Heyr Geir!

Þetta er gott að heyra. Ég hef lengi talið að við ættum að stefna að því að verða sjálfbært orkusamfélag. Það er spennandi verkefni og við ættum að geta fengið fremstu vísindamenn í heimi með okkur í lið við að finna leiðir til þess. Landið er kjörið tilraunaverkefni og eflaust væru margir stórir aðilar tilbúnir til samstarfs, rétt eins og sannaðist á vetnisstrætóverkefninu en það er eitt þekktasta af slíkum verkefnum í heiminum.

Nú er búið að segja A, ég bíð spenntur eftir B.


mbl.is Leita leiða til að örva sjálfbæra orkugjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hver ætli sé ástæðan fyrir því að það er ekki fyrir löngu búið að skipta út ÖLLUM strætisvögnunum með VETNISVÖGNUM?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.9.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband