Metorðastigi Framsóknar

Stærsta fyrirtæki borgarinnar og einu stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins er núna stjórnað af manni sem var í 14. sæti á lista Framsóknarflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum! Lista sem rétt marði það að koma einum manni að í borgarstjórn.

Þetta feita embætti færi Guðlaugur að launum fyrir að vera harðdrægur hvatamaður innan "grasrótarinnar" í Framsókn fyrir hinu nýja meirihlutasamstarfi.

Það rifjar upp fyrir manni þessa góðu mynd af metorðastiga Framsóknarflokksins.

Metorðastigi Framsóknar

mbl.is Guðlaugur Sverrisson nýr formaður OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Framsóknarmenn ganga ekki framhjá sínu fólki til að taka við flokkaflækingum héðan og þaðan til að valda stöður í pólitísku valdatafli.  Hvað eru margir utanflokka á spena Samfylkingar núna?  Marsibil, Margrét Sverris, Guðrún Ásmundsdóttir.... eru fleiri?     Hvað er gengið framhjá mörgum sem voru á lista og unnu málefnunum gagn í síðustu kosningabaráttu?   Er hugsjónin föl fyrir völdin ein?  Eða er engin hugsjón og því sjálfsagt að vista út sætin til annarra flokka sem hafa áhuga ?

G. Valdimar Valdemarsson, 21.8.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Heyrðu G.

Engin þeirra ágætu kvenna sem þú nefnir hafa mér vitanlega fengið mjög bitastæð embætti í boði Samfylkingarinnar. Hins vegar er það mergurinn málsins að "Framsóknarmenn ganga ekki framhjá sínu fólki" enda hafa þeir afbakað hlutverk stjórnmálamanna. Þess vegna hafa flest þau efstu af framboðslista ykkar hætt í flokknum af hreinni skömm eða sagt af sér. Kallaðu það bara róg og lygi ef þér sýnist.

Sigurður Hrellir, 21.8.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hvernig afbakað Sigurður?   Eru menn ekki flokkum tll að vinna sameiginlegum skoðunum brautargengi?  Og þessvegna fara samflokksmenn í störfin.  Er það afbökun?    Þú ert svo blindur af einhverju hatri að það skiptir ekki öllu hvað þú segir eða skrifar... bara að kasta skít það er það eina sem vakir fyrir þér.

G. Valdimar Valdemarsson, 21.8.2008 kl. 13:53

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég hata ekki Framsóknarmenn persónulega enda á ég bæði ættingja og kunningja sem enn starfa með flokknum. Hins vegar tel ég þá afbaka hlutverk stjórnmálamanna þegar þeir vinna með sérhagsmuni að leiðarljósi. Eins og þú hefur eflaust rekið þig á er ég hreint ekki einn um þá skoðun.

Bitruvirkjun er eitt dæmi um þessa Framsóknarmennsku þar sem vilji almennings (samkvæmt skoðanakönnnun) er hafður að engu því að ákveðnar verkfræðistofur og verktakar vilja græða á framkvæmdinni. Þess vegna hrynur fylgið líka af flokknum. Að mínu mati er leyndin á bak við fjármál stjórnmálaflokkanna ein versta ógnin við lýðræði á Íslandi.

Sigurður Hrellir, 21.8.2008 kl. 14:47

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

En athugaðu það, Dofri, að úr þessum stutta stiga má fá góða viðspyrnu og stökkva yfir í aðra hærri og brattari stiga þar sem fleiri berjast um hverja rim.

Skeggi Skaftason, 21.8.2008 kl. 15:03

6 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Sæll Dofri

Merkilegt hvað menn eins og þú eru bitrir út í okkur framsóknarmenn.

Ég reyni nú að forðast að kalla alla samfylkingarmenn andlega vanheila eins og þú hefur gaman að stimpla mig og mitt fólk í stað málefnalegrar umræðu. En verði þér af því og vonandi líður þér betur fyrir vikið. 

Bestu kveðjur

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 21.8.2008 kl. 15:26

7 identicon

Mér finnst nú ágætt að Framsókn kastar af sér félagshyggjugrímunni sem passar svo ílla á hana. Pilsfaldur Framsókarmaddömunnar hefur alltaf verið víður og hún sér um sína.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 15:31

8 Smámynd: Sævar Helgason

Auðvitað er það peningamaskínan í Framsókn sem hefur knúið þetta fram... Það er engin félagshyggja á þeim bænum... Auðhyggjan hefur tekið við af manngildinu...

Sævar Helgason, 21.8.2008 kl. 16:17

9 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Það er aldeilis stórmannlegt að kalla andstæðinga manns í stjórnmálum "andlega eftirbáta" en segir kannski meira um þig sjálfan en okkur framsóknarmenn.

Annars er ágætt að fá svona kveðju frá varaborgarfulltrúa S, góð áminning fyrir okkur sem í fyrstu vorum að vonast eftir meirihluta með Samfylkingunni um hver raunverulegur samstarfshugur er úr þessari átt.

Karl Hreiðarsson, 21.8.2008 kl. 16:29

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er sko farinn að skrá mig í Framsókn !!!

Sævar Einarsson, 21.8.2008 kl. 16:48

11 Smámynd: Liberal

Segðu mér Dofri, hvaða eiginleika hafði Bryndís Hlöðversdóttir til að bera til að vera stjórnarformaður í OR síðast þegar Samfylkingin var við völd?  Var hennar kunnátta og þekking á orkumálum óumdeilanleg og framúrskarandi?

Eða var henni komið þar fyrir sem sárabót fyrir það að vera sparkað af þingi þegar varaþingmaður ykkar í Reykjavík þurfti "nauðsynlega" að komast að á Alþingi sem fullgildur þingmaður?

Mér finnst þið í Samfylkingunni vera komin ansi langt í hræsninni; Dagur talar um heilindi í stjórnmálum (aðeins örfáum misserum eftir að formaður flokksins sveik loforð við kjósendur um að sitja sem borgarstjóri ALLT kjörtímabilið sem þá var að ganga í garð.

Nú eða þegar menn tala um klækjastjórnmál af vandlætingu en kjósa að gleyma því að þeir lokkuðu Bingó til sín á sínum tíma með gylliboðum... og reyndu sitt ítrasta bara í síðustu viku til að fá sitjandi borgarstjóra til að hætta í pólitík til að koma að varamanni hans (við hverja hann hefur ekki talað við í næstum ár og vandar ekki kveðjurnar í blöðunum í gær og dag) til að sprengja meirihluta og koma vinstrimönnum til valda.

Og bjóða svo "óháðum" varamanni Framsóknar sæti í nefndum á vegum Samfylkingarinnar... er Samfylkingin samastaður allra óháðra? 

Kannski Dagur og þið hin ættuð að tóna dramatíkina aðeins niður og muna eftir eigin skammarstrikum.  Og nú er hætt við að það fjölgi í þeim hópi sem mun hjálpa ykkur, og öðrum, að muna eftir þeim.

Liberal, 21.8.2008 kl. 21:02

12 identicon

Fundur settur í borgarstjórn. Stærsta fyrirtæki okkar sem veltir milljörðum og skuldar á annað hundrað milljarða þarf nýjann stjórnarformann. Hvernig mann/konu áð velja? Sérfræðing í orkumálum eða fjármálasnilling?

Svarið er veljum einhvern flokkshollan, rekstur og afkoma OR skiptir engu máli!

Garðar (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 21:05

13 Smámynd: Dofri Hermannsson

Hinum ónafngreinda Liberal til upplýsingar var það meðvituð ákvörðun þegar Dagur og félagar tóku við að setja í stjórn OR fólk sem ekki væri svo nátengt REI atburðunum að það gæti skaðað OR eða REI. Það er nú ástæðan fyrir því að Bryndís Hlöðversdóttir var ráðin tímabundið til að stýra þessu mikilvæga fyrirtæki.

Dofri Hermannsson, 21.8.2008 kl. 21:55

14 identicon

Voðalega er Samfylkingarfólk svekt yfir því að komast ekki til valda í borginni.  Og guð hjálpi mér ef Samfylkingin hröklast úr ríkisttjórn, (sem gerist vonandi fjótlega).  Það yrði nú ljóti grátkórinn!

Væri eitthvað betra að hafa manneskju eins og Þórunni Sveinbjarnardóttur sem stjórnarformann OR?  Þá fyrst verður það slæmt.  OR yrði lögð niður því að mati slíks stjórnarfarmanns er OR í óumhverfisvænum iðnaði.

Dofri, veistu ekki að Samfylkingin er stærsta atvinnumiðlun landsins?  Hefur það farið fram hjá þér hversu dugleg ISG hefur verið að troða vinkonum sínum í góð og feit opinber embætti síðan hún varð ráðherra?   Nú ráðning Össurar á Guðna pólitískum vini sínum sem orkumálastjóra, og ráðning ferðamálastjóra á konu sem hafði litla reynslu aðra en þá að hafa verið í Röskvu.  Ekki má gleyma ráðningu forstjóra Varnarmálastofnunar, en mamma Ellísif Tinnu var með ISG í Kvennalistanum.  Já, Dofri, Samfylkingin sér um sína! 

Hættið svo að svekkja ykkur yfir því að þið komust ekki í meirihluta.  Nýi meirihlutinn er stórfínn.  Til hamingju Reykvíkingar!

Hjálmar Fr. Þórðarson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 09:25

15 identicon

Skemmtilega ómálefnalegt. Ágætt að menn hafi gefið sér tíma til að reka þetta ofan í þig.

"Stærsta fyrirtæki borgarinnar og einu stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins er núna stjórnað af manni sem var í 14. sæti á lista Framsóknarflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum! Lista sem rétt marði það að koma einum manni að í borgarstjórn."

Ok gott og vel, Framsóknarflokkurinn valdi einhvern sem þeir treysta í þessa stöðu og svo vill til að hann var neðarlega á lista hjá flokknum í síðustu borgarstjórnarkosningum - sjónarmið útaf fyrir sig að það sé slæmt fyrirkomulag.

En segðu mér í hvaða sæti var Bryndís Hlöðversdóttir á lista hjá Samfylkingunni ?

Glerbrot falla á allt og alla

Barði Barðason (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband