Að takast hið ómögulega

Ráðstefnan Driving Sustainability er glæsileg í ár ekki síður en í fyrra. Forsetanum mæltist vel eins og endranær og Sigurjóni Árnasyni bankastjóra Landsbankans tókst að komast í gegnum heila ræðu án þess að nefna álver berum orðum.

Athyglisverðasta fyrirlestur dagsins átti hins vegar Svisslendingurinn Bertrand Piccard, frumkvöðull og ævintýramaður en hann hefur t.a.m. unnið sér það til frægðar að fljúga loftbelg í kringum jörðina. Næst ætlar hann að fljúga flugvél í kringum jörðina sem gengur alfarið fyrir sólarorku en það hefur fram til þessa verið talið ómögulegt.

Minnir mig á söguna af froskunum fimm sem duttu ofan í brunn. Þeir reyndu árangurslaust að hoppa upp úr en brunnurinn var of djúpur. Vinir þeirra uppi á brúninni sáu fljótlega að þetta var vonlaust og kölluðu niður "brunnurinn er of djúpur, enginn froskur getur stokkið svona hátt" og smám saman hættu froskarnir að reyna. Nema einn sem hélt stöðugt áfram og viti menn, seint um nóttina rambaði hann á rétta stökkið og náði brúninni!

Og hvaða hæfileika bjó þessi froskur yfir sem hinir höfðu ekki? Jú, hann var heyrnarlaus!


mbl.is Hlutverk Íslands að stíga heillavænleg skref í orkumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Rafmagnsbílar eiga sína kosti, en auðvitað varst þú að benda á lang snjallasta ökutækið í dag, í fréttum mbl.is frá ráðstefnuna Driving (un)sustainability.   Hugsa sér ökutæki  sem gengur fyrir óæskilega  fitu  ! 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/09/19/skipaflotinn_knuinn_utblaestri/

Hjartanlega til hamingju með þessa uppgötvun og að ná í gegnum  bíla/mótorhjólamúrinni í umfjöllun fjölmiðla frá Evrópsku Samgönguvikunni í Reykjavík ! 

Vona bara að kvöldfréttir RÚV fatta skúpið líka ! 

Morten Lange, 19.9.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband