Að rasa um ráð fram

Þótt við Íslendingar séum býsna djarfhuga, hugmyndaríkt og öflugt fólk upp til hópa þá verður að segjast eins og er að oft ætlum við okkur um of. Stundum væri hyggilegt að fara hægar.

Við erum vissulega með fremstu þjóðum í nýtingu jarðhita bæði til hitaveitu og raforkuframleiðslu. Það er hins vegar miklu meira af óupplýstum leyndardómum á þessu sviði en upplýstum. Eins og Orkustofnun og ýmsir leikir og lærðir bentu á í umræðunni um Bitruvirkjun er alls ekki nægilega mikið vitað um jarðhitageyminn í Henglinum. Hugsanlegt er að hann hafi verið talsvert ofmetinn.

Nú erum við að nýta um 13% af þeirri orku sem upp úr jörðinni kemur. Hitt fer að mestu til spillis. Það er mjög mismunandi hvort orkugeymarnir sem verið er að nýta eru orkulindir - þ.e. hvort hitinn endurnýjast vegna tengingar við kvikuhólf - eða hvort þarna er um jarðhitanámu að ræða sem kólnar jafn hratt og hún er nýtt.

Meirihluti IV - með Óskar III og Gunnlaug XIV í fararbroddi orkumála - vill sliga hið ágæta fyrirtæki OR með skuldum til að geta virkjað við Bitru um leið og við stækkum Hellisheiðarvirkjun um helming og virkjum í Hverahlíð. Að sjálfsögðu í nafni atvinnusköpunar og framfara. Dýr myndi Hafliði allur.

Væri ekki nær að fara sér hægar, safna þekkingu og aga okkur í tillitsemi við umhverfið? Sérstaklega af því við höfum jú útnefnt okkur sjálf sem alþjóðlega leiðtoga á sviði jarðhitanýtingar.


mbl.is Gróður drepst vegna mengunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er búin að skrifa nokkra pistla um þetta á blogginu mínu. Lesið t.d. þennan, þennan og þennan.
Eins og sjá má er þetta ekki aðeins spurning um að eitra fyrir náttúrunni heldur líka mannfólkinu. Takið eftir að í fyrsta pistlinum sem ég vísa í kemur fram að losun brennisteinsvetnis í iðnaði er mest frá olíuhreinsistöðvum. Í því samhengi minni ég á Hvestu við Arnarfjörð.

Hlustið svo á nokkur Spegilsviðtöl í tónspilaranum hjá mér - ég nefni t.d. viðtöl við Þorstein Jóhannsson, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun, Sigurð Þór Sigurðarson, lækni og sérfræðing í öndunar- og atvinnusjúkdómum og Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði. Allir þessir sérfræðingar vara við brennisteinsvetni og þá einkum fyrir mannfólkið. Þetta er eitur sem lamar öndunarfærin í miklu magni og það er allsendis órannsakað hvaða áhrif það getur haft á okkur í svona miklu magni og miklu návígi.

Eins og ég segi einhvers staðar í skrifum mínum: Það er verið að eitra fyrir okkur.

Það er búið að hamra á því að jarðhitavirkjanir séu hreinar og endurnýjanlegar en það er einfaldlega ekki satt - ekki eins og staðið er að þeim og hve mikið er fyrirhugað að virkja. Einblínt er á losun gróðurhúsalofttegunda en önnur efnamengun gleymist.

Er komið í ljós hvert var banamein Rúmenanna tveggja sem létust við Hellisheiðarvirkjun fyrir skemmstu? Hvað segir Vinnueftirlitið?

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 15:08

2 identicon

Já já líklega og væntanlega bíðum með að skjóta virkjunina þar til sannanir liggja fyrir, var ekki eitt heitasta sumar í manna minnum með lítilli úrkomu?  Hvernig fer það með mosan? 

Hvað með hverina sem hafa verið þarna að spjúa eiturgufum út í loftið af hverju hafði það ekki áhrif á mosan?

En líklegast er það rétt að huga þarf að útblæstri gufu á íslandi næst bönnum við hveri.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 15:16

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Útblástur brennisteinsvetnis frá öflugum jarðgufuvirkjunum eins og Hellisheiðarvirkjun er langt í frá sambærilegt við brennisteinsmagn í hverum, Þorfinnur.

Brennisteinsvetni er ekki alvont efni þótt eitrað sé. Það gerir sitt gagn í náttúrunni í hóflegu og náttúrulegu magni. Það sem blásið er út í andrúmsloftið og "dömpað" niður í jörðina í öflugri jarðgufuvirkjun er eins langt frá því að vera hóflegt og náttúrulegt magn og frekast getur verið.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 15:23

4 Smámynd: Sema Erla Serdar

Afsakaðu troðninginn inn í umræðuna, en þú hefur verið klukkaður!

Sema Erla Serdar, 9.9.2008 kl. 00:14

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Allt er hollt í hófi. En um leið og stór inngrip eiga sér stað í gang náttúrunnar þá er voðinn viss. Við menn eru ekki guð almáttugur og það sem náttúran skapar verðum við að umgangast með varkárni og virðingu, því við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir afleiðingar þess sem við ætlum að framkvæma. Sérstaklega hættulegt verður það þegar menn ætla að verða ríkir á einni nóttu og þegar þess vegna er ekki hlustað á álit sérfræðinga.

Úrsúla Jünemann, 9.9.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband