Hanna Birna fagnaði en Óskar varð súr

Það eru fáir að fylgjast með þessum blessaða fundi og þess vegna sjálfsagt að segja frá viðtökum meirihlutans við ítarlegum tillögum Samfylkingarinnar.

Til að gera langt mál stutt þá fagnaði borgarstjóri tillögum Samfylkingarinnar eindregið og lagði til að þeim yrði vísað í aðgerðarhóp um fjármál borgarinnar sem bæði meiri- og minnihluti eiga sæti í. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins varð hins vegar ekki jafn glaður. Missti sig með öfundartóni í einhvern misskilinn meting og skæting. Treysti sér þó ekki til að vera á móti tillögunum.

Það er ástæðulaust fyrir Óskar Bergsson að vera súr yfir því að Samfylkingin leggi fram ítarlegar tillögur um það hvernig hægt er að snúa vörn í sókn í atvinnumálum borgarinnar. Hann hefði verið maður að meiri ef hann hefði bara fagnað þeim. En einhverra hluta vegna hann gerði það ekki, blessaður kallinn.

Tillögunum var sem sagt vísað í aðgerðarhópinn og við munum halda áfram að vinna að þeim þar.


mbl.is Reykjavík á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Góð tillaga - enda flest sem tæpt er á í henni verið í vinnslu hjá borginni - eins og Dagur B. veit - ena í aðgerðarhópnum. Mér fannst Óskar helst vera súr með að það var nær ekkert nýtt í tillögunni - en hann hafi haft væntingar um eitthvað nýtt kæmi fram. Það sagði hann allavega.

Ekki er Dagur að verða eins Þorleifur - sem kemur oft með tillögur um efni sem verið er að fjalla um í þverpólitískum starfshópum sem hann tekur þátt í? Í dag húsnæðishóp - um daginn málefnum utangarðsmanna.

En fínt að það er stutt á milli okkar og von að við getum náð saman í þessum málum öllum!

Hallur Magnússon, 4.11.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það þarf nýja atvinnustefnu fyrir Reykjavíkurborg og hana þarf að vinna bæði fljótt og vel. Aðgerðarhópurinn (sem Óskar stýrir) hefur til þessa ekki beint sjónum sínum að því brýna verkefni. Ekki fyrr en núna að Samfylkingin kemur með konkret tillögur um það. Sumum kann að koma það á óvart af því Óskar Bergsson hefur talað mikið um atvinnulíf. Það virðist þó vera að mestu bundið við störf sem hægt er að vinna með hamri og sög - með fullri virðingu fyrir þeim störfum.

Tillögur Samfylkingarinnar ganga út á að útfæra núna strax ýmsar hugmyndir, bæði nýjar og gamlar,  í einn sterkan heildarpakka þannig að það sé hægt að snúa vörn í sókn í atvinnumálum í borginni.

Þá er kjánalegt að vera súr og segja að sumt af þessu hafi heyrst áður og sé "í vinnslu". Margir myndu segja "í salti". Staðreyndin er sú að í atvinnumálum borgarinnar hefur Óskar Bergsson látið sér nægja að hugsa aðeins til næstu mánaða og aðeins í byggingariðnaði og mannvirkjagerð. Það er ekki nóg og Óskar á að fagna því þegar honum er bent á það. 

Dofri Hermannsson, 4.11.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Veit strærstur hluti Samfylkingarinnar hvað hamar og sög er og hvað þeir kallast sem nota slík vinnutæki

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.11.2008 kl. 20:39

4 identicon

 Já Þögnin er rofin! Er það furða þó konan fagni. Ekkert hefur enn komið frá þessum meirihluta sem bendir til raunhæfra framfara í atvinnulífi í borginni, enda ekki hægt um vik undir helstefnu Íhaldsins á landsvísu. Raunveruleikafyrring þessa meirihluta er mikil. Dæmi: Í sáttmála Óskars og Hönnu Birnu stendur sem úrræði um aukningu atvinnu í borginni, að tryggja skuli, að nægt framboð lóða sé til staðar á kjörtímabilinu!!! Það tekst nú aldeilis og þarf ansi gráan húmor til að slengja þessu fram við ríkjandi aðstæður, ef fólk vill láta taka sig alvarlega meðan þúsundir hálfbyggðra húskrokka blasa við um alla borg, og allt stopp!! Til að koma atvinnustiginu á betri veg þarf peninga, og af þeim hefur Reykjavíkurborg ekki mikið á lausu, og lánsfé er eitthvað sem ekki er til núna. Hanna Birna, líttu í kringum þig! Hálfbyggð hús í þúsundavís og ókláruð margmiljarða verkefni um alla borg, verkstöðvun víðast hvar, fólkið sent heim, áður úthlutuðum lóðum skilað inn í búntum til endurgreiðslu! Enginn vill eða getur keypt þessar eignir. Þetta er umfram framboð sem sagt er að dugi a.m.k. næstu fjögur ár eða um ókomna framtíð, ef fólksflótti brestur á. Það er auðvelt að tala í borgarstjórn og sýna góðan vilja, en það þarf bara meira til. Blákaldur veruleikinn sýnir okkur að við erum að fá yfir okkur holskeflu atvinnuleysis  með tilheyrandi tekjumissi og hörmungum fyrir borgina, og stóraukin útgjöld til samfélagsins.  Þetta þýðir snarminkandi tekjur borgarsjóðs og stóraukin útgjöld. Flest bendir til að líftíma meirihluta Hönnu Birnu, verði ekki  ekki minnst sem tíma framfara eða blómaskeiðs í sögu Reykjavíkur er fram líða stundir, því miður! En Það er gott að vera bjartsýn og halda góða skapinu!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 10:34

5 identicon

 Já Þögnin er rofin! Er það furða þó konan fagni. Ekkert hefur enn komið frá þessum meirihluta sem bendir til raunhæfra framfara í atvinnulífi í borginni, enda ekki hægt um vik undir helstefnu Íhaldsins á landsvísu. i þessa meirihluta er mikil. Dæmi: Í sáttmála Óskars og Hönnu Birnu stendur sem úrræði um aukningu atvinnu í borginni, að tryggja skuli, að nægt framboð lóða sé til staðar á kjörtímabilinu!!! Það tekst nú aldeilis og þarf ansi gráan húmor til að slengja þessu fram við ríkjandi aðstæður, ef fólk vill láta taka sig alvarlega meðan þúsundir hálfbyggðra húsa blasa við um alla borg, og allt stopp!! Til að koma atvinnustiginu á betri veg þarf peninga, og af þeim hefur Reykjavíkurborg ekki mikið á lausu, og lánsfé er eitthvað sem ekki er til núna. Hanna Birna, líttu í kringum þig! Hálfbyggð hús í þúsundavís og ókláruð margmiljarða verkefni um alla borg, verkstöðvun víðast hvar, fólkið sent heim, áður úthlutuðum lóðum skilað inn í búntum til endurgreiðslu! Enginn vill eða getur keypt þessar eignir. Þetta er umfram framboð sem sagt er að dugi a.m.k. næstu fjögur ár eða um ókomna framtíð, ef fólksflótti brestur á. Það er auðvelt að tala í borgarstjórn og sýna góðan vilja, en það þarf bara meira til. Blákaldur veruleikinn sýnir okkur að við erum að fá yfir okkur holskeflu atvinnuleysis  með tilheyrandi tekjumissi og hörmungum fyrir borgina, og stóraukin útgjöld til samfélagsins.  Þetta þýðir snarminkandi tekjur borgarsjóðs og stóraukin útgjöld. Flest bendir til að líftíma meirihluta Hönnu Birnu, verði ekki  ekki minnst sem tíma framfara eða blómaskeiðs í sögu Reykjavíkur er fram líða stundir, því miður! En Það er gott að vera bjartsýn og halda góða skapinu!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband