Lýsum yfir sjálfstæði Grafarvogs!

Það er nú dálítið sérstakt að ríkið telji sér ekki skylt að halda uppi lágmarksþjónustu við eitt stærsta hverfi borgarinnar. Stundum hefur maður talið að það ætti að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu en það er kannski bara rugl. Við í Grafarvoginum ættum kannski miklu frekar að lýsa yfir sjálfstæði!
mbl.is Vínbúð í Spönginni lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Hvernig væri það nú.

TómasHa, 7.1.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Kannski grafarvogsbúar ættu þá að fara að versla í  heimabyggð.... Ef ég ætla í róglegt bónus, tómt hagkaup eða galtóma vínbúð fer ég í spöngina.

En ég þarf að sækja þetta allt þangað á hjólinu mínu því ekkert af þessu er í blessaðar grafarholtinu.... hvað þá úlfarsfellinu sem fær ekki einu sinni skóla fyrir börnin sín

Vilberg Helgason, 7.1.2009 kl. 23:57

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þetta eru mikil tíðindi og slæm. Ekki aðeins mun þetta skerða mjög þjónustu ÁTVR við Grafarvogsbúa, heldur mun þetta einnig bitna mjög á öllum öðrum fyrirtækjum í Spönginni. Forsenda blómlegs viðskipta- og mannlífs í hverfiskjörnum eins og Spönginni er fjölbreytt verzlanaval.

 

Ætli það þætti ekki rýra gildi Mjóddarinnar eða bara Kringlunnar og Smáralindarinnar er ÁTVR hyrfi þaðan. Svo eru 2 vínbúðir með stuttu millibili í Kópavoginu... hvað eru þessir menn (karlar og konur) að hugsa?

Vilberg, ég veit ekki hvenær þú ert á ferðinni en það er greinilega ekki þegar flestir Grafarvogsbúar eru í innkaupum. Sjálfur verzla ég í Spönginni og þar er alltaf margt um mannin þegar ég er að erindast. Grafarvogsbúar verzla nefnilega í heimabyggð.

Emil Örn Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: Jörundur Garðarsson

Flott hugmynd, Grafarvogur sjálfstætt ríki og Vestfirðir líka sjálfstætt ríki með 200 mílna landhelgi fyrir sig

Jörundur Garðarsson, 8.1.2009 kl. 14:58

5 identicon

Ég hef búið í Grafavoginum og verð að segja það að ég er ekki hissa á þessari ákvörðun. Þessi verslun var alltaf nærri því tóm. Grafarvogsbúar versla ekki í heimabyggð'. Það er á tæru.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 20:53

6 identicon

Haraldur Sverrison bæjarstjóri hefur sagt að Reykjavík sé ofstór og fókuseruð á nesið og því ætti að stækka Mosfellsbæ að Elliða á. Kannski að Grafarvogur hafi það betur undir Mosfellsbæ en Reykjavík. Íbúar Grafarvog munu allavega vega þyngra hjá Mosó en RVK.

Enda er hverfið hannað sem svefnhverfi þ.s. hver skipulagssnillingurinn á eftir annan hefur getað látið ljós sitt skína. Þetta hverfi er ekkert annað en hörmung, hverfið þverskorið af stofnbrautum sem hindra alla tengingu í hverfinu.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband