Hvað með samræmi í launamálum?

Nú eru þessir bankar ríkisstofnanir. Forsendur ofurlauna bankanna brustu. Er til of mikils mælst að laun lykilstjórnenda séu í samræmi við laun annarra opinberra embættismanna í svipuðum stöðum?


mbl.is Forstjóri Landsbankans lækkar í launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Geir Hilmar er góður strákur en algjörlega óhæfur í sínu starfi

Geir Hilmar hefur skráð nafn sitt í sögubækurnar sem forsætisráðherrann sem setti þjóðina á hausinn með andvaraleysi sínu, aðgerðarleysi og almennri óhæfni í starfi. Hann ætlar hinsvegar ekki að láta staðar numið við það lítilræði. Ekki er nóg með það að hann axli ekki pólitíska og faglega ábyrgð með því að segja af sér heldur kappkostar hann það að lýsa yfir trausti á samskussa sína sem sitja í SI, FME og nýju bönkunum.

Enginn skal axla ábyrgð í þessu sameiginlega skipbroti skussanna. Með hrokann, einfeldnina og veruleikafyrringuna að leiðarljósi, telur Geir Hilmar að hann sé best til þess fallinn að hreinsa upp skítinn eftir sjálfan sig. Það er í sjálfu sér virðingarvert, en þetta starfsnám Geirs Hilmars (sem ég vill kalla svo) hefur kostað og er að kosta þjóðina lauslega áætlað u.þ.b. 1 milljarð á dag. Það eru há skólagjöld. Þetta starfsnám Geirs hefur einkennst af ráðaleysi, aðgerðarleysi og röngum ákvörðunum í þau fáu skipti sem einhverjar ákvarðanir hafa verið teknar.

Þorgerður Katrín nefndi það í þætti hjá Birni Inga í morgunn að kannski væri kominn tími til þess að stjórnvöld færu að hlusta betur á ráð annara. Dokum aðeins við.

Þjóðin er svo gott sem farin á hausinn.

Það stefnir í fjöldagjaldþrot heimila og fyritækja.

Atvinnuleysi stefnir hátt í 20% innan árs.

Þjóðarframleiðsla dregst líklega saman um ein 10-15 % á næsta ári.

Ísland er orðið skulsettasta og fátækasta ríki hins vestræna heims.

Jú, það er líklega eitthvað til í þessu hjá henni. Kannski er kominn tími til þess að stjórnvöld fari að hlusta á ráð annara.

Allar aðgerðir eftir hrun hafa verið tilviljanakenndar og ómarkvissar. Sömu aðilarnir og komu okkur í þetta ófremdarástand, sitja enn við völd. Þar á ég við stjórnvöld og embættismenn. Spillingin virðist grassera í nýju bönkunum sem og í skilanefndum gömlu bankanna. Sömu skussarnir og komu gömlu bönkunum í þrot, sitja nú við stjórn í nýju bönkunum. Skilanefndirnar eru skipaðar mjög vafasömum aðilum í mörgum tilvikum. Icesave, sem átti ekki að kosta okkur krónu skv. fréttum í nóvember, kemur til með að kosta okkur 150 milljarða samkvæmt nýjustu tölum.

Íslenska þjóðin stendur á krossgötum. Það þarf að hreinsa til og stokka upp. Það dugir enginn kattaþvottur. Fyrsta skrefið í slíkri uppstokkun er það að yfirskussinn, Geir Hilmar, segji af sér og að mynduð verði utanþingsstjórn með fagfólki sem hægt er að treysta til þess að stjórna við þessar aðstæður. Þá fyrst er hægt að fara að hreinsa til á neðri stigum, þ.e. í eftirlitsstofnunum og í bönkunum.

Geir Hilmar þarf að gera sér grein fyrir því að hann er mjög stór hluti af, ef ekki stærsti hluti vandamálsins. Hann er fyrir löngu búinn að fremja sitt pólitíska Hara-Kiri þó svo að hann virðist ekki gera sér grein fyrir því sjálfur. Hans pólitíska arfleifð verður jafn ömurleg og ástandið er núna. Hann mun aldrei verða hluti af lausninni.

Guðmundur Pétursson, 24.12.2008 kl. 05:22

2 identicon

Alveg er þessi aðdáun fólks og ofmat á Geir Haarde gengin út í öfgar - hann kom heimskreppu af stað - hann stjórnar framgangi hennar - hann er einn í ríkisstjórn - hann er sá eini sem hefur ákvörðunarvald í veröldinni -- ágæta fólk er ykkur ekki sjálfrátt??? Og á sama tíma á hann að vera stærsta vandamál sögunnar hér og erlendis - sem hann vissulega væri ef hann hefði öll þessi völd og hefði gert alla þessa hluti. Hitt er svo annað að hafi Björgólfur Guðmundsson logið til um eignir Landsbankans í Bretlandi á hiklaust að ganga að öðrum eigum hans þar og hér heima sem og hvar sem til þeirra næst. Ég sagði Björgólfur - ekki Geir - enda er þessi Björgólfur stór hluti af þeim anga heimskreppunnar sem snýr að okkur - hann naut reyndar dyggrar aðstoðar Ólafs Ragnars Grímssonar sem hældi sér af af forystu sinni í útrásinni alveg þar til hún sprakk. Ég ætla að láta Guðmund Pétursson njóta vafans - hann skrifaði sinn pistil jú kl. 05.22 í morgun.

Ég get þó ekki látið hjá líða að talið er að atvinnuleysi verði um 7% en ekki 20% eins og Guðmundur heldur fram. Kanski er það pólitísk óskhyggja hans. Aðrar yfirlýsingar eru á svipuðum nótum - niðurrifs nótum - og það er leitt -

Gleðileg jól öll - við vinnum okkur út ér þessu saman - höfum jú fyrr séð það svart t.d. þegar Ólafur Ragnar sat í ríkisstjórn fyrir nokkrum árum - þá var heimatilbúin kreppa.

Bestu kveðjur

Ólafur I. Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 08:26

3 identicon

Ég gleymdi einu áðan

Er ráðherra bankamála ekki í Samfylkingunni??

Eða ræður Geir þar líka??

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 08:35

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir glæsilegan pistil Guðmundur Pétursson.

Óskar Þorkelsson, 24.12.2008 kl. 10:54

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þó bankarnir séu ríkisstofnanir, eru í gildi kjarasamningar um laun starfsmanna bankanna og þar af leiðandi verður að taka mið af þeim þegar laun starfsmanna þeirra eru ákveðin. Þeir samningar hljóta að vera aðgengilegir á netinu eins og aðrir kjarasamningar og best að skoða þá.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.12.2008 kl. 23:05

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hér er linkur inn á kjarasamning starfmanna fjármálafyrirtækja   her

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.12.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband