Öskuhaugur flokksgæðinga?

Háværar raddir hafa verið um að flokksgæðingar Framsóknarflokksins hafi notað Gift til að kaupa af sér fallandi eignir. Það er nauðsynlegt að rannsaka það til hlítar.
mbl.is Gift að gefast upp?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki að spyrja að því... alltaf er kratinn Dofri Hermannsson mættur á vettvang í hlutverki púkans á bitanum fullur aðdáunar yfir óförum annarra og það sérstaklega þegar hægt er að tengja ófarirnar við Framsóknarflokkinn.

Framsóknarflokkurinn hefur ekkert með þetta að gera og er það ómerkilegt af þér að  spyrða hann við þetta. Ég held að enginn, hvorki þú, ég eða Giftarmenn, hefðu geta spáð fyrir núverandi ástandi með þessu svakalega eignahruni. Ég tek hins vegar heils hugar undir rannsókn ef eitthvað er óljóst. Ef eitthvað er óhreint þarna þá þarf það að koma fram í dagsljósið!

Heiðar Lind (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Núverandi forysta Framsóknarflokksins mun að sjálfsögðu taka undir með Heiðari, að þetta verði ekki hengt á flokkinn, sem stofnun.

Dofri er með sinni athugasemd að sneiða að tilteknum hópi manna sem er ansi nálægt téðum stjórnmálaöflum, að ætt, uppruna og innræti. Blogg-stíllinn er knappur og því verður ekki greint með nákvæmari hætti en þessum frá því sem menn eru að meina

Flosi Kristjánsson, 14.11.2008 kl. 10:51

3 identicon

Framsóknarmenn áfram ekkert stop!

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér sýnist sem að  formaður Samfylkingarinnar sé að breyta utanríkisráðuneytinu í haug Samfylkingarinnar, með endurnýtingu aðstoðarmanna.

Sigurjón Þórðarson, 14.11.2008 kl. 15:02

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Afar athyglivert!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.11.2008 kl. 18:30

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

En, eins og menntamálaráðherra tók svo smekklega fram á blaðamannafundinum í dag: "Það eru geysilega skemmtilegir og spennandi tímar framundan núna hjá okkur sjálfstæðismönnum!" Það er nú notalegt að orna sér við tilhugsunina um að við eigum þó ennþá ábyrga og viti borna stjórnmálamenn á Íslandi. Fólk sem sér ljósið handa flokknum sínum skína gegn um myrkur örbjarga fjölskyldna er mikil gæfa og happafengur hverri þjóð á örlagatímum. 

Árni Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 18:40

7 identicon

Mér er það undrunar efni að ekki hafi verið gert upp við fyrrverandi viðskiptamenn Samvinnutrygginga  G.T. eins og reglur félagsins kveða á um. Og er það ærið tilefni til rannsóknar.

 

Hér er að vísu ekki við Framsóknarflokkinn að sakast sem stofnun, en kemur þeim flokki kannski verst, vegna þess að í fulltrúaráðinu er áhrifafólk flokksins svo sem  Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins, Haukur Halldórsson bankaráðsmaður í Nýja Landsbankanum og fleiri og fleiri. Og Framsóknarmenn hafa oftast ráðið för í Samvinnuhreyfingunni. Þetta er í raun sneypulegur endir á góðu starfi hennar.

 

Ég hef tryggt hjá Samvinnutryggingum og síðar VÍS frá því að ég var 19 ára eða í 44 ár.

Ég átti þarna einhverja upphæð sem skiptir máli. Mér hefði þótt það ákveðin viðurkenning að fá þennan hlut og að hafa tekið þátt í þessu merka Samvinnustarfi. Nú virðist það frá mér tekið. Og ég er mjög óánægður með það. Þetta voru 30 milljarðar.

 

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband