Frábært fyrir ímyndina!

icelandRF-logoHér fyrir skemmstu, á meðan Íslendingar voru enn bestir í heimi á sérhverju sviði, ákvað Landssamband íslenskra útvegsmanna að fara í fýlu út í alþjóðlegar vottanir um ábyrgar fiskveiðar. Fannst skilyrðin of ströng, vinnan við það tómt vesen og svo kostaði þetta líka pening. Þeir ákváðu þess vegna að búa bara til sína eigin vottun. Iceland responsible fisheries.

Nú þegar er búið að útmála íslenska þjóð sem fjárglæframenn og svikara gagnvart umheiminum eru hvalveiðar einmitt það sem við þurfum á að halda til að bæta ímyndina, ekki satt? Fleiri svona góðar hugmyndir kæru vinir í LÍÚ!!!

Hvernig er það annars, langreiðarnar sem Kristján Loftsson sendi í heimsreisu til að láta fólk halda að hann væri búinn að finna markað fyrir kjötið, eru þær ekki enn í frysti í tollinum í Japan? Eða er hann búinn að borga undir þær heim aftur?


mbl.is Vilja áframhaldandi hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Dofri.

Hvers vegna í ósköpunum hefur Samfylkingin ekki látið sig varða nokkurn skapaðan hlut breytingar á stjórnkerfi fiskveiða ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.11.2008 kl. 01:18

2 Smámynd: nicejerk

Voru skilyrðin eitthvað ströng? Var ekki eitthvað verið að tala um hálfgerðan blackmail frá þessum samtökum? Ég veit það ekki. Ég sé alveg fyrir mér að LÍÚ komi sér upp vottunarkerfi þar sem það kurlar á frumkvöðlastarfsemi hjá þeim, bæði hvað varðar fiskveiðar, tracking á afurðum (uppruni, hvar við landið fiskurinn er veiddur, hvenær, hvaða skip) o.s.frv. Af hverju ætti að henda frá sér slíkri þróunarvinnu í hárkarla?

En hvað um það, ég sé ekki betur en við verðum að veiða hval til að eiga í matinn. Hvalur er stórgott kjöt, selur með floti er einnig herramannsmatur. Og svo er það skarfur, teista, lundi og margt annað að éta.

Mér sýnist á öllu að við þurfum að læra að borða aftur, því erfiðlega gengur að flytja inn vörur.

Varðandi Samfylkinguna og fiskveiðarnar sýnir bara hvað Samfylkingin er bitlaus og lúffar á stöðum algerlega fyrir samstjórnarflokknum.

nicejerk, 1.11.2008 kl. 03:02

3 identicon

Já Samfylkingin hafði eitt sinn ágæta stefnu í sjávarútvegsmálum, sem gat ágætlega samrýmst sönnum jafnaðarmannaflokki, en allt í einu og uppúr þurru breytti núverandi forysta flokksins undir forystu Ingibjargar Sólrúnar um stefnu. Muniði eftir Borgarnesræðunni hennar og endemis lýðskruminu um "samræðustjórnmál" Flokksmenn voru ekki einu sinni spurðir, það voru sko alls engar samræður um þetta. Hún bara breytti stefnu flokksins án þess að ræða það frekar við sína flokksmenn. Ég held þetta hafi hún bara gert tiol þess að geta komist í stjórn með Sjálfstæði9sflokknum.

En svo lagði hún mikið uppúr því að kosið yrði um það hjartans má hennar að stefna Samfylkingarinnar yrði sú að við ættum að ganga í Efnahagsbandalagið.  

Öll önnur alvöru mál meira og minna lögð til hliðar fyrir þennan hégóma Evrópusambandið !

Þessi flokkur Samfylkingin er ekki þess verður að vera kallaður jafnaðarmannaflokkur. Flokkurinn hefur sýnt það að honum var alls ekki treystandi til að standa vaktina í þessari Ríkisstjórn og bera þau því þar fulla ábyrgð á hörmungarástandinu og þeim er heldur alls ekki treystandi að halda á málum þjóðarinnar. Forysta Samfylkingarinnar er öllu trausti rúinn og ætti að segja af sér !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband