Gott mál!

Mér finnst það gott hjá Gísla Marteini að fara utan til að læra um hagfræði borga, hagkvæmni samgangna og annað sem skiptir verulegu máli í borgarsamfélaginu. Gísli hefur dregið Sjálfstæðisflokkinn í borginni talsvert langt í rétta átt í umhverfis- og samgöngumálum það sem af er kjörtímabilinu en flestum er eflaust í fersku minni málflutningur Sjálfstæðisflokksins í tíð R-listans.

Þá var Sjálfstæðisflokkurinn vinur einkabílsins númer 1 og háði heilög stríð fyrir ókeypis bílastæðum í miðborginni, breikkun gatna, mislægum gatnamótum. Dreifði meira að segja bæklingum í hús 2 dögum fyrir kosningar þar sem þeir sögðu það stefnu Samfylkingarinnar að setja stöðumæla fyrir utan leikskóla borgarinnar. "Let them deny it" taktíkin. Nú stendur sami flokkur fyrir umtalsverðri hækkun bílastæðagjalda um alla borg. Batnandi mönnum er best að lifa.

Það er alltaf gott að mennta sig og það er snjallt hjá Gísla Marteini að nota tækifærið núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn treður spínatið í hverju spori til að draga sig út úr vandræðaganginum. Hann ætlar sér væntanlega að koma ferskur inn í borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins á kosningavetri og líklega mun honum reynast það auðvelt. Samkeppnin verður varla hörð.

Í vetur hældi Ólafur F sér af því að hafa aldrei farið til útlanda á kostnað borgarinnar. Það er eins og hann líti ekki á það sem hluta af starfi sínu að sækja ráðstefnur um borgarmálefni og afla sér þannig aukinnar þekkingar. Skýrir reyndar ýmislegt.

Mér hefur fundist að það ætti jafnvel að vera meiri hvatning til borgarfulltrúa að sækja menntun og fróðleik um þau málefni sem þeim er treyst fyrir. Í mörgum stéttum er það álitinn nauðsynlegur hluti af starfinu að auka og dýpka þekkingu sína. Af hverju ætti það ekki að gilda um þá sem stjórna borginni?

Ég óska Gísla Marteini góðs gengis í náminu.


mbl.is Gísli Marteinn hættir í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gísli gæti til dæmis notað ferðina og kynnt sér lifnaðarhætti Sílamáva .. bara svona í leiðinni. 

Óskar Þorkelsson, 13.8.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Skarfurinn

Ég sem stuðningsmaður Samfylkingar hef talið þig skynsaman Dofri, en þarna ferðu út yfir öll mörk finnst mér, Gísli er með allt niðrum sig og rúinn trausti borgarbúa, þeir settu t.d. Strætó á hausinn og að ætlast til að Reykvíkingar borgi allar flugferðirnar fyrir Gísla frá Skotlandi tvisvar í mánuði er algjörlega siðlaust að mínu mati. Blessaður maðurinn á að hætta alveg í borgarmálunum víst hann  má ekki vera að því, það er skoðun mín.

Skarfurinn, 13.8.2008 kl. 10:37

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég ætla rétt að vona að Gísli fari ekki að fljúga á milli á minn kostnað!!!  Flug er orðið svo dýrt að maður er orðinn hnepptur í átthagafjötra - aftur - og ég er alls ekki til í að borga undir hann, ekki eina einustu ferð!

Ef Gísli vill endurmennta sig, sem er bara hið besta mál, verður hann að gera það alfarið á eigin kostnað.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:41

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Það kemur fyrir að ég er sammála þér og þetta er eitt af þeim skiptum.

Tryggvi L. Skjaldarson, 13.8.2008 kl. 10:42

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Veit ekki hvaðan Skarfurinn hefur fengið þá hugmynd að Gísli ætli að fljúga á kostnað borgarinnar. Það er alveg úr lausu lofti gripið að því er ég best veit.

Dofri Hermannsson, 13.8.2008 kl. 10:51

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú fylgist með því fyrir okkur... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:52

7 identicon

Mér sýnist setan per fund borga flugferðina. Það er orðið jafn dýrt að fljúga milli Skotlands og Íslands, annars vegar, Reykjavíkur og Akureyrar, hins vegar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:10

8 Smámynd: Sævar Helgason

Hefði ekki verið best að allur borgarstjórnarflokkurinn hefði farið í nám og að fyrri meirihluti hefði tekið við stjórn á ný ?  Þetta fólk hefur enganveginn verið vandanum vaxið.   Gísli má þó eiga það að hann hefur gert sé það ljóst og er  hann maður meiri fyrir.

Sævar Helgason, 13.8.2008 kl. 11:17

9 identicon

Er það umhverfisvænt að fljúga tvisvar í mánuði frá Skotlandi til Íslands til þess eins að sitja fun í nokkra tíma?

Sigfús (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:34

10 Smámynd: Skarfurinn

Spurning Sigfúsar er frábær, þarna sést nú hve mikill umhverfissinni Gísli Marteinn blessaður er, auðvitað á að kalla inn varamann hans, maðurinn getur ekki bæði haldið og sleppt.

Skarfurinn, 13.8.2008 kl. 12:32

11 identicon

Hvað er þetta eiginlega, getiði ekki samfagnað því að Gísli Marteinn er að fara í mjög metnaðarfullt og krefjandi nám, sem einmitt virðist klæðskerasaumað fyrir mann sem ætlar sér að vera að lífi og sál í borgarstjórnarmálunum. Ég fagna því innilega þó ég verð seint talin til Sjálfstæðismanna í pólitík. Gísli er líka harðduglegur og hugmyndaríkur og á ábyggilega framtíðina fyrir sér í stjórnmálunum. Ég verð líka að egja það um Gísla Martein umfram marga aðra framagosana í pólitíkinni, sérstaklega úr Sjálfstæðisflokknum að hann er algerlega laus við hroka og yfirlæti. Gísli er alltaf málefnalegur og virðir andstæðinga sína í pólitík sem jafningja og hlustar og tekur tillit til skoðana þeirra og hugmynda. Það er mikið meira en hægt er að segja um margan stuttbuxnadrenginn í Fálkaflokknum. Greinin þín hér að ofan Dofri sýnir líka að þú mketur og virðir Gísla Martein sem mann og sem pólitískan andstæðing og óskar honum því alls hinns besta. Þú ert maður að meiru fyrir bragðið Dofri. Þetta illgirnis- og öfundarnagg sem hér skín í gegnum allt í athugasemdunum lýsir bara hvað viðkomandi eru litlir í hugsun og illa haldnir af öfund og þröngsýni !   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 13:56

12 identicon

Guði sé lof að ég er ekki útsvarsgreiðandi í Reykjavík. Ég myndi ekki vilja að  menn sem eru kjörnir til að vinna fyrir mig ,séu á flandri einhversstaðar útí heimi í námi eða hvaðeina og fljúgi svo heim á minn kostnað til að taka ákvarðanir um framtíð míns bæjarfélags.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 01:18

13 Smámynd: Skarfurinn

Dofri skora á þig sem varaborgarfulltrúa að kanna það hver mun greiða ferðakostnað Gísla Marteins milli Skotlands og Íslands, sú  fullyrðing  gerist háværari að allir Reykvíkingar þurfi að borga fyrir þetta brölt hans..

Skarfurinn, 14.8.2008 kl. 12:32

14 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ég veit það Skarfur að fyrir slíku eru engin fordæmi, engar reglur og þar af leiðandi engar heimildir. Samflokksmenn Gísla munu ekki vera svo ánægðir með þessa ráðstöfun hans að þeir fari að breyta því.

Dofri Hermannsson, 14.8.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband