13.8.2008 | 10:03
Gott mál!
Mér finnst það gott hjá Gísla Marteini að fara utan til að læra um hagfræði borga, hagkvæmni samgangna og annað sem skiptir verulegu máli í borgarsamfélaginu. Gísli hefur dregið Sjálfstæðisflokkinn í borginni talsvert langt í rétta átt í umhverfis- og samgöngumálum það sem af er kjörtímabilinu en flestum er eflaust í fersku minni málflutningur Sjálfstæðisflokksins í tíð R-listans.
Þá var Sjálfstæðisflokkurinn vinur einkabílsins númer 1 og háði heilög stríð fyrir ókeypis bílastæðum í miðborginni, breikkun gatna, mislægum gatnamótum. Dreifði meira að segja bæklingum í hús 2 dögum fyrir kosningar þar sem þeir sögðu það stefnu Samfylkingarinnar að setja stöðumæla fyrir utan leikskóla borgarinnar. "Let them deny it" taktíkin. Nú stendur sami flokkur fyrir umtalsverðri hækkun bílastæðagjalda um alla borg. Batnandi mönnum er best að lifa.
Það er alltaf gott að mennta sig og það er snjallt hjá Gísla Marteini að nota tækifærið núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn treður spínatið í hverju spori til að draga sig út úr vandræðaganginum. Hann ætlar sér væntanlega að koma ferskur inn í borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins á kosningavetri og líklega mun honum reynast það auðvelt. Samkeppnin verður varla hörð.
Í vetur hældi Ólafur F sér af því að hafa aldrei farið til útlanda á kostnað borgarinnar. Það er eins og hann líti ekki á það sem hluta af starfi sínu að sækja ráðstefnur um borgarmálefni og afla sér þannig aukinnar þekkingar. Skýrir reyndar ýmislegt.
Mér hefur fundist að það ætti jafnvel að vera meiri hvatning til borgarfulltrúa að sækja menntun og fróðleik um þau málefni sem þeim er treyst fyrir. Í mörgum stéttum er það álitinn nauðsynlegur hluti af starfinu að auka og dýpka þekkingu sína. Af hverju ætti það ekki að gilda um þá sem stjórna borginni?
Ég óska Gísla Marteini góðs gengis í náminu.
Gísli Marteinn hættir í borgarráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Gísli gæti til dæmis notað ferðina og kynnt sér lifnaðarhætti Sílamáva .. bara svona í leiðinni.
Óskar Þorkelsson, 13.8.2008 kl. 10:20
Ég sem stuðningsmaður Samfylkingar hef talið þig skynsaman Dofri, en þarna ferðu út yfir öll mörk finnst mér, Gísli er með allt niðrum sig og rúinn trausti borgarbúa, þeir settu t.d. Strætó á hausinn og að ætlast til að Reykvíkingar borgi allar flugferðirnar fyrir Gísla frá Skotlandi tvisvar í mánuði er algjörlega siðlaust að mínu mati. Blessaður maðurinn á að hætta alveg í borgarmálunum víst hann má ekki vera að því, það er skoðun mín.
Skarfurinn, 13.8.2008 kl. 10:37
Ég ætla rétt að vona að Gísli fari ekki að fljúga á milli á minn kostnað!!! Flug er orðið svo dýrt að maður er orðinn hnepptur í átthagafjötra - aftur - og ég er alls ekki til í að borga undir hann, ekki eina einustu ferð!
Ef Gísli vill endurmennta sig, sem er bara hið besta mál, verður hann að gera það alfarið á eigin kostnað.
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:41
Það kemur fyrir að ég er sammála þér og þetta er eitt af þeim skiptum.
Tryggvi L. Skjaldarson, 13.8.2008 kl. 10:42
Veit ekki hvaðan Skarfurinn hefur fengið þá hugmynd að Gísli ætli að fljúga á kostnað borgarinnar. Það er alveg úr lausu lofti gripið að því er ég best veit.
Dofri Hermannsson, 13.8.2008 kl. 10:51
Þú fylgist með því fyrir okkur...
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:52
Mér sýnist setan per fund borga flugferðina. Það er orðið jafn dýrt að fljúga milli Skotlands og Íslands, annars vegar, Reykjavíkur og Akureyrar, hins vegar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:10
Hefði ekki verið best að allur borgarstjórnarflokkurinn hefði farið í nám og að fyrri meirihluti hefði tekið við stjórn á ný ? Þetta fólk hefur enganveginn verið vandanum vaxið. Gísli má þó eiga það að hann hefur gert sé það ljóst og er hann maður meiri fyrir.
Sævar Helgason, 13.8.2008 kl. 11:17
Er það umhverfisvænt að fljúga tvisvar í mánuði frá Skotlandi til Íslands til þess eins að sitja fun í nokkra tíma?
Sigfús (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:34
Spurning Sigfúsar er frábær, þarna sést nú hve mikill umhverfissinni Gísli Marteinn blessaður er, auðvitað á að kalla inn varamann hans, maðurinn getur ekki bæði haldið og sleppt.
Skarfurinn, 13.8.2008 kl. 12:32
Hvað er þetta eiginlega, getiði ekki samfagnað því að Gísli Marteinn er að fara í mjög metnaðarfullt og krefjandi nám, sem einmitt virðist klæðskerasaumað fyrir mann sem ætlar sér að vera að lífi og sál í borgarstjórnarmálunum. Ég fagna því innilega þó ég verð seint talin til Sjálfstæðismanna í pólitík. Gísli er líka harðduglegur og hugmyndaríkur og á ábyggilega framtíðina fyrir sér í stjórnmálunum. Ég verð líka að egja það um Gísla Martein umfram marga aðra framagosana í pólitíkinni, sérstaklega úr Sjálfstæðisflokknum að hann er algerlega laus við hroka og yfirlæti. Gísli er alltaf málefnalegur og virðir andstæðinga sína í pólitík sem jafningja og hlustar og tekur tillit til skoðana þeirra og hugmynda. Það er mikið meira en hægt er að segja um margan stuttbuxnadrenginn í Fálkaflokknum. Greinin þín hér að ofan Dofri sýnir líka að þú mketur og virðir Gísla Martein sem mann og sem pólitískan andstæðing og óskar honum því alls hinns besta. Þú ert maður að meiru fyrir bragðið Dofri. Þetta illgirnis- og öfundarnagg sem hér skín í gegnum allt í athugasemdunum lýsir bara hvað viðkomandi eru litlir í hugsun og illa haldnir af öfund og þröngsýni !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 13:56
Guði sé lof að ég er ekki útsvarsgreiðandi í Reykjavík. Ég myndi ekki vilja að menn sem eru kjörnir til að vinna fyrir mig ,séu á flandri einhversstaðar útí heimi í námi eða hvaðeina og fljúgi svo heim á minn kostnað til að taka ákvarðanir um framtíð míns bæjarfélags.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 01:18
Dofri skora á þig sem varaborgarfulltrúa að kanna það hver mun greiða ferðakostnað Gísla Marteins milli Skotlands og Íslands, sú fullyrðing gerist háværari að allir Reykvíkingar þurfi að borga fyrir þetta brölt hans..
Skarfurinn, 14.8.2008 kl. 12:32
Ég veit það Skarfur að fyrir slíku eru engin fordæmi, engar reglur og þar af leiðandi engar heimildir. Samflokksmenn Gísla munu ekki vera svo ánægðir með þessa ráðstöfun hans að þeir fari að breyta því.
Dofri Hermannsson, 14.8.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.