Plottið hrunið

Hluti af því hve vel Century gekk að komast fram fyrir Bakka í röðinni var að fyrirtækið lofaði íslenskum bönkum að Helguvíkurframkvæmdin yrði fjármögnuð í gegnum þá - enda þyrfti Century að taka lán fyrir framkvæmdinni. Bankarnir lögðust því hart á árarnar með Century.

Alcoa mun ekki hafa þurft á slíkri þjónustu að halda og hafði því engan stuðning frá íslenska fjármálageiranum. Nú er allt í uppnámi í Helguvík, eina ferðina enn. Það virðist vera að skapast hefð fyrir því suður með sjó að byrja á grunni að verksmiðjum sem ekki verða reistar.

Í ársskýrslu HS 2007 var talað um að allt þyrfti að ganga upp til að hægt yrði að afhenda orku til Helguvíkurálvers í tæka tíð og að það hefði þurft að neita mörgum fyrirtækjum með orkuþörf 10-50 MW um raforku af því allt þyrfti til Helguvíkurálversins.
Kannski hefði verið nær að beina athyglinni að fleiri smáum verkefnum?


mbl.is Fer yfir áform um Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Ef ekkert verður af þessu Helguvíkurverkefni þarf það að liggja hið fyrsta fyrir þannig að mörg smáfyrirtæki með 10-40 MW orkuþörf geti farið að undirbúa sig --- ekki veitir af á næstu mánuðum og árum. Áhætta okkar af áliðnaði er nú þegar orðin mjög mikil. Niðursveifla á álmörkuðum verður senninlega mjög veruleg og í nokkur ár.  Slæmt fyrir Kárahnjúka og þjóðina...

Sævar Helgason, 22.10.2008 kl. 10:14

2 identicon

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:48

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sem fyrr verður hætt með fleiri álver sem betur er það. Álverðið er á hraðri niðurleið og við verðum að einbeita okkur að því að styðja við fjölbreyttara atvinnutækifæri. Stórar verksmiðjur passa eins illa í okkar litið land eins og of stórir bankar.

Úrsúla Jünemann, 22.10.2008 kl. 15:14

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þér verður ekki að ósk þinni Dofri. Það er enginn vafi að Norðurál gatur strax selt samninginn um álver í Helguvik ef það vill.Það kæmi ekki á óvart að Norsk Hydro væri búið að hafa samband við Norðurál að fá að yfirtaka samninginn.Hitt gæti skeð að þú gætir orðið atvinnulaus ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fer að skera niður fjárframlög sem Íslanska ríkið greiðir til leikhúsa.

Sigurgeir Jónsson, 22.10.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband