlisfræðing og ábendingar frá honum stimplaðar "top secret" undir stóli þáverandi iðnaðarráðherra. Og margt fleira áhugavert.

Hvaða skoðun sem fólk hefur á virkjanamálum hljóta flestir að taka undir mikilvægi þess að fólk eins og Ómar og margir aðrir blandi sér í umræðuna með málefnalegum hætti. Upplýst umræða er alltaf til bóta.

Til hamingju Ómar.


mbl.is Ómar Ragnarsson verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Húrra. Ómar til forseta. Ómar yrði fínn forseti þegar Ólafur Þagnar hættir eftir fjögur ár.

Geturðu ekki Dofri innlimað þessa hreyfingu hans Ómars inn í Samfylkinguna? Við umhverfisverndarsinnar verðum að standa saman í einum flokki.

Sigurður Sigurðsson, 6.8.2008 kl. 14:51

2 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta er mikill og verðskuldaður heiður fyrir Ómar Ragnarsson.   Nú er tæpt ár í að mynd hans um Kárahnjúka verði frumsýnd ef allt gengur eftir hjá honum.  

Sævar Helgason, 6.8.2008 kl. 21:48

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ómar á þennan heiður skilinn. - Til hamingju Ómar !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.8.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband