Gott hjá Björgvini

Held að enginn hafi efast um heilindi Björgvins þótt ýmsir hafi viljað kalla hann til ábyrgðar af því vondir hlutir gerðust á hans vakt. Þeir sem þannig hafa talað í Samfylkingunni virðast fara fram á heiðursmannaafsögn eins ráðherra til að sefa ónotakennd yfir samstarfi flokksins við ráðherra sem þeir beinlínis vantreysta. Það er bæði skammgóður vermir og ósanngjarnt.

Það er mikið verkefni framundan að gera sem mest úr þeim verðmætum sem lent hafa í ríkiseign gegnum bankana. Í þeirri vinnu verður allt að vera á hreinu og gott hjá Björgvini að árétta það með afgerandi hætti.


mbl.is Viðskiptaráðherra hefur lagt línurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þó að ég sé Sjálfstæðimaður vil ég að Björgvin haldi áfram, en Árni Mathiesen segi af sér. Það er sökum þess að Árni á að baki margra ára feril af dómgreindarskorti, og er búinn að vera alltof lengi. Björgvin virkar á mig sem bærilega hæfur maður, og svona nokkuð boðlegur. Skil ekki af hverju stór flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki valið sér betra fólk í forystustöðurnar. Ég legg til að Deiglupenninn Jón Steinsson leysi Árna af, þó korn ungur sé. Hann er allaveganna með doktorspróf í Hagfræði. http://www.deiglan.com/index.php?itemid=12303

Sindri Guðjónsson, 29.11.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Björgvin fær líka stig frá mér. Hann er ungur í stjórnmálum og er greinilega að reyna að vinna vinnuna sína. Þessi krísa núna á eftir að reynast honum góður skóli.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.11.2008 kl. 08:20

3 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Tökum dæmi: Umhverfiseftirlitið  á að sjá um að skaðlegum efnum sé ekki sleppt út í náttúruna. Umhverfiseftirlit heyrir undir umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins, köllum hann Jón. Jón er ábyrgur fyrir starfsemi eftirlitsins og þess æðsti yfirmaður. Nú skeður það að ekki bara litlu eitri, heldur heilu tonnunum af eitri er sleppt út í náttúruna (Þingvallavatn?) m.a. vegna þess að eftirlitið stóð sig ekki, en Jón kemur af fjöllum eða nánar tiltekið hafði reyndar talað fyrir því opinberlega að enginn hætta væri á að slíkt myndi nokkurn tímann gerast (færslur um slíkt hverfa af bloggsíðu Jóns) og neitar að axla ábyrgð, enda hafði hann ekki gert neitt rangt og ekki vitað af fjölda funda og skýrslum um hættu á umhverfisslysi. Var bara ekki látinn vita, segir hann mæðulega.

Hvað myndi umhverfisverndarsinninn Dofri H, segja þá? Maður sem að með réttu hefur haldið gagnrýnni umræðu um umhverfismál á lofti.  Hver væri hans sannfæring, hverjar væru hans sjálfsögðu kröfur?Þú svarar þessu Dofri, ég held að svarið sé nokkuð ljóst.

Best að taka niður samtryggingargleraugun   Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann.... Stjórnmálamenn bera ábyrg á embættismönnum og stofnunum, ef að þeir hafa ekki stuðning meðráðherra sinna, stofnanir gera alvarleg misstök á þeirra vakt eða blekkja almenning vísvitandi, þá á ráðherra að segja af sér. Það er ástæða þess að yfirleitt veljast sem ráðherrar fólk sem að hefur vit á málaflokknum, svo að þeir viti hverju þarf að fylgjast með, viti hverju þeir eru ábyrgir fyrir.  Það hefur ekkert með viðkomandi persónu að gera, heldur þroskaðar hugmyndir um ábyrgð í opinberu starfi. Það er allþekkt að þar sem að enginn er ábyrgðin, eru hlutirnir illa gerðir, sem sést vel núna, þegar að notabene enginn er ábyrgur fyrir neinu neinstaðar. Völdum fylgja ekki bara laun og eftirlaun, heldur líka ábyrgð.

Pétur Henry Petersen, 2.12.2008 kl. 14:22

4 identicon

Verð að taka undir þetta hjá Pétri. Það einfaldlega gengur ekki að bankamálaráðherra sitji áfram þegar stærsta bankahrun Íslandssögunnar gerðist á hans vakt! Svo einfalt er það. Það er svo alveg rétt að það er fullt af óhæfu liði annars staðar sem líka þarf að víkja en það gerir ábyrgð BGS ekki minni á sínum störfum. Þetta er eins og að benda á bófaflokk til að afsaka með því sjoppurán. Allir heiðarlegir menn segja við börnin sín þegar þau beita þessum rökum að svona geri maður bara ekki, það séu alltaf einhverjir sem ekki fara eftir reglunum og það sé alvörumál en alls ekki til eftirbreytni. Ég sé ekki af hverju annað ætti að gilda hér enda ekki litlir hagsmunir í húfi. Það er ekki von að við þykjum þriðja heims þjóð þegar kemur  að siðferði stjórnmálamanna - svona vinnubrögð þar sem menn klúðra svona rosalega og enginn segir af sér þekkjast bara hvergi í siðmenntuðum ríkjum.

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband