Löngu ljóst

Það var löngu ljóst að góðærið sem fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar gumuðu af var tekið að láni. Það var ljóst að víxlverkun vaxta- og gengishækkana vegna peningamálastefnu Seðlabankans væri tifandi tímasprengja. Það var ljóst að það væri ekki hægt að bjóða upp á krónuna sem gjaldmiðil í alþjóðlegu hagkerfi.

Það var hins vegar erfitt að ræða þessi mál af alvöru. Þeim sem sögðu þjóðinni að kaupmáttaraukningin væri plat var svarað með glósum um skort á hagstjórnar- og fjármálaviti. Sumir þóttust einir hafa allt slíkt vit. Sterk öfl lögðu bann við því að það væri rætt um upptöku evru, hvað þá inngöngu í ESB. Og áfram flaut þjóðin þegjandi um allt sem máli skipti.


mbl.is Stjórnvöld skilningslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

Í því sambandi má benda á gögn sem hagdeildir AsÍ og SA hafa margendurtekið lagt fram á undanförnum árum. Einnig má benda á skýrslur og greinar frá viðurkenndum hagfræðingum. Ljóst er að í síðustu kosningum var kolröngum forsendum haldið að kjósendum. Ef Þjóðhagsstofnun hefði verið lifandi hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki komist upp með það

Guðmundur Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 11:43

2 identicon

Heyrðu Dofri minn. Má ég benda þér á það að það eruð þið Samfylkingin sem eruð við stýrið á þjóðarskútunni. Þarna eruð þið búnir að sitja sperrtir og rígmontnir í sviðsljósinu við hliðina á Sjálfstæðisflokknum segjandi okkur með glotti á vör að það sé sko bara alls ekkert að hér sé allt í blússandi blóma og uppgangi ! Kóandi með vitleysunni !  Þetta höfum við þjóðin fengið að heyra í talsvert langan tíma án þess að þið væruð að gera nokkurn skapaðan hlut til þess að taka á málunum. Endalaust röfl ykkar um Evru upptöku og hugsanlega inngöngu í ESB hefur minna ekkert gagn gert nema síður sé. Þið hefðuð getað gert eitthvað og það fyrir löngu, en þið gerðuð EKKI NEITT ! Það er því óskaplega ódýrt og reyndar nauðaómerkilegt hjá ykkur núna þegar þið eruð nú búnir að koma þjóðarskútunni á hvolf útí skurð að nú sé allt DO að kenna og svo enn og aftur þetta sífur ykkar um ESB, sem gerir ekkert nema illt verra.

ÞIÐ ÆTTUÐ NÚ BARA AÐ HAFA VIT Á ÞVÍ AÐ SKAMMAST YKKAR OG LÍTA Í EIGIN BARM OG VIÐURKENNA ÞJÓÐHÆTTULRGT ANDVARALEYSI YKKAR. Virtur hagfræðingur frá USA sagði í dag að það hefði örugglega verið betra að velja af handahófi menn í Íslensku Ríkisstjórnina heldur en að hafa þessa aula sem þar eru búnir að vera við völd. OG ÞAR MEРÞIÐ SAMFYLKINGIN EKKI UNDANSKILINN. Horfstu í augu við það og þú verður maður af meiru ! Kær kveðja  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband