Landskipulag - fundur Græna netsins á morgun


Hverju breytir landskipulag? Verður það samþykkt?


Helgi Hjörvar og Sigurður Ásbjörnsson tala um landsskipulag á spjallfundi Græna netsins nk. laugardag.

Helgi Hjörvar formaður umhverfisnefndar alþingis og Sigurður Ásbjörnsson starfsmaður Skipulagsstofnunar verða málshefjendur á spjallfundi Græna netsins um landsskipulag á laugardaginn 6. september. Fundurinn er haldinn á Kaffi Hljómalind á Laugavegi 23 í Reykjavík, kl. 11 árdegis.

Ákvæði um landsskipulag í skipulagslagafrumvarpi umhverfisráðherra hafa valdið ágreiningi meðal sveitarstjórnarmanna og þingmanna, og veruleg andstaða hefur komið fram við þau innan Sjálfstæðisflokksins. Náttúruverndarmenn hafa hins vegar lagt mikla áherslu á landsskipulag sem leið til að rjúfa alveldi sveitarfélaga í skipulagsmálum og koma að almannahagsmunum.

Þegar þessi auglýsing er skrifuð er enn ekki ljóst hvort málið verður afgreitt á nýhöfnu septemberþingi en það skýrist væntanlega fyrir fundinn á laugardag þar sem Helgi segir frá gangi mála á þinginu. Sigurður segir okkur aftur á móti frá helstu þáttum hugmynda um landsskipulag og hvernig það virkar í grannlöndum.

Ef vel liggur á stjórninni er hugsanlegt að hún leggi fyrir fundinn tillögu til ályktunar um þessi mál.

Allir velkomnir á fundinn á Hljómalind.

Stjórnin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband