5.12.2008 | 12:04
Einhliða upptaka evru - skyldulesning
Það er jafn gaman að krónan skuli styrkjast í gær og í dag og það var ógaman þegar hún féll. Eins og sjá má hér eru ærnar ástæður til að óttast að þessi styrking sé á veikum grunni byggð.
Hinn stóri sannleikur er sá að við þurfum að fá stöðugan gjaldmiðil sem fullt mark er tekið á í alþjóðlegum viðskipum. Það vill enginn útlendingur með réttu ráði fjárfesta í gjaldmiðli sem skoppar upp og niður eins og bolti.
Þótt LÍÚ hafi ekki verið mín uppáhaldssamtök hingað til er ástæða til að benda á ágæta samantekt þeirra um það hvernig væri hægt að taka upp annan gjaldmiðil á innan við 4 vikum.
Hér svo góð grein eftir mann sem þekkir vel til um sama mál, Michael Emerson, fyrrverandi yfirmaður efnahags- og fjármálasviðs framkvæmdastjórnar ESB. Þar fer m.ö.o. þungaviktarmaður sem mælir eindregið með einhliða upptöku evru fremur en að leigja gullfót undir krónuna og kanna svo hvort hún flýtur.
Krónan styrkist áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
En stóra spurningin er eftir sem áður: Á hvaða gengi yrði krónan fest ?
Fyrr treysti ég mér ekki til að segja um hvort þessi leið sé heillavænleg !
Neytandi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:32
Maður verður alveg ruglaður í þessum Evrópusambandspælingum. Eina stundina er hægt að taka evru upp einhliða og þá næstu er það ekki hægt.
Síðan önnur pæling varðandi inngöngu í Evrópusambandið - eins og samfylkingin hefur talað lengi fyrir því að við ættum að vera í sambandinu þá hefur flokkurinn algjörlega vanrækt skyldu sína í því að fræða fólk um kosti og galla þess. Mér dettur ekki í hug að samþykkja inngöngu þegar ég veit í raun mjög lítið um staðreyndir málsins.
Það vita allir að krónan er dauður gjaldmiðill og henni hefði átt að skipta út fyrir löngu síðan. En hvað með aðra gjaldmiðla en evru. T.d. samstarf við Norðmenn og taka um norska krónu. Þá stöndum við á mun meiri jafnréttisgrundvelli í öllum ákvarðanatökum heldur en ef við værum í ESB. Við erum nú þegar með Norðmönnum í EES og þeir eru nær okkur í hugsun og menningu heldur en aðrar stórþjóðir í Evrópu (Bretland, Frakkland, Þýskaland o.fl.).
Það sem mér finnst oft gleymast í umræðunni er sjálfstæði okkar. Er það orðið svo sjálfsagður hlutur að við getum alveg látið það frá okkur að hluta til? Þarf alltaf allt snúast um peninga? Hvort við græðum á því eða ekki?
Dystópía, 5.12.2008 kl. 13:11
Sammála öllu því sem Dystópía segir. Bara eins og talað út frá mínu hjarta og minni hugsun, sérstaklega síðasta málsgreinin.
Sigrún (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:18
Hjartalega sammála því sem Dystópía segir. Höldum fullveldinu
Snorri Hansson, 5.12.2008 kl. 14:15
Grátbroslegt í besta lagi. Ísland tapi sjálfstæðinu!
Eru Svíar, Danir og Finnar þá ekki sjálfstæðir? Hef komið til allra þessara landa margoft í gegnum árin og þar bæði kyssa menn fánann á hverjum degi ásamt því að lofa ES í bak og fyrir. Sambandi er ekki fullkomið en guð minn almáttugur það erum við ekki heldur með okkar meinta sjálfstæði og spilltu stjórnsýslu.
Hættum að láta okkur fara á hausinn á 15 til 20 ára fresti og förum að eignast eitthvað í alvörunni! Það gerum við ekki öðruvísi en með öflugan bakhjarl sem styður okkur í gegnum súrt og sætt, til þess er Evrópusambandið einmitt gert.
Mæli með að menn hætti svo með því að menn hér og konur fari að lesa sig til í fullri alvöru um hvað sjálfstæði í rauninni snýst og hvernig hægt sé að halda fullu sjálfstæði inn í öflugra efnahagslegu kerfi á borð við Evrópusambandið.
Krónan er dauð en íslenski andinn lifir áfram, og það gerir hann áfram inni í Evrópusambandinu.
Áfram Ísland, áfram Evrópusambandið!
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:45
Svíar, Danir og Finnar eru mun stærri þjóðir en Ísland og því engan veginn hægt að bera þessar þjóðir saman við okkur! Þessi ofsatrúarbrögð á Evrópusambandið eru fáránleg. Í fyrsta lagi þarf að taka yfirvegaða ákvörðun um þessi mál en ekki sækja um í einhverju móðursýkiskasti. Nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins er ekki einu sinni komin fram. Við vitum ekkert hvaða skilmálar okkur yrðu settir, það hefur meira að segja verið rætt um herskyldu allra aðildarþjóða í sameiginlegan her Evrópusambandsins! Til í það? Það sýnir best hvernig Evrópusambandið hefur kúgað okkur til að taka á okkur Icesave skuldirnar hvernig farið væri með okkur í þessu sambandi!
ML (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 15:28
Nei, ég er bara alls ekki til í Evrópusambandið, bara alls ekki. Það er langt frá því að Svíþjóð sé sjálfstætt land, Svíar hafa tapað landinu sínu, en það er nú kannski ekki evrópusambandinu einu að kenna, heldur þeirra eigin stefnu í innflytjenda málum :-(
ESB (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 16:16
Ég er eindregið þeirrar skoðunar að við eigum að stíga skrefið til fulls, sækja um aðild. Mér hugnast ekki þessi millileið, meðan ég veit ekki meira.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.12.2008 kl. 16:50
ML segir "Það sýnir best hvernig Evrópusambandið hefur kúgað okkur til að taka á okkur Icesave skuldirnar hvernig farið væri með okkur í þessu sambandi!"
Sýnir einmitt fullkomlega hvernig ESB lönd gæta hagsmuna sinna saman sem ein heild. Þarna stofnaði utanaðkomandi ríki, reyndar með ölmusufót innan þess, til skuldbindinga sem það gat ekki staðið við. Þetta land tæmdi svo reikningana og gat ekki gert grein fyrir neinu og ofan í allt neitaði að greiða neitt skv. yfirlýsingum frá ráðandi mönnum þar. Eftirlitsstofnanir þessa lands klikkaði alveg og því gátu menn notfært sér fullkomlega þann galla af hálfu þess ríkis innan EES.
ESB hefði ekki brugðist svona við gagnvart aðildarríki.
Hættið svo að tala í hringi, þið sem sjáið allt svart þegar ESB er annars vegar. Kaupið bók um ESB og kynnið ykkur málin áður en þið ákveðið að gaspra um eitthvað sem þið viðið ekkert um á svona opinberum vettvangi.
Göngum til viðræðna og kjósum um það sem út úr þeim viðræðum kemur.
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 17:42
svíinn talar af viti.. það er ekki hægt að segja um marga aðra hér í þessum þræði.
Óskar Þorkelsson, 5.12.2008 kl. 18:10
Ég sé það á skrifum þínum Svíi að ég veit töluvert meira um Evrópusambandið en þú. Það er nefnilega ekki rétt að ESB bregðist ekki aðildarríkjum, sum ríki eru með mörg hundruð prósent betri kjör en önnur í sambandinu. Heldurðu virkilega að við fengjum einhverju ráðið í ESB? Við myndum ráða álíka miklu og eitt hérað á Spáni. Svo má ekki gleyma því að sambandið var m.a. stofnað til að samnýta auðlindir Evrópu betur, og hvernig ætli við komum þar inn í myndina? Áður en við förum að demba okkur í aðildarviðræður held ég að við ættum allavega að bíða eftir nýju stjórnarskránni og sjá hvað okkur býðst. Ég sé nefnilega ekki allt svart þegar kemur að ESB, hins vegar virðisr þú vera frekar viðkvæm/ur fyrir því að bent sé á áhætturnar og gallana. Viltu frekar velta þeim fyrir þér þegar við höfum þegar hafið viðræður við ESB?
ML (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 18:34
Ég verð líka að leiðrétta það sem þú, Svíi, skrifar um að "ríki" hafi stofnað til skuldbindinga sem það gat ekki staðið við. Þetta er bara rugl. Það var engin ríkisábyrgð á bönkunum, tryggingasjóður átti að sjá um að bæta þeim innistæðueigendum sem töpuðu peningum sínum eins mikið og til var inni á þeim sjóði. Því miður var sjóðurinn ekki hannaður fyrir annað eins bankahrun en það er eftirlitsstofnunum Breta að kenna að vera ekki búnir að tryggja hag þegna sinna betur en svo. Auðvitað sögðust ráðamenn á Íslandi ekki ætla að borga þetta þar sem okkur bar ekki að gera það. En svo ákvað stjórn ESB að taka undir með Bretum og hvatti Ísland til að "standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar". Okkur var hreint og beint hótað að vera rekin úr alþjóðasamfélaginu. Það er bara ekki hægt að skilja hvernig stjórn ESB fær það út að við ættum að borga þessa reikninga þar sem þá væri algjörlega óþarft að hafa tryggingasjóð og ríkið hefði bara átt að bera ábyrgð á bönkunum. En það hefði aldrei verið samþykkt af íslensku þjóðinni að hagnaðurinn af bönkunum væri einkavæddur en ef þeir færu í þrot þá bæri ríkið ábyrgð! Þess vegna má segja að ESB hafi terroræsað okkur til að borga þessa reikninga og steypt okkur í gríðarlega skuld. Svo verður spennandi að sjá hvort ESB býðst til að borga eitthvað af þessum skuldum fyrir okkur ef við göngum í sambandið. Þá er þetta nokkuð sniðugur leikur hjá þeim til að plata okkur í sambandið.
ML (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 18:49
ML: Þú virðist misskilja þann grunn sem ESB byggir á. ES er ekki sambandsríki, og nokkuð ljóst er að aðildarríkin vilji ekki að svo verði. Mestu mistökin þegar kosið var um "stjórnarskrá ESB" hér um árið var einmitt að kalla hana stjórnarskrá en ekki stjórnarsáttmála, sem Lisabonsáttmálinn varð svo. Fyndna við þann síðarnefnda var það að hann átti að auka á lýðræði í Evrópusambandinu en sökum vinstriafturhaldsafla sem sannfærðu sína samlanda um að stjórnarsáttmálinn myndi gera hið gagnstæða felldu þeir samninginn. Sýnir glöggt hvað vitlaus umræða, líkt og á sér mjög oft stað hér á mbl.is blogginu, getur leitt fólk út í fullkomnar ógöngur.
En til að leiðrétta þig, aftur , ML þá er ES samstarf sjálstæðra ríkja sem með samvinnu sín á milli í nafni fjórfrelsisins. Ef einstakt ríki stendur sig efnahagslega illa þá reynir ESB eftir fremsta megni að veita því fjárhagslega aðstoð og ráðgjöf en oftar en ekki eru vandræðin djúpstæðari en það, sem orsakar oft hátt atvinnuleysi og lága landsframleiðslu. Þetta þýðir það að þó að Íslandi fari inn í ESB og taki upp Evru verðum við að viðhalda samkeppnishæfni ríksins innan ESB til að laða að okkur fjárfestingar og hæft starfsfólk. Þetta kallast frjáls og opinn markaður, en ekki markaður stjórnaður af klíkum og skyldmennum líkt og hér ríkir. Þeir sem predíka um að okkur stafi ógn af ESB eru einmitt þeir sömu sem missa þessi klíkuvöld þegar þar er inni. Með öðrum orðum, frelsi og lífsgæði íslenskra ríkisborgara innan ESB gerir okkur enn sjálfstæðari en við nú erum. Pælið í því.
ML: Hvet þig svo til að kaupa þér góða ESB bók og lesa hana spjaldanna á milli fordómalaust.
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 18:59
Ég er búinn að lesa þessa grein í þrígang (og skrifa smá blogg þar sem hún kemur við sögu) og Emerson mælir ekki með einhliða upptöku evru ef ætlunin er að sækja um aðild að ESB.
Hans megin niðurstaða í greininni er að þetta tvennt fari ekki saman.
Spurningar hans um lagaleg úrræði og pólitískar afleiðingar eru þannig að ef svarið við þeim er játandi, þá væri það ábyrgðarlaust að fara með þjóðina út í tilraunastarfsemi af þessu tagi. Það þarf að tryggja sterkan grunn fyrirfram, áður en svona er gert.
Haraldur Hansson, 5.12.2008 kl. 19:03
Tölvan eitthvað að stríða mér. Birti hér pistilinn minn aftur, vonandi réttan að þessu sinni:
ML: Þú virðist misskilja þann grunn sem ESB byggir á. ES er ekki sambandsríki, og nokkuð ljóst er að aðildarríkin vilji ekki að svo verði. Mestu mistökin þegar kosið var um "stjórnarskrá ESB" hér um árið var einmitt að kalla hana stjórnarskrá en ekki stjórnarsáttmála, sem Lisabonsáttmálinn varð svo. Fyndna við þann síðarnefnda var það að hann átti að auka á lýðræði í Evrópusambandinu en sökum vinstriafturhaldsafla á Írlandi, sem sannfærðu sína samlanda um að stjórnarsáttmálinn myndi gera hið gagnstæða, felldu þeir samninginn. Sýnir glöggt hvað vitlaus umræða, líkt og á sér mjög oft stað hér á mbl.is blogginu, getur leitt fólk út í fullkomnar ógöngur.
En til að leiðrétta þig, aftur , ML þá er ESB samstarf sjálstæðra ríkja sem með samvinnu sín á milli í nafni fjórfrelsisins hámarkar afkomu allra aðildarríkjanna. Ef einstakt ríki stendur sig efnahagslega illa þá reynir ESB eftir fremsta megni að veita því fjárhagslega aðstoð og ráðgjöf, en oftar en ekki eru vandræðin djúpstæðari en það sökum ósamkeppnishæfni, sem orsakar oft hátt atvinnuleysi og lága landsframleiðslu. Þetta þýðir það að þó að Íslandi fari inn í ESB og taki upp Evru verðum við að viðhalda samkeppnishæfni ríksins innan ESB til að laða að okkur fjárfestingar og hæft starfsfólk. Þetta kallast frjáls og opinn markaður, en ekki markaður stjórnaður af klíkum og skyldmennum líkt og hér ríkir. Þeir sem predíka um að okkur stafi ógn af ESB eru einmitt þeir sömu sem missa þessi klíkuvöld þegar þangað er inn komið. Með öðrum orðum, frelsi og lífsgæði íslenskra ríkisborgara innan ESB gerir okkur enn sjálfstæðari en við nú erum. Pælið í því.
ML: Hvet þig svo til að kaupa þér góða ESB bók og lesa hana spjaldanna á milli fordómalaust.
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 19:28
Svíi, þú svaraðir nákvæmlega engu af því sem ég sagði áðan en sagðir bara svona hitt og þetta sem lítur vel út á blaði. Hvað ertu að tala um að ég sé að misskilja að ESB sé ekki sambandsríki? Ég vitnaði bara í EvrópuSAMBANDIÐ sem SAMBANDIÐ ef það er það sem er að rugla þig. Þú getur ekki neitað því að auðlindastefna ESB er hlutdeildarstefna. Þ.e.a.s að öll aðildarríki fá ákveðna hlutdeild í auðlindum annarra aðildarríkja. Þar sem við erum með gífurleg auðlindaverðmæti á hvern einstakling hér á Íslandi getur þessi stefna ekki annað en komið okkur illa. Við munum alltaf fá minna en við myndum láta af hendi. ESB er heldur ekki annað en ein stór klíka þar sem stofnríkin fá mun betri kjör en önnur ríki, hvað kallarðu það?
ML (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 19:57
Getum við fullyrt með góðri samvisku að við séum sjálfstæð þjóð? þar sem við höfum þurft að taka upp lög og reglugerðarverk ESB að svo miklu leyti (og án þess að við höfum eitthvað um það beint að segja núna) að aðildaviðræður okkar myndu taka miklu styttri tíma en annara ríka? Ráðum við einhverju núna um það hvað Brussel ákveður og við þurfum að taka upp í okkar lög? Held nú ekki.
Nk. spurningar til þeirra sem telja sig vita (hef ekki fundið almennileg svör við þessum spurningum):
1) Auðlindastefna sambandsins: eru olíulindir breta undanþegin henni? ef svo er, af hverju myndi það ekki gilda um okkar orkuauðlindir?
2) Fiskveiðistefna: nú eru uppi raddir innan EBE að taka upp líka stýringu og íslendingar glæptust (því miður) á að taka upp, við gætum hugsanlega haft jákvæð áhrif á þá hugsun þeirra og varað við þeim afleiðingum sem við lentum í vegna þeirrar stýringar, eða?
3) Einu sinni inn, aldrei út?. Tja, nú fóru t.d. Grænlendingar úr EBE hér á árum áður, af hverju er það morgunljóst að ef íslendingar fari í EBE að ekki sé leið út ef ekki verður jákvæður árangur af veru okkar í EBE?
Hef örugglega fleiri spurningar svona ef ég fæ einhv. vitræn svör við þessu (m.a. hefur Samfylkingin ekki svarað þessu almennilega).
Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 20:49
Vissi að ég hefði fleiri spurningar:
1) hvaða góða bók um EBE mælið þið með?
2) (Einhliða) upptaka evru: þeir sem vilja eitthvað annað en evru (einhliða eða marghliða, því íslenska krónan er á vonarvöl): hvaða annar gjaldmiðill er raunverulega í boði? Norðmenn eru búnir að segja nei við okkur, meira að segja Steingrímur er búinn að viðurkenna það), dollar? gjaldmiðill sem á allt sitt undir kínverjum?
Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 21:00
ML: Því miður sá ég ekki báða póstana hjá þér áðan.
Það sem ég var að vitna í þegar ég undirstrikaði það að ESB væri ekki sambandsríki er þegar þú bendir á að "..sum ríki eru með mörg hundruð prósent betri kjör en önnur í sambandinu" sem er gömul klisa sem heyrist því miður aftur og aftur og verð ég fá að leiðrétta hjá þér. Það er undir hvert og eitt ríki komið að standa sig í frjálsi samkeppni. Þessi ríki sem um ræðir þarna standast hana augljóslega ekki eins og staðan er í dag en um leið betur í stakk búin til að verða stöndugri þegar fram líða stundir enda greiða þau minna í sjóði ESB en þau taka úr þeim, seinna snýst það við til aðstoðar annarra ver staddra landa. Verða menn að deila mér sér auðlindum, enda höfum við haft óþrjótandi aðild að auðlindum Evrópuríkjanna í gegnum EES í gegnum árin en á móti ekki aðildarríki ESB hjá EES ríkjunum. Ekki furða að við séum frekar illa séð í gegnum þennan samning.
Varðandi það að við séum örríki í hinu stóra "ESB bákni" þá veistu kannski ekki það að þingmenn Evrópuþingsins skiptast ekki niður eftir þjóðernum heldur eftir flokkadráttum. Þingssætin á Evrópuþingini er eru 785 talsins, þar eru Þjóðverjar með flest sætin, eða 99. Svíar eru t.d. með 19, Luxemburg með 6 og reiknað með því að við myndum fá 4. Enn og aftur er miðað við fjöldi íbúa þega fjöldi þingmanna fyrir hvert land er ákveðið. Hins vegar fá smáríkin mun fleiri þingmen en fjöldi þeirra þjóða gefa til kynna og eru því öflugri miðað við höfðatölu. Má því segja að ef einhver lýðræðishalli sé innan ESB þá er hann gagnvart smærri ríkjum. Við ættum t.d. að vera með 1/2 þingmann miðað við okkar höfðatölu.
Varðandi Icesave málið þá standa öll spjót að okkur. Davið veit hvað gerðist og virðist þær upplýsingar sem hann hvílir á benda til þess að málið sé alfarið okkar sóðaskapur. ESB sýndi fullkomna samstöðu þarna, ekkert flóknara en það.
"ESB er heldur ekki annað en ein stór klíka þar sem stofnríkin fá mun betri kjör en önnur ríki." Ekki rétt. Smáríkin hafa borið mun meira úr býtum úr sambandinu en stærri ríki, en í raun hafa öll aðildarlönd ESB farnast betur innan sambandsins en utan þess, þó einkum lönd sem hafa Evruna. Og gamla góða Íslenska ráðið að þiggja bara en ekkert gefa getur haldið áfram en með jákvæðum formerkjum þegar við erum komin inn í sambandið.
Eina sem ég set spurningu við, sem við fáum ekki svarað öðru vísi en að ganga til samninga, er hverni auðlindin okkar í hafinu verður meðhöndluð. Skv. lögum ESB þá hafa allar þjóðir sambandsins aðgang að 200 mílna lögsögu allra þjóða sambandsins nema hvað að hver þjóð ræður yfir 12 mílna lögsögu síns ríkis og hefur engin önnur þjóð heimild til að veiða innan þeirrar lögsögu. Ísland er þó með þá sérstöðu að aflaverðmæti sjávarútvegsins sem hluti af útflutningstekjum er um 40% af GDP á móti eitthvað vel innan við 1% hjá flestum löndum ESB (er meira að segja 2.1% hjá Normönnum). Með þetta í huga hef ég fulla trú á að náttúruauðlind sem er svo stór partur af útflutningstekjum eins og hér er hafi sterka stöðu til að gera einhvers konar sérsamning hvað það varðar, enda hafa aðrar þjóðir gert slíka samninga á sömu forsendum (Svíþjóð með timburiðnaðinn osfrv.)
Því miður sýnist mér að ML sé einmitt sjálfur að varpa fram einhverju sem lúkkar vel út á blaði en er svo frekar innihaldsrýrt þegar betur er að gáð.
Eygló: Ég mæli með "The government and politics of the European Union" eftir Neil Nugent sem fæst í Bóksölu stúdenta. Mikil og ítarleg bók þar á ferðinni sem ætti að vera skyldulesning eins og staðan er í dag.Kv. SvíiSvíi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 21:43
Maður er farinn að sjá tvöfalt hér:
"Má því segja að ef einhver lýðræðishalli sé innan ESB þá er hann gagnvart smærri ríkjum." = Má því segja að ef einhver lýðræðishalli sé innan ESB þá er hann ekki á kostnað smærri ríkja.
"Með þetta í huga hef ég fulla trú á að náttúruauðlind sem er svo stór partur af útflutningstekjum eins og hér er hafi sterka stöðu til að gera einhvers konar sérsamning hvað það varðar, enda hafa aðrar þjóðir gert slíka samninga á sömu forsendum (Svíþjóð með timburiðnaðinn osfrv.) " = Með þetta í huga hef ég fulla trú á að náttúruauðlind sem svo stór partur af útflutningstekjum eins og um ræðir hjá okkur skapi Íslendingum ákveðna sérstöðu sem ætti að veita einhvers konar sérsamning hvað það varðar, enda hafa aðrar þjóðir gert slíka samninga á sömu forsendum (Svíþjóð með timburiðnaðinn osfrv.)
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 21:51
Í þessum greinum eru komin fram góð rök fyrir að taka upp evru einhliða og sækja svo um inngöngu í ESB ef vill, Svartfellingar komust upp með þetta. (Að taka upp dollar er svo sem ágætt líka en heldur slakara, aðalmálið er þó að fá alvöru gjaldmiðil, það er minnsta málið að skipta svo út dollar fyrir evru ef og þegar við göngum í ESB og uppfyllum Mastrichtskilyrðin). En drífum nú samt í að taka upp evruna.
Mér virðist að Emerson mæli með einhliða upptöku evru nú sem fyrst - og svo aðild að ESB eftir fáein ár: „Í ljósi þess að einhliða upptaka evru er illa séð innan ESB myndu Íslendingar gera sér bjarnargreiða með því að taka upp evru skömmu áður en þeir sæktu um inngöngu. [...] Hins vegar gæti liðið langur tími frá upptöku evru fram að mögulegri aðildarumsókn. Þörfin á fjárhagslegum stöðugleika er mikil á Íslandi, og ákvæðu íslensk stjórnvöld að taka upp evru gerðu þau það líklega á fyrri hluta árs 2009. [...] Fyrir Íslendinga er spurningin um gjaldmiðilinn brýn og aðkallandi, spurningin um inngöngu í ESB er það ekki. Hafa má fordæmi Svartfjallalands til hliðsjónar. Evrópusambandið var lítt hrifið af einhliða upptöku evru þar í landi. Nú er búist við að Svartfjallaland sæki um fulla aðild að ESB í árslok 2009 og virðist evruupptakan ekki vera neitt ágreiningsefni. Með tíð og tíma gæti þetta fjórða og síðasta álitamál líka leyst af sjálfu sér fyrir Ísland.“
krónan ónýt (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 21:52
Svíi, Evrópusambandið byrjaði sem kola og stálbandalag en með stjórnarskránni; með sameiginlegan forseta, meiri völd til meirihluta þingsins (þar sem við fengjum ca 0,05% atkvæðavægi) Fækkun í ráðherraráðinu þannig að hvert ríki hafi ekki lengur ráðherra og sameiginlega utanríkisstefnu, að þá sé ég ekki að það sé hægt að kalla þetta nokkuð annað en sambandsríki.
Þeir fóru reyndar að ráðum þínum að hætta að kalla þetta stjórnarskrá eftir að þetta var fellt í fyrsta skipti, en ætli það hafi ekki verið stærsta breytingin auk þess sem fæstar ríkisstjórnir þorðu að bera samninginn undir þegnana sína.
Írar fengu þó þjóðaratkvæðagreiðslu og felldu, en verða líklega bara látnir kjósa aftur.
Ég held að það sjái það hver maður sem hefur fyrir því að opna augun á hvaða leið Sambandið er á og það er alls ekki ólíklegt að næsta skref verði sameiginlegur her jafnvel með herskyldu.
Og þó að ESB sé klúbbur sem stendur oftast saman gagnvart utanaðkomandi ógnum (þó hann hafi verið ósamstæður í viðbrögðum við efnahagskrísunni) að þá er það alveg klárt hverjir ráða þegar lönd innan sambandsins deila.
Haraldur
Ég get ekki lesið annað út úr greininni en að hann mæli með því að við tökum Evruna upp einhliða nú þegar jafnvel þó að við ætlum inn seinna meir. Hann varar bara við því að gera það of skömmu eftir upptöku Evrunnar.
En ef þið óttist að ESB sé svona geðillur og hefnigjarn risi eyðileggi aðild fyrir okkur ef við tökum upp Evruna, af hverju þá ekki að taka upp bandaríkjadalinn. Það er allt betra en þessi korktappi sem krónan er, við þyrftum ekki að taka jafn afdrifaríka ákvörðun eingöngu útfrá gjaldmiðlinum, en væri samt sem áður frjálst að sækja um aðild ef við svo viljum og værum þá komin með Evruna eftir 4+ ár.
Það væri enginn munur nema að við hefðum nothæfan gjaldmiðil á meðan beðið væri eftir Evru.
Ingólfur, 5.12.2008 kl. 22:41
Varðandi herskylduna þá er hún ekki ólíkleg en aftur á móti liggur fyrir að Evrópusambandið muni ekki halda úti árasarher heldur yrði hann notaður til varnar Evrópu og í friðargæslu. Fyrir utan það þá er herskyldan sem slík ekki slæmt fyrirbæri, heldur hefur það verið sýnt fram á að hún auki aga og dugnað, eitthvað sem við kannski höfum farið á mis við hér heima.
En þannig að ég haldi mér við bloggfærslu Dofra þá það gerlegt að taka hér upp Evru en með öllu siðlaus og gæti jafnvel orðið til þess að skaða EES samning okkar við ESB. Meira hef ég ekki um það að segja.
Þakka góða pistla hér í kvöld.
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 23:16
Ingólfur Harri:
Það er einfalt mál að skrifa blogg eða blaðagrein og velta upp spurningum. Koma með svör og láta eins og þetta sé ekki svo flókið. Það er annað mál að stjórna landinu og fara út í svona aðgerð. Þetta er eins og með fótboltann, það eru mörg þúsund manns sem vita betur en þjálfarinn.
Það er ekki nóg að það sé "ekkert sem bannar" að gera eitthvað fyrir hönd heillar þjóðar. Það er ekki nóg að "líkurnar séu litlar" á að beitt verði refsiaðgerðum eða að uppsögn EES samnings yrði "vísað frá dómi". Við eigum ekki að kæra okkur í gegnum svona ferli.
Svo er það þessi setning: "Það er líka illmögulegt að rifta EES-samningnum við Ísland, því það krefðist einróma samkomulags aðildarríkjanna 27, sem er ólíklegt að myndi nást." Værir þú tilbúinn í að vera forsætisráðherra og leiða þjóðina í slíka vegferð? Sannfæra kjósendur á öllum aldri um að það sé ólíklegt að þeir bíti frá sér og því sé í lagi að láta bara vaða? Það væri ekki ábyrg landsstjórn.
Hann segir líka að einhliða upptaka sé andstæð umsókn um aðild. En það "gæti liðið langur tími" fram að umsókn og að með tíð og tíma þá gæti sú óvild sem skapaðist "leyst af sjálfu sér". Er það gott veganesti? Kýlum bara á'ða, þeir verða hættir í fýlu þegar við sækjum um árið 2013! Mig grunar að fylgismenn aðildar vilji hefja aðildarviðræður fyrr. Miklu fyrr.
Það má vel vera að þetta sé hægt, en grundvöllurinn þarf að vera miklu tryggari en það sem Emerson lýsir. Ef samþykki ESB lægi fyrir væri þetta allt annað mál. Við ættum kannski að fylgjast með hvernig kreppan leikur Evrópu áður en ákvörðun er tekin.
Sting upp á að þú fylgist með þróun efnahagsmála í Grikklandi eftir áramótin. Fróðlegt fyrir okkur að fylgjast með hvernig evran reynist þeim í baráttunni við kreppudrauginn. Svo er líka rangt að dæma alltaf krónuna sem skaðvald þó við vitum að hrunið sé fyrst og fremst mannanna verk. Krónan var hvorki starfsmaður í seðlabanka né fjármálaeftirliti, heldur verkfæri í höndum manna sem voru knúnir af græðgi og framleiddu loftbólur.
Haraldur Hansson, 6.12.2008 kl. 00:45
Ég væri kannski alveg til í að fara í aðildarviðræður við ESB ef ég treysti þeim sem ættu að leiða viðræðurnar, en því er því miður ekki fyrir að fara. Kannski ef kosnir væru fulltrúar í samninganefndina í beinni kosningu.
Héðinn Björnsson, 6.12.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.