Fókusinn á framtíðina

Það er að vísu óþarfi að fara í sérstakar kosningar um það hvort við eigum að fara í aðildarviðræður. Það liggur ljóst fyrir að við eigum að láta á það reyna hvað við gætum fengið út úr slíkum viðræðum. Nóg væri að skipa þverpólitískan hóp sem fengi það verkefni að skilgreina samningsmarkmið okkar.

Ef hins vegar margir vilja kjósa um það hvort fara á í aðildarviðræður eða ekki er sjálfsagt að sýna þeim lýðræðislegu sjónarmiðum virðingu. Og eins og Ingibjörg Sólrún bendir á væri auðvitað gráupplagt að stíga skrefið til fulls og gefa fólki kost á að kjósa aftur til Alþingis.

Eftir hrun efnahagskerfisins, eftir hrun frjálshyggjunnar sem fylgt hefur verið eins og guðsorði í tæpa tvo áratugi og eftir það fjárhagslega hrun sem fólk fær nú að reyna á eigin skinni er engin krafa sanngjarnari en að fá að kjósa á ný til Alþingis.

Ég er ósammála þeim sem telja það óráð. Það er óráð að bíða. Með því að boða til kosninga er fókusinn settur á framtíðina, flokkarnir (gamlir og nýir) fá tækifæri til að endurskoða hlutverk sitt og tilgang, skipta út mannskap eftir því hver telur þörf á og leggja framtíðarsýn sína (og trúverðugleika) í dóm kjósenda.

Kosningar á vormánuðum er bæði sanngjörn krafa og skynsamleg áætlun.


mbl.is Alþingiskosningar samhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er tæplega meira óráð að kjósa sem fyrst en að hafa þingmenn heima í jólafríi í mánuð eða stjórn sem er óstarfhæf sökum sundurlyndis.

En það er algjör nauðsyn að kjósa um aðildarviðræður, hvernig sem á það er litið. Bara það að byrja viðræður (hálfnað er verk þá hafið er) er svo stórt skref að engin stjórn getur farið út í það án þess að hafa til þess umboð frá þjóðinni. Þessi stjórn hefur það ekki.

Haraldur Hansson, 3.1.2009 kl. 00:52

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er sammála þér að það sé óþarfi að kjósa um það hvort eigi að fara í aðildarviðræður. Það á að hefja þær sem fyrst og kjósa síðan um samninginn þegar hann liggur fyrir. Krafan um kosningar gefur glumið frá því í haust og verið nokkuð hávær. Ég hef reyndar sett ákveðið spurningarmerki við kosningar því ég sé ekki á þessari stundu um hvað á að kjósa. Eru komin fram ný stjórnmálaöfl, vill fólk breytt kosningafyrirkomulag, á að skipta út frambjóðendum hjá flokkunum eða hver er krafan. Þá er ég að meina það fólk sem staðið hefur fyrir þeim mótmælum sem hafa verið í gangi, eru komnar fram einhverjar aðrar lausnir, leiðir eða stefnur. Þetta er mínar vangaveltur og það er ekki víst að svör fáist hér og nú.

Ég hef persónulega ekki á móti því aðganga til kosninga á grundvelli þess kosningafyrirkomulegs sem við höfum í dag. Ég sé persónulega ekki þörf á nýjum stjórnmálaöflum, en það er ætíð svo að endurnýjun verður á fulltrúum í hverjum kosningum. Vitanlega vil ég veg lýðræðislegrar jafnaðarstefnu sem mestan og ekki vanþörf á nú þegar uppbyggingin er að hefjast

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.1.2009 kl. 02:46

3 identicon

Það verður að kjósa nú á vormisseri og ný stjórn ákveður um aðildarviðræður á grundvelli þeirra stefnuskrá, sem liggur fyrir í kosningabaráttunni.  Það er tvíverknaður að kjósa um hvort við eigum að fara umræður.

Ég er hins vegar hræddur um að þröngar forsendur verði lagðar til grundvallar mat á umsókn, rætt um að stærstu málin verði sjávarútvegur og afsal fullveldis.  Í mínum hug snýst þetta um menningu og að við skipum okkur með vinaþjóðum.  Sköpum þjóðfélag  sem veitir öllum þegnunum öryggi og fjölskylduvænt umhverfi.

Stefán J Hreiðarsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 12:12

4 identicon

Eins og staðan er í dag er óábyrgt að kjósa en ef samfylkingin vill stjórnarslit þá þau um það.

Ásgeir Jóhann Bragason (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband