19.11.2008 | 09:50
Bræður í trúnni
Kjartan Gunnarsson, sem fyrir nokkrum vikum grét á lokuðum fundi í Valhöll yfir að vera kallaður óreiðumaður af ónefndum manni, barmar sér núna yfir því að hafa ekki hlustað á Davíð. Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag.
Bróðir hans í trúnni, Steingrímur J Sigfússon, segir í sama blaði: "Það hefur verið einblínt um of á Seðlabankann þegar hin raunverulega ábyrgð liggur hjá Fjármálaeftirlitinu og viðskiptaráðherra...Þetta var málefnalegt hjá Davíð og rétt að greina það."
Um blindan átrúnað margra sjálfstæðismanna á Davíð þarf ekki að fjölyrða. Hitt hefur vakið athygli að þegar formaður Vg hefur ítrekað verið spurður af fjölmiðlum um stöðu og ábyrgð seðlabankastjóra frá því hrunið hófst hefur hann aldrei hallað orðinu á vin sinn.
Þetta eru gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem hafa gaman af að spá í spilin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Æ, hvað það er nú aumt Dofri minn að þurfa að falsa beinar tilvitnanir í pólitíska andstæðinga sína með úrfellingarmerkjum. Ég skora á þig að kippa þessu í liðinn strax.
Ef fréttin í blaðinu er lesin, þá kemur nefnilega í ljós að þar sem úrfellingarpunktarnir þínir standa, þá ertu búinn að klippa út setningu, þar sem kemur fram að setningin "Þetta var málefnalegt hjá Davíð og rétt að greina það" - hangir ekki saman við fyrri hluta tilvitnunarinnar, heldur er svar við spurningu blaðamanns um þær hugleiðingar DO að það hafi verið mistök að skipta upp Fjármálaeftirliti og Seðlabanka.
Og auðvitað þykir Steingrími það vera rétt greining og málefnaleg. Ef umræðurnar á þinginu 1998 um eftirlit með fjármálastarfsemi eru lesnar, þá kemur í ljós að Steingrímur var nánast eini stjórnarandstæðingurinn sem tjáði sig um málið og flutti breytingartillögur. Þar komu meðal annars fram efasemdir um að eftirlitshlutverkið væri fært að öllu leyti undir fagráðuneytið. Því miður hlustuðu hvorki Davíð Oddsson né Valgerður Sverrisdóttir þá.
En svona tilvitnanafalsanir eru þér ekki til sóma Dofri og eru hvorki góðar né gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem hafa gaman af að spá í spilin. Þú hlýtur að geta fundið nóg til að skamma andstæðingana fyrir án þess að reyna að bjaga tilvitnanirnar í þá með svona lélegum hætti.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 10:21
Ja, hérna. Nú má ekki vitna í viðtöl með Grími nema það sé gert með pólitískum rétthug. Best að nefna hann ekki á nafn á meðan SJS er í leyniþjónustu fjármálaráðherra.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 10:29
Stefán. Það er ekkert að leiðrétta. Setningin er svona í heild:
Þarna er engin hugsun slitin í sundur. Það er augljóst að SJS er þorra almennings ósammála um ábyrgð Seðlabankans og aðalbankastjóra hans á ástandinu. Sem er áhugavert fyrir þá sem spá í spilin.
Dofri Hermannsson, 19.11.2008 kl. 13:17
Æ hvað þetta var leiðinlegt fyrir Samfylkingarfólk að Davíð skyldi svara fyrir sig. Það hefur heldur ekki skort Samfylkingarfólkið sem nú flykkist að handvöskunum til að þvo hendur sínar og segja svo, Ekki benda á mig.
Nú er Solla farin að éta ofan í sig gagngrýni sína á Davíð og segir "að hún sé ekki að gagngrýna störf Davíð hjá Seðlabankanum, heldur pólitíska fortíð hans". Aulalegt af henni. Þarna kom hún upp um sig. Maður fær aulahroll yfir að heyra svona. Það vita það allir að hún Solla ykkar hefur óbeit á manninum síðan hann grillaði hana í borgarstjórn hérna um árið. Þetta er greinilega manneskja með allt niður um sig og óttast að nú fari tjaldið að falla í blekkingarleik Samfylkingarinnar. Samfylkingin hefur greinilega sofið á verðinum.
Það sem Samfylkingin óttast mest er rannsókn óháðra erlendra aðila á bankahruninu og hlutverki Seðlabankans á þeim tíma. Það verður því aldrei nein rannsókn, því sú rannsókn myndi skekja mannheima og margir myndu þar að leiðandi falla í valinn. Samfylkingin má ekki við því!
Þessi blekkingarleikur ykkar Samfylkingarfólk er að falla um sjálfan sig. Nú gengur ekki fyrir ykkur að virkja leigupenna og fótgönguliðað ykkar til að smala saklausu fólk í mótmæli hvern laugardag til að mótmæla nánast einum manni, Davíð. Þetta einelti ykkar gegna honum mun verða ykkur dýr. Þið skjótið ykkur í fótinn á þessu, kall minn!
Vignir Þór Sævarsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 13:27
Ps. Þessi hugmynd um aðskilnað Seðlabanka og sérstaks fjármálaeftirlits er úr hugmyndasmiðju Breskra krata-vina ykkur byggt á svokallaðri "New Public Management" hugmyndafræði. Með þessari hugmyndafræði átti að búa til eftirlitsiðnað til skapa atvinnu.
Vignir Þór (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 13:30
Uhhh... ég taldi að færslan þín bæri ljós um pólitíska slægð - frekar en torlæsi. Nú veit ég hins vegar ekki hvað skal halda.
Auðvitað er það LYKILATRIÐI í málsgreininni að fram komi að spurningin er "um gagnrýni Davíðs á aðskilnað Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins". Þá gagnrýni segir Steingrímur vera rétta og málefnalega greiningu. - Enda hvað kom á daginn? Jú, nú hefur Samfylkingin gefið því undir fótinn að rétt sé að sameina aftur Seðlabanka og Fjármálaeftirlit! Er Samfylkingin með því að taka undir önnur atriði í ræðu Davíðs eða það meginstef ræðunnar að allt sé öðrum að kenna??? Auðvitað ekki!
En þegar þú sleppir út þessari setningu, þá verður málsgreinin ekki skilin öðru vísi en að Steingrímur hafi lýst sérstakri velþóknun á málflutningi DO í ekki-benda-á-mig leik hans. Það er hins vegar klár fölsun eða hrapaleg mistúlkun.
Menn ættu að fara afskaplega varlega í að beita útfellingarmerkjum í beinum tilvitnunum í annarra manna skref, sérstaklega í deilum. Ég þykist vita að þú hefðir sjálfur orðið foxillur að lenda í svona útúrsnúningi. Þér væri því sæmra að leiðrétta upphaflegu færsluna, en að þræta fyrir að breyting þín á tilvitnunni bjagi merkingu hennar - það er vinsamleg ábending.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 13:33
Littu ter naer Dofri !
Tu bendir a flisina i auga brodur tins (VG) en serd EKKI bjalkann i tinu eigin auga, tad er Samfylkingarinnar !
Tad er nu ordid upplyst ad formadur Samfylkingarinnar sat 6 krisufundi med bankastjorn Sedlabankans fra tvi i februar og fram i juli asamt med radherrum Sjalfstaedisflokksins teim Geir Haarde og Arna Matt, tar sem Stjornendur Sedalabankans vorudu alvarlega vid haettunum sem stedjudu ad bonkunum.
Ingibjorg let ekki svo litid ad lata sjalfan bankamalaradherrann Bjorgvin G. vita af tessum fundum og hvad vaeri ad ske, ekki let hun heldur adra samradherra i Samfylkingunni heldur vita.
Tad er vona ad kerlinginn vilji pukrast og pukrast !
Hvar voru samraedustjornmalin hennar eiginlega ta !
Hvar er Borgarnesraedan hennar nuna ! Tynd uppi Borgarfirdi eins og botninn ur Samfylkingartunnunni !
Tetta er tvilikt hneyksli og eg held ad tu aettir frekar ad fara ad taka aerlega a tessum vesaeldomi og axarskoftum tins eigins FORMANNS !
I sidmenntudum londum myndi tetta meira en duga til tess ad hun yrdi ad segja af ser radherradomi og jafnframt bidja samradherra sina og tjodina sina lika afsokunar a algjorum domgreindarskorti og trunadarbresti !
Aetlar Bjorgvin G. Sigurdsson vidskipta- og bankamalaradherra ad sitja undir tessu, eg bara spyr ! Hann vaeri madur af meiru ef hann staedi nu upp og segdi af ser vegna tess ad tad var haldid fra honum mjog mikilvaegum upplysingum sem vordudu fagraduneyti hans sem hann bar og ber abyrgd a.
Tetta er tvilikt hneyksli og lysir enn og aftur klarlega ad Ingibjorg Solrun verdur ad fara fra sem fyrst til tess ad skada ekki meira en ordid er tjodarhag !
Dofri littu ter naer, tad stendur heill skogur i auganu a Ingibjorgu Solrunu Gisladottur formanni Samfylkinarinnar !
Burt med spillingaroflin og tessa lidonytu Rikisstjorn sem situr nota bene i bodi S A M F Y L K I N A R I N N A R !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:02
Ég sá þetta og hugsaði fyrst "aumingja maðurinn Kjartan!"...svo breyttist það í "aumingja þjóðin"...þessir menn eru enn áhrifamiklir!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.11.2008 kl. 18:11
Það liggur fyrir að Steingrímur J. hefur mælt mjög fagurlega til Davíðs Oddssonar. Hver sem tilgangurinn er.
Ræða Davíðs er hernaðarræða. Hann segir að Seðlabankinn hafi engin þvingunarúrræði til stjórnunar. Eftir fregnum er það ekki rétt. Seðlabankinn ræður bindiskyldunni og stýrir lausafjárstöðu bankanna sem eru lykilatriði. Annars væri hann óþarfur. Það merkilega við ræðuna er að Davíð segist hafa margvarað við þeirri stöðu sem upp er komin. En engin hafi tekið mark á sér. Hefur hann þá ekki lengur áhrif?
Það merkilega er, að allir þeir sem brugðust virðast sammælast nú á þessum klukkustundum í því sem einhverri lausn, að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið og þannig er reynt að tvístra umræðunni um ábyrgð.
Staðreyndin er sú að hér hefur verið viðvarandi viðskiptahalli í áraraðir sem hefur verið fjármagnaður með lántökum. Fyrirtæki skulda, sveitarfélög skulda, einstaklingar skulda, en ríkið hefur staðið sig vel með að greiða upp sínar skuldir. Fyrir það ber að þakka. Lykilspurningin nú er, hvað þarf að afskrifa mikið af kröfum og fjármagni í öllum greinum atvinnulífsins.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:13
Já, ræðum Steingrím -hann er auðvitað aðalvandamálið á Íslandi í dag? Ég skil núna eftir að hafa lesið alla Samfylkingarpistlana í dag að það gangi ekkert hjá ykkur að leysa hin málin.
María Kristjánsdóttir, 19.11.2008 kl. 19:39
Dofri. Það væri líklega til of mikils mælst að þú farir að skrifa á gagnrýninn hátt um aðgerðarleysi Samfylkingarinnar í því aumkunarverðasta ríkisstjórnarsamstarfi sem við höfum orðið vitni að síðustu áratugina.
Á hverjum laugardegi mæta þúsundir manna í kulda og trekk til að krefjast þess að ráðamenn axli ábyrgð. Ætli við kljúfum ekki 10.000 manna múrinn um næstu helgi? (Það myndi t.d. samsvara 1,33 milljón manns í Madrid).
Samfylkingin hefur mjálmað um Davíð Oddsson og Seðlabankann á ríkisstjórnarfundum án þess að nokkuð hafi gerst - hann nýtur enn fyllsta trausts. Í gær beið fólk með öndina í hálsinum á meðan að þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði í hátt á þriðju klst. Niðurstaða fundarins var ekki vonbrigði - hún var grafskrift.
Sigurður Hrellir, 20.11.2008 kl. 00:25
Steingrímur Joð er ekki vanur að tala jákvætt um hlutina eða málefnin, svo það er von að fólk sperri eyrun og hvái þegar hann ef farinn að mæra Davíð. Lifir SJS kannski í þeirri von að komast í kompaný með DO þegar sá síðarnefndi fer aftur í framboð. Ég sé það hér í færslunni fyrir ofan að þar er sagt að Davíð njóti "fulls trausts". Þessi ágæti maður kallar sig Sigurð Hrellir, man hann ekki eftir skoðanakönnunum fyrir stutt þar sem spurt var um traustið á Davíð. Ansi var hlutfallið lágt sem þá treysti DO, öðru hvoru megin við 10% þjóðarinnar ef ég man rétt, það kallast ekki fullt traust í minni sveit
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.11.2008 kl. 01:01
Samfylkingin missir fylgi hvern einasta dag í þessari "ríkis"stjórn!"
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.11.2008 kl. 01:07
Hólmfríður hefur augljóslega misskilið orð mín. Ég er síður en svo að halda því fram að Davíð njóti fulls trausts þjóðarinnar. Hins vegar situr hann sem fastast í umboði ríkisstjórnarinnar og nýtur þ.a.l. trausts á þeim bæ. Er virkilega þörf á að sameina Seðlabanka og Fjármálaeftirlit bara til þess að losna við hann? Af hverju setur Samfylkingin samstarfsflokknum ekki stólinn fyrir dyrnar? Ætlar hún að fórna trausti kjósenda sinna fyrir dauðadæmt ríkisstjórnarsamstarf þar sem eitt helsta stefnumál flokksins er ekki einu sinni á dagskrá!
Sigurður Hrellir, 20.11.2008 kl. 01:35
Dofri, Kjartan grét ekki vegna þess að hann væri kallaður óreiðumaður. Hann grét vegna tapaðra peninga.
Haukur Nikulásson, 20.11.2008 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.