5.9.2008 | 13:38
Er ekki svarið augljóst?
Tómas Hafliðason sem bloggar sem Potturinn furðar sig á skjótum metorðum ungs framsóknarmanns. Hann segir í bloggi sínu:
Ég held að allir flokkar séu í vandræðum með að ná öflugt fólk, ég veit ekki hvort þetta sé einsdæmi en ég var að lesa eitthvað sem heitir Sufari vikunnar. En þar er ungur Framsóknarmaður spurður eftirfarandi spurningar:
Hefur þú starfað eitthvað innan Framsóknar? Ekki mikið. Hóf þátttöku í flokkstarfi fyrir ári ríflega ári síðan. Er formaður FUF í Mýra- og Borgarfjarðasýslu. Er í stjórn SUF ásamt nefndarsetu í fræðslu- og kynningarnefnd. Þá sit ég í miðsstjórn flokksins fyrir NV-kjördæmi.
Hann byrjar á að taka fram að hann hafi ekki starfað mikið og bara hafði þáttöku fyrir rúmu ári síðan samt sem áður er hann í stjórn SUF og í miðstjórn flokksins.
Hvar væri hann ef hann hefði starfað mikið?
Tvö af mörgum réttum svörum gætu verið formaður Orkuveitunnar og varamaður í borgarráði. Metorðastiginn í Framsókn er þénugt tæki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Fallegt af þér að kíkja inn á suf.is en óttalega þarftu að vera með lúalegar athugasemdir á annars mjög fínan strák. Hann Heiðar Lind er mjög skarpur og vinnusamur strákur sem þú ræðir hér um. Það að mæra hans mannorð á þeim einu forsendum að hann er ungur Framsóknarmaður, það er skítlegt athæfi.
Hans vinna í Framsókn er í sjálfboðavinnu og hann fær ekki krónu fyrir. Ég held að þú ættir að eyða launuðum tíma þínum sem varaborgarfulltrúi í betri hluti en þetta.
Hlini Melsteð Jóngeirsson, 5.9.2008 kl. 15:58
Ósköp er að heyra í þér, Hlini. Er það virkilega svo að framsóknarmennska sé sjálfboðaliðastarf... eða gæti verið að menn vinni jafnvel sjáfboðavinnu hjá örðum flokkum líka?
Þar fyrir utan þá minnist Tómas ekki (og Dofri reyndar ekki heldur) einu orði á mannkosti Heiðars Lindar eða skort á þeim. Menn eru einfaldlega að dáðst að því hve ungi maðurinn hefur verið snöggur að til metorða. Bentu mér á hvar hæfileikar hans eru dregnir í efa.
Svo er hitt að mæra einhvern hefur nú hingað til ekki talist "skítlegt athæfi". Sögnin að mæra þýðir að lofa, dásama. Kannske hittir þú bara naglann á höfuðið. Tómas og Dofri eru að mæra hann félaga þinn... hversu "skítlegt" það er átta ég mig hins vegar ekki á.
Emil Örn Kristjánsson, 5.9.2008 kl. 17:11
Afsakið, á að sjálfsögðu að vera "öðrum flokkum"
Emil Örn Kristjánsson, 5.9.2008 kl. 17:13
Sæll Emil,
Gæti vel verið að ég hafi einmitt skollið saman hjá mér. Mæra átti að vera skíta út, hvernig ég fór að því að villa þessu saman veit ég ekki en það gerðist. Takk fyrir að benda mér á þetta.
Þessi færsla er að mínu mati hér til að vekja tortryggni á félaga mínum og mér finnst það ljótt að sjá. Eina ástæðan fyrir þvi hversu mörg hlutverk Heiðar hefur er vegna þess að hann vill vinna að góðum málum og gefur sér tíma í það. Það er gert án launa eins og margir aðrir gera í öðrum flokkum, ef það má ekki lengur án þess að það verður að gefa í skyn að einhvað óheiðarlegt á sér stað þá mun fólk fljótt hætta að vinna fyrir flokka almennt.
Ég spyr hver er tilgangurinn með þessari færslu annað en að berja á unga framsóknarmanninum?
Hlini Melsteð Jóngeirsson, 5.9.2008 kl. 17:40
Ágæti Hlini. Tilgangur færslunnar var síður en svo að særa göfugar tilfinningar nafngreindra ungra og duglegra framsóknarpilta. Það sem Tómas Hafliðason var að kasta fram og ég að botna er í raun öfund okkar í ykkar garð vegna hins lipra og hagnýta áhalds - metorðastiga Framsóknarflokksins. Ekkert persónulegt, svo ekki vera gnafinn.
Dofri Hermannsson, 5.9.2008 kl. 21:11
Maður hlýtur að sýna þessum ungu hugsjónamönnum lotningu enda fá þeir ekki krónu fyrir að líkna öldruðum og deyjandi stjórnmálaflokkum. Vegir Framsóknar eru órannsakanlegir!
Sigurður Hrellir, 6.9.2008 kl. 09:13
Minnir mig á setningu í Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Þar segir um Gissur Þorvaldsson jarl (sem fæstir vita víst um í dag að hafi verið til)
-Hann hlaut ungur mikil völd og fór gætilega með. -Erum við kannski að horfa á upphaf að nýjum Gissuri Þorvaldssyni? Og hver verða þá afdrif Sturlunganna í Sjálftökuflokknum?
Árni Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 13:25
Ég verð nú að fá að tjá mig frekar á þessum vettvangi hérna.
Hlini, hvernig getur nokkur verið að skapa tortryggni garð félaga þíns með ofangreindri færslu? Það vill til að Heiðar Lind er hvergi nefndur á nafn í þessari umræðu fyrr en þú nafngreinir hann í athugasemd þinni.
Að vísu er nefnt að hann sé formaður ákveðins framsóknarfélags en það veit Guð að mér og líklega flestum öðrum sem lesa þetta blogg gæti ekki verið meira sama hver er formaður FUF í Borgarfjarðar- og Mýrarsýslu og það hefði ekki hvarflað að mér að leita það uppi.
Mannkostir Heiðars Lindar eru heldur hvergi dregnir í efa. Þó menn greini reyndar á um það hvort framsóknarmennska teljist til mannkosta.
Að ég hafi gefið það í skyn að eitthvað óheiðarlegt eigi sér stað þegar fólk vinnur sjálfboðavinnu fyrir þann stjórnmálaflokk, sem það styður, er þín eigin ímyndun. Ég mátti bara til að gera svolítð at í þér fyrir að hafa nefnt jafn eðlilegan hlut sem eitthvað sérstakt.
Ofangreind færsla er ekkert annað en skot á Framsóknarflokkinn, sem þú virðist eiga svolítið erfitt með að skilja. Ég leyfi mér samt að ætla að Framsóknarflokkurinn, þó smár sé, geti vel staðið af sér svona smárokur í moldviðri stjórnmálanna.
Emil Örn Kristjánsson, 6.9.2008 kl. 15:20
Það er sama hversu hæfur einstaklingurinn er menn þurfa almennt að sanna sig og afla sér reynslu í öðrum flokkum áður en þeim eru rétt völd. Það er staðreynd að í Framsókn fara þeir sem sýna einhvern vott að hæfileikum mjög hratt upp á við. Hvernig útskýrirðu annars ferðalag úr mjög lágu sæti á framboðslista inn í borgarráð og stjórnarformennsku í næst stærsta orkufyrirtæki á landinu. Framsóknarflokkurinn er því orðinn draumur tækifærissinnans og ábyrgðarlaus eftir því...
IG (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 17:28
Hvað var hinn annars ágæti fyrrverandi borgarstjóri Dagur B. Eggertsson búinn að starfa lengi innan Samfylkingarinnar þegar hann varð borgarstjóri?
Eða hinn annars ágæti borgarfulltrúi Samfylkingar Björk Vilhelmsdóttir?
Eða hinn ágæti fulltrúi Samfylkingarinar í Velferðarráði Marsibil Sæmundardóttir?
Eða hinn ágæti harmonikkuleikari og leikfélagii Dofra - Guðmundur Steingrímsson?
Hræsnin í ykkur Samfylkingarfólki gengur stundum út fyrir allan þjóðfabálk!
Hallur Magnússon, 7.9.2008 kl. 18:42
Út yfir allan þjófabálk - vildi ég frekar segja!
Hallur Magnússon, 7.9.2008 kl. 18:43
Já talandi um framsóknarmenn, hvað þurfa þeir að starfa lengi innan flokksins áður en flokkurinn kemur þeim í stöður miljarðamæringa hérna á Íslandi? Framsóknarflokkurinn er ekkert annað en spillingarbæli og stór undarlegt að heiðarlegt fólk skuli leggja lag sitt við þetta fyrirbæri. Ég get ekki skilið hvernig menn geta stutt svona flokk, bara get ekki með nokkru móti skilið það. Þetta er flokkurinn sem hélt hreppaflutningum við lýði langt fram á 20. öldina á meðan allar aðrar þjóði Vestur Evrópu voru löngu búnar að leggja slíkt ódæði af. Síðan kom Sambandið með öllum sínum bitlingum og svo kvótakerfið þar sem sjálfur formaðurinn og fjölskylda hans stórgræddi á öllu saman. Síðan var það bankasalan eða réttara sagt gjöfin til manna innan flokksins, sem í dag eru miljarðamæringar. Þeim var lánað fyrir öllu saman og þurftu aldrei að leggja til krónu. Þetta er bara spilling og ekkert annað og furðulegt að nokkur maður skuli styðja þetta flokksskrípi. Er heiðarleikinn einskis virði? Það þýðir ekkert annað en að segja hlutina umbúðalaust og í raun óþolandi að fjölmiðlar skuli ekki sinna skyldu sinni í þessum efnum. Ég á þá ósk að þessi flokkur geyspi golunni í næstu kosningum.
Eins og þið sjáið þá er mér mikið niðri fyrir og ég vona að ég særi ekki fólk með þessum skrifum, en ef þetta kemur við einhvern, þá má hinn sami spyrja sig ,,hvers vegna það geri það".
Valsól (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:06
Hinir fáu Framsóknarmenn sem enn fyrirfinnast innanbúðar í flokknum eru oft nokkuð viðkvæmir. Einn þeirra, titlaður formaður málefnanefndar miðstjórnar Framsóknarflokksins (sic.) tók nýlega athugasemd mína óstinnt upp, sjá hér. Annað hvort eru þessir menn í bullandi afneitun eða þá að þeir hafa alls ekkert siðgæði. Það hlýtur að vera hægt að losna við þessa óværu áður en hún nær 100 ára aldri.
Sigurður Hrellir, 7.9.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.