1.11.2008 | 13:37
Formannsslagur hafinn í Sjálfstæðisflokknum?
Það heyrir til algerra undantekninga að þingmenn stjórnarflokkanna höggvi í formenn samstarfsflokksins. Slíkt gerist varla, enda samkomulag um að mögulega óánægju eigi að afgreiða innan samstarfsins en ekki í fjölmiðlum. Það vekur því verðskuldaða athygli þegar Bjarni Ben, ættarlaukur og vonarstjarna Engeyjarættarinnar, reiðir hátt til höggs að Ingibjörgu Sólrúnu líkt og hann gerði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag.
Þetta þarf að skoða í samhengi. Í gær birtist könnun Gallup sem sýndi Sjálfstæðisflokkinn með 21% fylgi á landsvísu. Það eru tölur sem jafnvel borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins getur ekki sætt sig við. Það er ljóst að Bjarni Ben lítur svo á að nú styttist í formannsskipti í flokknum.
Með því að skriðtækla formann samstarfsflokksins (daginn eftir aðgerð - smekklegt) vegna gagnrýni hennar á seðlabankastjóra er Bjarni að melda sig inn með eftirtektarverðum hætti. Það sem ekki síst vekur eftirtekt er málefnið sem Bjarni gerir þennan alvarlega ágreining um - Davíð.
Af öllum helgimyndum Sjálfstæðisflokksins er Davíð heilagastur og með því að vega að Ingibjörgu er ættarlaukurinn að votta Davíð og hans bláa armi hollustu sína. Það má vel vera að þetta sé allt saman rétt reiknað út hjá Bjarna og að hann muni vinna forystusæti Flokksins út á þetta hollustuverk en það vekur mann óneitanlega til umhugsunar um það hvernig sá flokkur yrði.
Það er ekki víst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fundið botninn í 21%. Sífelld leiðtogakeppni borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins sýndi svo ekki verður um villst að lengi getur vont versnað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Mér sýnist nú á öllu að Össur sé líka kominn á fullt í formannskjör með því að gefa Björgvini sviðið, svo hann geti kynnt sig til leiks sem mótframbjóðanda Dags B Eggertssonar í varaformanninn og arftaka ISG þegar þar að kemur.
Í það minnsta virðist sem Samfylkingin sé þegar búin að setja núverandi varaformann af, þegar hann kemur ekki að neinum ákvörðunum og gegni fáránlega litlum ábyrgðarstöðum miðað við stöðu sína í flokknum.
Gestur Guðjónsson, 1.11.2008 kl. 17:43
Dagur og Björgvin verða báðir í kjöri til varaformanns sf auk Ágústs Ólafs á næsta landsfundi.
Ég veðja á að hægri kratinn hafi þetta.
Óðinn Þórisson, 1.11.2008 kl. 20:26
Það er svolítið fyndið þegar Samfylkingingarfólk talar um helgimyndir annarra flokka. Persónudýrkun viðgengst hvergi eins og hjá vinstrimönnum. Rósablaðadrífan sem ISG fékk á sig á Broadway forðum daga gleymist seint.
Og hvað kemur það málinu við hvenær hlutirnir eru sagðir? Notaði ISG ekki síðasta tækifærið fyrir aðgerð til að hreyta ónotum í Davíð? Vildi hún láta minnast sín með þessum "famous last words" ef illa færi?
ragnhildurkolka (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 20:37
Dofri:Ég held ég þekki nú betur til í Sjálfstæðisflokknum en þú og get því fullvissað þig um að Bjarni Benediktsson hafi verið að verja Davíð vegna formannskjörs. Þið fantaserið allt of mikið!
Hins vegar er hárrétt hjá þér, að rétti flokkurinn ekki úr kútnum á næstunni er formaðurinn og reyndar allt forystulið flokksins í hættu. Viðbúið er að allir nema kannski Þorgerður Katrín og einhverjir í kringum hana séu tilbúnir að ganga í það sem þarf að gera, þ.e.a.s. að fara í uppgjör vegna undanfarinna 3-4 ára.
Það er allt of mikið gert úr einhverri "hugmyndafræðilegri endurnýjun" flokksins og að þetta áfall sé einhverskonar reiðarslag fyrir stefnu flokksins, frjálshyggjunnar eða jafnvel kapítalismans.
Það uppgjör eða sú naflaskoðun, sem flokkurinn þarf að fara í hefur ekkert að gera með grundvallarstefnu hans, heldur frekar um framkvæmd þeirrar stefnu. Það var eftirlitskerfi kapítalismans, sem brást en ekki kapítalisminn sem slíkur.´
Þegar fólk hefur aðeins róast mun það sjá þetta allt saman í öðru ljósi. Það sem ríður nú á að gera er að Sjálfstæðisflokkurinn viðurkenni loksins að krónan sér dauð. Við ættum að stefna á ESB aðild sem allra fyrst og síðan að taka upp evruna við fyrsta tækifæri.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.11.2008 kl. 21:12
Sorry - get því fullvissað þig um að Bjarni Benediktsson var ekki að verja Davíð vegna formannskjörs ...
Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.11.2008 kl. 21:13
Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér Dofri með formannsslag í Sjálfstæðisflokknum. Það þarf aðeins að yngja upp þar að fleiru en einu leyti.
Bryndís (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:20
Já það verður gaman að sjá hver verður formaður í Sjálfstæðisflokknum.
Þorgerður er heit. Annars er þetta verra hjá Samfylkingunni flokkurinn hefur ekki neinn til að taka við af Ingibjörgu. Össur er vonlaus, Ingibjörg sló út möguleika varaformannsins með því að gera hann ekki að ráðherra og Björgvin er búinn að missa tiltrú fólksins.
En það verður líka gaman að fylgjast með þessu.
Væri hugsanlegt að leysa þetta með því að gera Árna Jonsen formann beggja flokkana.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 2.11.2008 kl. 00:44
Þegar Geir bindur alla sína gæfu við Davíð eða tekur að sér að verða hans björgunarkútur, að viðlagðri sáluhjálp sinni, þá er hætt við að hann sökkvi ásamt honum á bólakaf fyrir reiði þjóðarinnar. 22,3% fylgi Sjálfstæðisflokks í nýjustu skoðanakönnun, í nýútkomnum Sunnudags-Mogga, segir allt sem segja þarf um það (og athugið framtíðarhorfurnar: í aldurshópnum 18–24 ára nýtur flokkurinn 10,4% fylgis, en vinstriflokkarnir tveir samanlagt 84,6%, og eru Vinstri grænir þar með vinninginn: 42,7%!!!). Sjá Morgunblaðið 2. nóv., s. 13.
Hins vegar er Þorgerður Katrín afleitur kostur, vill troða okkur inn í EBé í fullkominni fásinnu um allt það, sem það myndi leiða yfir okkur á nýbyrjaðri öld.
Bjarni ungi Benediktsson er heldur ekki góður kostur, þá er betra að Geir reyni að fljóta, þótt skrautfjaðrirnar séu af honum. Þjóðin sjálf er vegvillt vegna sírenanna, sem sífellt hafa sungið henni seiðandi blekkingarsöng, og þolir ekki mistök, óráðsíu og ábyrgðarleysi ríkisstjórnar og fjármálayfirvalda sem leitt hafa okkur undir ánauðarok ofurskulda.
Hér vantar nýjan stjórnmálaflokk, manna sem vilja sjálfstæði þjóðar og stefnufestu. Hvenær sem kosningar verða, er ljóst, að þar verða fleiri í boði en fimmflokkurinn á þingi.
Eitt enn: Framsókn seig niður í þessari könnun – er ekki með 10% eins og hjá Gallup fyrir helgina, heldur 7,8%, en Frjálslyndir hækka úr 3 í 4,4%! – Íslandshreyfingin er með 1,5%, en með o,3% meðal 18–24 ára!
Jón Valur Jensson, 2.11.2008 kl. 03:48
Jón Valur:Mér finnst þú einmitt eiga heima með sumum félaga minna í Sjálfstæðisflokknum, sem eru í raun einhverskonar "heimastjórnarmenn".
Ég er sammála þér að það verður hugsanlega stofnaður nýr flokkur. En það verður þá flokkur, sem vill fanga ónægjufylgi Sjálfstæðisflokksins og það yrði hægri ESB flokkur.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 09:41
Ég álít reyndar að það hafi verið Ingibjörg Sólrún sem "hjó í formann samstarfsflokksins" með orðum sínum í Mbl í gær. Gagnrýni hennar á Davíð, hversu sammála henni sem maður kann að vera, er jú gagnrýni á Geir sem yfirmann Seðlabankastjóra. Orð Bjarna Benediktssonar eru frekar andsvar, og hafa auk þess miklu minna vægi en orð Ingibjargar, þar sem Bjarni er jú hvorki ráðherra né flokksformaður. Geir hlýtur að slíta stjórnarsamstarfinu á morgun, mánudag. Hann á fljótt á litið nefnilega bara tvo kosti. Hinn kosturinn er að reka Davíð, og ég býst síður við að það verði ofan á. Það er leitt að þetta mikilhæfa fólk skuli ekki geta unnið saman, en þannig er staðan bara orðin - og lái þeim hver sem vill. Það er engin sæla að reyna að stjórna við þessar aðstæður. Verði efnt til kosninga, þá er samt hæpið að gera það í einhverjum hvelli. Framundan hlýtur að vera töluverð uppstokkun í íslenskum stjórnmálum. Ætli fjórflokkurinn deyi ekki barasta í þeim umbrotum - í annað sinn. Allt þarf sinn tíma. Ný flokkaskipan verður ekki til á einni nóttu - og vont að þurfa að kjósa yfir sig mjög óstöðugt bráðabirgðaskipulag.
Stefán Gíslason, 2.11.2008 kl. 12:45
ISG verður ekki lengi formaður Samfylkingarinnar - hennar tími er liðinn. Hún á að láta sig hverfa. Við þökkum henni og þingflokki hennar fyrir að hafa tryggt peningamálastefnu Sjálfstæðisflokksins í sessi nægilega lengi til að við blasir þjóðargjaldþrot. Dagur tekur við.
Geir Haarde verður ekki lengi formaður Sjálfstæðisflokksins. Hin íslenska Sarah Palin tekur við.
Hin eini sanni íhaldsflokkur landsins - VG - skiptir ekki máli á meðan þeir eru á móti ESB.
Framsókn og Frjálslyndir munu lifa sem óánægjuframboð (eða aðrir smáflokkar í þeirra stað) og halda áfram að skipta ekki máli.
Eina vonin er hreinn meirhluti Samfylkingar eða ný viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar með tvö stefnumál
1)aðild að ESB
2)nýsköpun í atvinnulífinu.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 14:34
Ég skil hana Ingibjörgu ekki. Samstarf Geirs og Björgvins G gekk mjög vel og virtist þá ríkisstjórnin vera að vinna að heilindum og nutu þeir mikils trausts og virðingar þegar óveðrið hófst. Allir hafa talað um mikla samstöðu þurfi við núverandi ástand. En vitir menn Ingibjörg kemur til baka úr veikindum og allt verður brjálað. Flestir þingmenn Samfylkingarinnar tala í sitthvora áttina og reyna allt til að koma höggi á samstarfsflokkinn og Ingibjörg fer þar fremst í flokki.
Ekki get ég séð að Ingibjörg og hennar lærisveinar séu að fara eftir því sem þau voru að reyna að boða með því að segja að allir eigi að standa saman.
Einnig hefur það vakið athygli að Björgvin G hefur ekki mikið sést eftir að Ingibjörg kom til baka. Sem bendir til þess að Ingibjörg og hennar jámenn hafa ekki getað liðið það hvað þetta gekk vel hjá Geir og Björgvini. Þau hafa ekki þolað að sjá hvað Björgvin G var að koma sterkur út úr þessu og því slökkt í honum og höggva svo í Sjálfstæðisflokkinn því þau hafa haldið að hann væri að sleppa of vel út úr þessu.
Skondið að sjá svo þessa samfylkingarkálfa koma hér og reyna að breiða yfir þessa fáránlegu blammeringar Ingibjargar í garð Geirs með því að kenna Bjarna Ben um allt saman. Þetta er nú eins barnalegt og hægt er.
Samfylkingin er ekkert annað en stefnulaus framapotara flokkur.
Vilhjálmur Árnason, 2.11.2008 kl. 16:46
Sæll Dofri. Hressilegt blogg hjá þér.
Það er ljóst að Þorgerður Katrín stefnir í aðrar áttir en Geir og Davíð. Hún reynir ekki að berjast við loftkastala lengur því fjármálastefna xD og nýfrjálshyggjan hefur beðið algert skipbrot. Hún sér að ESB viðræður er næsta skrefið og það þarf að hugsa í takt við nýja tíma og nýjan lærdóm. Það sér Geir ekki eða sér sig tilneyddan til að þykjast ekki sjá það og á meða hrapar xD í fylgi - sekkur niður með Davíð. Unga kynslóðin er búin að fá nóg og vill tryggari framtíð.
Björgvin stóð sig afar vel á meðan Ingibjörg Sólrún var erlendis og mesta fárið gekk yfir. Honum urðu á nokkur mistök sem ég held að fáir erfi við hann. Undir því álagi sem hann var er ekki hægt að búast við fullkominni framistöðu svo vikum skipti. Ég held að það besta fyrir xS væri að halda áfram sama valdastrúktúr því hann er að virka vel. Þó að einhver sé í sviðsljósinu ákveðinn tíma þarf það ekki að þýða að viðkomandi eigi að heimta feita stóla. Forysta xS hefur virkað mjög vel undanfarið og Ingibjörg Sólrún reis upp úr öldudal rétt fyrir síðustu kosningar, með því að vera líflegri. Svartsýnistal hennar nokkrum mánuðum áður skilaði engu og hún má vara sig að falla ekki í slíkan pitt aftur. Það var hins vegar nauðsynlegt fyrir hana og flokkinn að aðskilja sig frá Davíð því annars færir fyrir xS eins og fór fyrir Framsókn, sem aldrei gat sýnt neitt sjálfstæði í samstarfinu við xD. Við vitum hvernig sú sjóferð endaði og sér ekki fyrir endann á því, enda steingervingur í brúnni.
Svanur Sigurbjörnsson, 4.11.2008 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.