Slóð bankaræningjanna í Skagafirði

Hún verður efni í dágóðan reifara slóðin bankaræningjanna í Skagafirði þegar búið verður draga allt fram í dagsljósið. Það er magnað að hafa spilað svo glannalega með eigur annarra (og notað til að skara eld að eigin köku) að fara úr 30 ma eign í rúmlega 20 ma skuld á einu ári!
mbl.is Hart tekist á í stjórn Giftar á meðan verðmæti brunnu upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að taka upp bréf frá lögfræðingi skilanefndar Eignarhaldsfélags Samvinnutryggingar (EST) dagsett 25.nóv. 2008. Á sínum tíma var auglýst eftir athugasemdum eða kröfum í félagið. Ég sendi inn bréf um hvort hjón teldust saman sem aðiljar eða sem tveir kröfuhafar.

 

Í þessu bréfi kemur fram að eigið fé Giftar-fjárfestingarfélags sé orðið verulega neikvætt. Í fréttum hefur komið fram að það geti skipt tugum milljarða.

 

Ég á svolítið erfitt með að skilja þetta. Ég hélt að rekstur sjóðsins snérist um að eiga einhver verðbréf, þ.e.a.s. kröfur á skuldara. Annar rekstur væri í lámarki. Ef verðbréfin eru orðin verðlaus þá er náttúrlega ekkert annað að gera en að henda þeim. En að sjóður sem er ekki með neinn haldbæran rekstur  er farinn að skulda, er bara hagfræði sem ég skil ekki.  

 

Ég tók eftir því að Benedikt Sigurðsson, stjórnarmaður í Gift og framkvæmdarstjóri á einhverjum tíma þess,  var framsögumaður á stórafundinum í Háskólabíói.

Ég átta mig ekki alveg á því. Mér fannst það svolítið skoplegt að sjá hann þarna í pontu.

Hann minntist ekkert á þessi mál þar.

 

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Tel mig vita fyrir víst að hann eigi enga maðka í þessari mysu.

Dofri Hermannsson, 29.11.2008 kl. 00:20

3 identicon

Ég var einu sinni ríðandi með félaga mínu Rótarsandi við Hlöðufell fyrir ofan Laugarvatn.

Riðum við í austur og ætluðum niður  Haukadal. Þá skall á okkur þoka og við urðum þess áskynja að við vorum ornir villtir. Riðum við nú um stund þar til ég rak augun í fjárgötur.

Við tökum þær í þeirri vissu að þær liggi til byggða. Svo reyndist og komum við niður að Helludal í Haukadal.

 

Vopnafjarðarhreppur vill nú fara í einhverjar fjárleitir og vonandi tekur hann réttar fjárgötur sem hægt er að rekja heim á hlað í þessu fjárheimtumáli. En það verst við þetta mál allt er að dýrbíturinn er búinn að taka allt féð. En oftast liggja einhverjar slitrur við grenjaopið.

 

En vel að merkja, voru einhver áflog í þessum átöku um féð? Meiddist einhver?

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 09:56

4 identicon

Bara leiðrétta misskilning: Benedikt Sigurðsson, frkvstj. Giftar og Benedikt Sigurðarson á Akureyri (stjórnarmaður) eru tveir menn, en nafnar.

Boris (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband