Gott hjá skólameistara

Auðvitað er fráleitt að krakkar undir sjálfræðisaldri séu sendir í fyllerísferð á vegum skólans. Svona óvissuferðir, hvort sem um nemendafélög eða fyrirtæki er að ræða eiga til að fara verulega úr böndunum.

Hins vegar er óvissuferð réttnefni, það ríkir oft mikil óvissa um afdrif fólks og orðspor skóla/fyrirtækja í svona ferðum. Það er eins og mann rámi á að þessar ferðir MÍ hafi stundum þótt fréttnæmar.

Það getur verið erfitt að brjóta niður vondar hefðir og skapa nýjar og betri. Það hlýtur þó að mega fá nemendur til að gera óvissuferðina að áfengislausri en skemmtilegri ferð. Það er hægt að gera margt spennandi saman án þess að detta í það. Það er líka nóg af tækifærum til þess og í raun óþarfi að draga skólann inn í svoleiðis.

Það þarf hins vegar sterka forystu nemenda til að leiða svona breytingar. Spurning hvort verður ofan á baráttan fyrir bjórferð eða eitthvað annað.


mbl.is Hætt við óvissuferð vegna slæms orðspors nemenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju skipuleggur skólameistarinn þá ekki einhverja dagskrá fyrir nemendur í þessari ferð og sendir ábyrga kennara með þeim til að gæta þess að allt fari vel fram?

Þetta er uppgjöf hjá skólameistaranum.

Foreldri (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:20

2 identicon

„Af hverju skipuleggur skólameistarinn þá ekki einhverja dagskrá fyrir nemendur í þessari ferð og sendir ábyrga kennara með þeim til að gæta þess að allt fari vel fram?“

Vegna þess að frumkvæði að heilbrigðu félagslífi nemenda á og þarf að koma frá  nemendum og vegna þess að kennari sem fer í ferðalag með nemendum á vegum skólans er persónulega ábyrgur fyrir þeim slysum sem kunna að verða.  Fari nú einhver vitleysingur í ferðina og slasi sjálfan sig eða aðra má draga kennarann fyrir dóm.  Slíkt taka ekki skynsamir menn á sig.

Tobbi (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband