Erfið fjármögnunarskilyrði

Þótt Edda Rós sé ekki í minni metum á Íslandi en Alan Greenspan úti í heimi verð ég að gera eina athugasemd við þessa spá greiningardeildar Landsbankans.

Fjármögnunarskilyrði íslenskra verktaka eru ekki glæsileg og því bendir fátt til þess að íslenskir aðilar muni vinna tilboð í þau verk Landsbankinn spáir að ráðist verði í á næstu árum. Þetta sjáum við glöggt á tilboðum í byggingu Sæmundarskóla þar sem erlent fyrirtæki var með lægsta tilboðið og líklega munum við sjá meira af slíku á næstunni.

Vegna erfiðrar samkeppnisstöðu íslenskra aðila hefur verið reiknað út að af þeim 60-70 milljörðum sem bygging álvers í Helguvík er talin kosta muni aðeins um 6-9 milljarðar skila sér inn í íslenskt efnahagslíf á framkvæmdatímanum, þ.e. um 2-3 milljarðar á ári.

Með staðhæfingu sinni um að stóriðjuframkvæmdir muni "nú fylla það skarð sem er að myndast vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar" virðist því Landsbankinn vera að vekja falskar vonir. Erfitt er að sjá hvað ætti að vega upp á móti himinháum fjármögnunarkostnaði íslenskra aðila, nema að veðja á að krónan haldist lág og að þar með sé launakostnaður á Íslandi orðinn nógu lágur til að vega upp á móti háum fjármagnskostnaði.


mbl.is Fjárfestingar tengdar stóriðju 440 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Er það ekki það sem gerist núna? Krónan á lágu gengi svo að svona dæmi eins og álverið í Helguvík geta litað vel út?

Úrsúla Jünemann, 23.9.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband