Króna eða Evra

Þó það sé vissulega ánægjulegt að nú hafi fengist lánsloforð hjá IMF og vinaþjóðum er ekki laust við að maður kvíði framhaldinu. Ekki bara ef það verður farið út í að verja "óraunhæft gengi krónunnar" heldur líka ef nota á lánaða peninga til að draga úr sveiflum.

Reynsla annarra þjóða sýnir að við slíkar aðstæður geta tugir og jafnvel hundruð milljarða fuðrað upp á stuttum tíma. Hafa fyrri tilraunir þó hvorki verið gerðar í miðri alþjóðlegri fjármálakreppu eða skartað pólitískum sýkópata í hlutverki embættismanns í lykilstöðu. 

Ýmsir sérfræðingar hafa bent á þann möguleika að taka upp evru. Við þá leið eru bæði kostir og gallar, rétt eins og IMF leiðina - flotsetningu krónunnar. Gallarnir eru flestir pólitískir s.s. óánægja ESB með afnot af gjaldmiðlinum án þess að vera í myntsamstarfinu.

Hin "rétta" leið í evruna mun taka mörg ár. Líklega áratug í krónubasli. Það væri til mikils að vinna fyrir íslensk heimili og íslenskt atvinnulíf ef það væri hægt að ryðja úr vegi hinum pólitísku hindrunum og komast í skjól alvöru gjaldmiðils nú þegar.


mbl.is Mikil óvissa um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég vil evruna sem fyrst!

Úrsúla Jünemann, 20.11.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ég hef margoft bent á þetta  -  ora gular fyrir lýðinn - gull fyrir hina. Daglaun 5 orur á tíman ekki einni oru meir.

Pálmi Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 21:52

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Að sjálfsögðu eigum við að koma þessum horgemlingi sem krónan er fyrir kattarnef sem fyrst.  Hún er ekki og hefur aldrei verið gjaldgeng á alþjóðamörkuðum.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 21.11.2008 kl. 00:01

4 identicon

Sæll og blessaður Hnoðri.

Það grátlegasta í stöðu krónunnar er þegar fólk í umboði þjóðarinnar tala hana niður og eru samhliða dauðadómi að opinbera þá hugmynd að kasta henni og taka einhliða upp euro. Það er alveg sama hversu veikur eða sterkur gjaldmiðill er, á alþjóðavettvangi missa menn tiltrú og veikja þar með gjaldmiðilinn enn frekar þegar æðstu ráðamenn þjóðarinnar geta ekki einu sinni logið til um einhverja kosti krónunnar, öllu öðru getið þið logið.

þeir sem hæst syngja þann euro söng, að taka upp einhliða euro strax, eru samt auðmennirnir sem komu okkur í þá aumu stöðu sem við erum í, í dag og nota til þess óspart bloggsíður sínar, sem heita Fréttablaðið og Morgunblaðið. Auðvitað vilja þeir það, þá fá þeir aftur frjálst flæði fjármagns til að halda áfram að leika sitt fjárhættuspil sem er búið að koma okkur á kúpuna.

Að taka upp euro einhliða eins og staðan er í dag getur á engan hátt verið okkur til góða, nema fyrir þá sem þrá aðra fjármálakreppu eins fljótt og mögulegt er. Euro er fallandi gjaldmiðill, er búin að falla um 21% gagnvart dollar síðustu þrjá mánuði. Lýst hefur verið yfir kreppu í Þýskalandi, stærsta aðildarríkis EU og myntbandalagsins. Ítalir tala um að ganga úr myntbandalaginu, danir krefjast þess að DKK verði leyst frá euro til að freysta þess að hún veikist ekki eins mikið og spáð er að euro geri. Spánn og Bretland, okkar stærstu fiskkaupendur eru á barmi gjaldþrots.

Ég er ekki forfallinn andstæðingur EU og euro, þvert á móti, ég tel að okkur sé betur borgið innan EU heldur en þrælar þessa EES samnings sem eru stærstu mistök og sjálfstæðissvifting íslandssögunar. Eftir að mesta ólgan á alþjóðamörkuðum er gengin yfir og stöðuleiki kominn á markaði og gengisvísitölur væri ekki vitlaust að ganga í myntbandalag með bandalagsþjóðum okkar, hvort það verður euro eða euro2 verður bara að koma í ljós. Þangað til er okkur best borgið í því að ráðamenn þjóðarinnar og þeirra samstarfsfólk, hætti að tala niður okkar eigin gjaldmiðil, hann á alveg nóg og erfitt, fyrir það.

kveðja úr sveitinni

Sigurður (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband