Óskar III og pólitískt umboð

Í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar sigraði Björn Ingi Hrafnsson með yfirburðum, Anna Kristinsdóttir hafnaði í 2. sæti og Óskar Bergsson í því þriðja. Anna Kristinsdóttir tók niðurstöðunni illa, hætti við að taka 2. sætið og Óskar fluttist því upp í annað sæti á lista.

Í framhaldinu náði Framsóknarflokkurinn naumlega að koma einum manni, Birni Inga Hrafnssyni, að í borgarstjórn sem eftir tæp tvö ár hætti sem borgarfulltrúi. Þar með var Óskar III orðinn borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Þjakaður kvíða yfir ítrekuðu pilsnerfylgi í skoðanakönnunum sumarsins ákvað hann - í andstöðu við varaborgarfulltrúa sinn - að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn með trausti rúnum borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.

Hann hefur lýst skorti á stuðningi varaborgarfulltrúa síns og veiku pólitísku umboði sínu sem tækifæri. Sú staðreynd að hann þarf ekki að nota Marsibil hefur veitt honum tækifæri til að leita neðar á listann og í "hinn harða kjarna" flokksins eftir hentugum samstarfsmönnum. Mönnum eins og Gunnlaugi Sverrissyni, 14. manni á lista flokksins sem naumlega kom einum manni að í síðustu kosningum.

Óskar lýsti mannkostum Gunnlaugs í morgunútvarpinu um daginn. Af því hann er líkt og Óskar smiður sem hefur bætt við sig viðskiptamenntun og "traustur vinur" telur Óskar Gunnlaug hæfastan manna til að gegna stöðu stjórnarformanns Orkuveitunnar og að leysa hann af við að stjórna framkvæmdaráði borgarinnar.

Og auðvitað er þetta rétt hjá Óskari. Það eru tækifæri en ekki galli að vera laus við fólk með pólitískt umboð kjósenda. Óskar veit af reynslunni að fólk með pólitískt umboð getur oft verið erfitt í samstarfi. Sumt jafnvel með sannfæringu og telur sig skuldbundið kjósendum sínum til að hafa óhentugar skoðanir.

Traustur vinur getur hins vegar eins og allir vita gert kraftaverk!


mbl.is Vafi um kjörgengi varafulltrúa Framsóknarflokks í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta kallast lýðræði á Íslandi! Þessi litli flokkur sem hefur ekkert umboð lengur frá kjósendunum fær samt einhvern veginn að pota sínu í gegn. Alveg ótrúlegt að það skuli vera hægt.

Úrsúla Jünemann, 4.9.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Þið getið eitt allri ykkar orku og tíma að rífast um völd, en leifið bullinu í borgarskipulagi að halda stjórnlaust áfram. Var það ekki Óskar Bergsson sem seldi Þórðarhöfðann 4,5 ha. á tombólu prís, á besta framtíðar miðbæjarsvæðinu?

Svæði þar sem ætti að reisa nýjan miðbæ.

Sturla Snorrason, 4.9.2008 kl. 15:09

3 Smámynd: corvus corax

Óskar 3. er asni og Anna Kristinsdóttir öllu verri!

corvus corax, 4.9.2008 kl. 18:34

4 identicon

Ertu að meina að hann hefði, vegna andstöðu varaborgarfulltrúa síns, að hætta við allt saman?  Er það virkilega þannig að þegar borgafulltrúar er t.d. að greiða atkvæði á fundum sé varla fundarfriður vegna símtala til varaborgarfulltrúa þeirra sem greiða eiga atkvæði?

Því miður var þessi niðurstaða sú eina í stöðunni.  Samfylkingin var búin að gefa út yfirlýsingu um að ekki kæmi til greina að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og ekki var raunhæft að endurvekja tjarnarkvartettinn með Ólaf F. innanborðs.  Þannig má segja að mistökin hafi fyrst of fremst verið Dags B. þegar hann gaf út áðurnefnda yfirlýsingu, en meirihluti D og S hefði sennilega verið best til þess fallin að þjóna lýðræðinu miðað við niðurstöður kosninga.

Varðandi starfshætti við skipanir í stjórnir fyrirtækja er ég á þeirri skoðun að þegar um opinber fyrirtæki er að ræða ætti að ráða stjórnendur á faglegum forsendum fremur en pólítískum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var sama sinnis alveg þar til hún komst í þá stöðu að hafa eitthvað um þessi má að segja enda hefur hún kosið að stunda það sem hún sjálf gagnrýndi hvað harðast þ.e. að skipa vini sína og samflokksmenn í stöður óháð faglegum forsendum og þá hefur hún lagt sig sérstakelga fram um að fjarlægja all þá sem Framsóknarflokkurinn hefur skipað í ábyrgðarstöður.

Og er þá skrítið að maður spyrji: Hver er munurinn á kúk og skít?

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband