25.11.2008 | 07:13
Ekki öll egg í sömu körfuna
Nú þegar er um 80% allrar raforku í landinu bundið í samningum um að bræða ál. Nái orkufyrirtækin að kreista rúm 600 MW til viðbótar út úr ám og hverasvæðum landsins til að draumur sumra um enn stærra Helguvíkurálver nái að rætast verður yfir 90% allrar raforku á Íslandi bundin í samningum um að bræða ál.
Ef reynslan hefur kennt okkur eitthvað þá ætti það að vera að setja ekki öll egg í sömu körfuna. Áliðnaðurinn er gríðarlega orkufrekur en hann skapar mun minni verðmæti og færri störf á hvert MW en mörg önnur orkufrek en minna mengandi starfsemi. Það er þess vegna komið nóg af álverum.
Eina skynsamlega ráðstöfunin væri að hætta alveg við álver í Helguvík. Þá myndi verða til rými fyrir önnur iðjuver sem undanfarin misseri hafa hætt við að staðsetja sig hér, ekki vegna seinagangs í umhverfismati, heldur beinlínis af því það var búið að lofa allri orku til álvera.
Það er þörf á því að stjórnvöld búi til orkustefnu fyrir landið. Í henni ætti að koma fram að við stefnum að því að vera sjálfbært orkusamfélag og í slíkri stefnu ætti að vera ákvæði um að einn atvinnuvegur eigi aldrei að nota meira en helming eða jafnvel þriðjung þeirrar raforku sem er á markaði. Það myndi dreifa áhættunni.
Orkuöflun í mikilli óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Kristinn, þú virðist greinilega ekki skilja það, sem Dorfi er að fara. Það er einmitt vegna takmarkaðs mangs orku, sem við getum aflað okkur, sem við ættum frekar að byggja upp annars konar iðnað, sem skapar fleiri störf á hverja megavattstund en álver.
Sigurður M Grétarsson, 25.11.2008 kl. 09:36
Þar sem þér er fyrirmunað að koma með réttar tölur hvað þá að sýna sannan útreikning er best að það komi fram að notkun stóriðju er 69,7% af orkuframleiðslunni (Hagstofan 2008). Þar af hin marghötuðu álver tæp 62%.
Hvaða "iðjuver sem hafa hætt við að koma" skapa fleiri störf en álver, hafa 40 ára líftíma eins og álver, rekstraráhættan ekki okkar, fjárfestingin kemur erlendis frá og kaupa orku í miklu magni. Og svo vill 78% þjóðarinnar auk þess fá álver!
Þetta er óraunhæft rugl eins og flest sem frá þér kemur. Viltu ræða um netþjónabú eða gagnaver? Til er ég
Viltu ræða álþynnur og sólarsellur? Til er ég.
His Master Voice ætti að ræða við Össur áður.
Sigurjón Benediktsson, 25.11.2008 kl. 09:53
Amen! Kominn tími til að láta þennan fáránlega ófrumleika sem hefur ráðið lögum og lofum í allri okkar uppbyggingu taka pokann sinn. Nú er t.d. kannski tækifæri til að gera Ísland að fyrsta landinu þar sem meirihluti bílaflotans eru rafmagnsbílar; það væri alvöru sparnaður að við þyrftum ekki að flytja inn olíu til að knýja bílaflotann okkar.
Mofi, 25.11.2008 kl. 12:47
Þeir sem ætluðu að opna gagnaver upp á varnarsvæði og víðar eru allir löngu hættir við það.
Ég vona svo sannarlega að allskyns sprotaiðnaður skaffi þau störf og þann gjaldeyri, sem stóriðjan gerir og gæti gert.
Slíkir hlutir tala sig ekki á stofn!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.11.2008 kl. 12:50
UM 22.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.
Hvar skyldi allur þessi hópur 22.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík.
Yfir 40 eða 44-44.5% af verðmætum Áls er talið verða eftir í landinu og skilar því umtalsverðu fjármagni til þjóðarbúsins eða yfir 80 til 90 milljörðum. Áliðnaður á Íslandi sem atvinnugrein hefur um 40 ára skeið verið en stærsta lyftistöng í atvinnumálum lands og þjóðar og Hafnfirðinga. Áliðnaðurinn hefur skilað inn í þjóðarbúið gríðarlegum verðmætum ekki bara í gjaldeyri og sköttum heldur einnig í þekkingu, hugbúnaði og vísindum. Orkugeirinn hefur blómstrað í kjölfar álbyltingarinnar á Íslandi. Virkjanir hafa verið reistar, orka jökulfljóta beisluð sem og orka jarðvarma.
Ekki hafa: Skemmtigarðurinn, Tívolíð né Dýragarðurinn sem Sól í Straumi ásamt Dofra ætlaði sér að koma á laggirnar og hafði uppi hugmyndir um í Hellahrauni og Kapelluhrauni í stað iðnfyrirtækja á svæðinu, enn litið dagsins ljós.
Það er ekki sinusinni búið að fjárfesta í einu einasta Kanarífugli.
Hafnfirðingar og landsmenn verða að minnast þess að talsmaður Sólar í Straumi sagði og Dofri tók undir " Best væri að flytja allan iðnað og alla starfsemi á svæðinu burt úr bænum til Þorlákshafnar.,, Undirritaður spyr þá hvort Hafnfirðingar og landsmenn séu samála Dofra.
Kv . Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 25.11.2008 kl. 12:54
Það er mjög umdeilanleg stærð hversu mikið verður eftir í þjóðarbúinu af útflutningstekjum áls og tel ég að upphæðir milli 40 og 50 prósent séu mjög villandi ef ekki út í hött. Stór hluti þessrar upphæðar eru væntanlega greiðslur til orkufyrirtækja fyrir raforkusölu. Þeir peningar fara að mestu beint úr landi aftur til þeirra, sem lánuðu orkufyrirtækjunum fyrir framkvæmdum við orkuverin. Það þarf að taka það með í dæmið þegar menn setja fram tölur um það, sem eftir er í landinu. Nánast það eina, sem eftir er í landinu eru laun þeirra manna, sem vinna við álverin og að hluta til í þeim fyritækjum, þar með orkufyritækjunum, sem þjóna álverunum.
Það virðist engin vera að skilja áhersluatriði Dorfa í þessu máli. Það er að meðan það er takmarkað hvað við getum aflað mikillar orku vegna lánsfjárkreppu þá eigum við að leita eftir samningum við fyrirtæki í iðnaði með flestu störfin á hverja megavattstund til að hámarka not orkuauðlindanna við atvinnusköðun.
Hvað varðar gagnaveitur þá þarf að auka flutningsgetu og flutningsöryggi gagna til og frá Íslandi til að þau verði raunhæfur möguleiki. Ef það er gert er ekkert mál að finna viðskiptavini, sem vilja koma með sína starfsemi hingað til lands í þeim geira.
Sigurður M Grétarsson, 25.11.2008 kl. 13:05
Sæll. Sigurður um 28 til 30 milljarðar eru eftir í landinu af þessari upphæð laun og vertakar birgjar það sem eftir stendur eru skattar og orkusala, sjá fyrirspurn á þingi til Þórunnar Sveinbjarnardóttur.
Rauða Ljónið, 25.11.2008 kl. 14:10
Guðbjörn: Ekki þekki ég hvar málefni mögulegs gagnvers á varnarsvæðinu standa núna, það er ekki ólíklegt að það sé í uppnámi vegna þess að þeir sem stóðu á bakvið það verkefni eru fyrrum vel stæðir útrásarvíkingar. Hinsvegar hefur Greenstone skrifað undir viljayfirlýsingar við heil 8 sveitarfélög um mögulega uppbyggingu gagnavera, flest á síðustu vikum, þannig að ekki hefur verið hætt við það allt "fyrir löngu". Þar að auki er annað félag, Titan Global, í viðræðum við Borgarbyggð.
Bjarki (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 14:53
Hvenær munum við hætta þessu álrugli, þetta er dauðadæmt enda álverðið á hraðri niðurleið. Hvað gerum við þegar álverin pakka saman hér á landi og við vorum búnir að binda okkur afkomu algjörlega í þessum stóriðjuverum?
Úrsúla Jünemann, 25.11.2008 kl. 15:02
Sæl öll og takk fyrir umræðurnar. Sigurjónar, það vaknar hjá manni hinn íslenski ættfræðiáhugi þegar maður sér menn með jafn líkar skoðanir og sama nafn - eruð þið frændur.
Hvað varðar önnur fyrirtæki sem hafa viljað koma hingað með rekstur þá get ég nefnt að kíslihreinsunarfyrirtækið sem hafði áhuga á að setja upp verksmiðju í Þorlákshöfn hætti við það af því það var ekki hægt að lofa fyrirtækinu nægri orku fyrir 2. áfanga.
Það hefði þurft 100 MW og hefði skapað 350 störf, þar af um þriðjungur fyrir háskólamenntað fólk. Því miður var hins vegar búið að lofa orkunni í álverið í Helguvík. Þetta var nú bara í fréttunum og undarlegt að það skuli hafa farið fram hjá "hinum viti borna manni".
Dofri Hermannsson, 25.11.2008 kl. 21:14
REC Group sem ætlaði að setja upp sólarkísilverksmiðju í Þorlákshöfn gaf sjálft upp þá ástæðu í fréttum að skortur á orku til framhaldsáfanga verksmiðjunnar kæmi í veg fyrir staðsetningu hér.
Það er í orði búið að útvega orku til 1. áfanga álvers í Helguvík upp á 150 þ.t. Sú orka er hins vegar ekki í hendi, öðru nær. Nú er talið að þær áætlanir hafi verið vafasamar, verið sé að krefja orkugeyminn á Reykjanesi um of mikla orku sem muni valda hruni í vinnslunni.
Það var ljóst að til að fá orku fyrir 250 þ.t. þyrfti að fara í mjög miklar rannsóknir á mjög krítískum svæðum. Trölladyngja, sem var mikið vonarsvæði og átti að gefa 80MW reyndist vera þurrt svæði. Þá er líklegt að Sandfell sé það líka en þessi svæði eru tengd. Þá eru eftir Seltún og Austurengjar á Krýsuvíkursvæðinu sem enginn veit hvað geta fært án þess að vaða inn í þau og stórskemma.
Bitruvirkjun er óásættanleg út frá umhverfissjónarmiðum. Ekki síst var gagnrýnin sú að virkjunin myndi rústa útivistargildi svæðisins sem er mjög mikið. Á svæðið koma þúsundir íslenskra og erlendra ferðamanna og það væri skynsamlegra að búa svæðið þannig út að það geti tekið við sem flestum ferðamönnum enda er svæðið stutt frá þéttbýlinu og miklir möguleikar þar fyrir fyrirtæki sem vilja fara með ferðafólk í stuttar ferðir.
Niðurstaðan er þessi: Við höfum takmarkaða auðlind. Reynum að nýta hana með sem skynsamlegustum hætti, fáum sem mestan virðisauka og sem flest störf út úr hverju MW og hugsum um fjölbreytnina. Það er ekki lengur hægt að vaða áfram og virkja meira og meira til að búa til rafmagn fyrir álver.
Dofri Hermannsson, 25.11.2008 kl. 22:00
Orkunýtingarstefnan hér er langt frá því að vera sjálfbær þrátt fyrir fögur fyrirheit og yfirlýsingar um annað. Umhverfisráðherra sagði á fundinum í Háskólabíói í gær að Íslendingar hefðu hingað til ekki þurft aðstoð annarra til að fara illa með orkuauðlindir sínar. Það er því miður rétt hjá henni.
Vandamálið er að við getum aldrei gert neitt með hófsemi að leiðarljósi. Fiskveiðar og veiðiaðferðir okkar eru gott dæmi um þetta - það átti að græða svo rosalega mikið á sem skemstum tíma - ekki hugsa um afleiðingarnar. Bankaútrásin er annað nærtækt dæmi þar sem taumlaus græðgi og misnotkun breiddi sig út fyrir landsteinana með hrikalegum afleiðingum. Nú eiga allir landsmenn að borga háar skuldir án þess að hafa verið spurðir.
Viðmiðin í orkunýtingunni eru líka algjörlega út úr öllum kortum. Fjármagnsskortur mun draga verulega úr þeim áformum, sem betur fer segi ég. Það er ekki þar með sagt að ég sé á móti allri nýtingu jarðvarma, síður en svo. En ef landinn getur ekki lært af eigin mistökum þá er okkur ekki við bjargandi hér á þessu skeri.Sigurður Hrellir, 26.11.2008 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.