Trúlega ekki ofmetið

Þvert á það sem hagfræðingarnir 32 skrifuðu í Moggann á miðvikudaginn er besta lausnin og í raun það eina sem hægt er að gera nógu fljótt til að bjarga fyrirtækjum og heimilum í landinu að skipta einhliða um gjaldmiðil.

Auðvitað er það engin töfralausn, enda hefur enginn haldið slíku fram. Einn hluti af vandanum er að það ríkir alþjóðleg fjármálakreppa og við breytum því ekki. Annar hluti er sá að eftir hrun bankanna ríkir vantraust á íslensku efnahagslífi en alvarlegast er þó að eftir hrunið vantreystir umheimurinn algerlega hinni íslensku krónu. Lái þeim hver sem vill - myntin var um nokkurra ára bil notuð í alþjóðlegum veðmálum (vaxtamunaviðskiptum) þar til blaðran sprakk.

Ef við ætlum að reyna endurlífgun krónunnar með ofurvöxtum og 5 ma $ gjaldeyrisláni sem leggur á okkur vaxtabyrði sem nemur tvöföldu heilbrigðiskerfi landsins þá mun stór hluti fyrirtækja og heimila fara í gjaldþrot. Hef enn ekki hitt neinn hagfræðing sem hefur getað fullvissað mig um annað.

Þess vegna er fráleitt að útiloka einhliða upptöku evru með jafn ómálefnalegum hætti og gert var - að smala saman 32 hagfræðingum og láta þá kvitta upp á grein sem ekki var pappírsins virði. Inn á milli voru þarna stórgáfaðir einstaklingar sem ég skil ekkert í að kvitta upp á svona vitleysu. Hinu er ekki að leyna að þarna er líka hópur manna sem mig minnir að hafi átt þátt í að velja Icesave í 2. sæti yfir viðskiptaafrek ársins 2007 hálfu ári áður en allt hrundi!


mbl.is 3.500 fyrirtæki í þrot?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara áróðurspési. Það sem þessir 32 hagfræðingar eiga sameiginlegt er að þeir eru allir á einn eða annan hátt technokratar íslenskrar peningastjórnar.

Þetta eru menn úr greiningardeildum bankanna, menn úr stjórn Seðlabanklans og hagfæðingar þeirra eða menn sem hafa verið viðriðnir hann á einn eða annan hátt. Það mætti fara yfir hópinn og gera nákvæma úttekt yfir þau hagsmunatengsl sem þeir hafa, en ég nenni því ekki.

Allir eiga þeir það sameiginlegt að fara fyrir aðilum sem hafa og ætla sér að hafa hagnað af krónunni gengishagnað, umboðshagnað og fl.

Þeir gefa í skyn að meiningin hjá okkur sem viljum taka einhliða upp nýjan gjaldmiðil sé að búa til peninga. Það er kannski einmitt það sem þeir ætla að láta krónuna gera fyrir sig enda benda þeir á það að það verði mjög slæmt fyrir erlenda aðila að missa hér út gengishagnað.

Þeir láta bara ekki fylgja að þeir sjálfir eru að reikna sér gengishagnað og er sá hagnaður hluti af eigiðfé bankanna og stórfyrirtækjanna í landinu.

Þetta borgar almenningur fyrir. 

sandkassi (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Sævar Helgason

 Merkilegur bæklingur Landsbankans - fyrir hrun.

http://eyjan.is/silfuregils/files/2009/01/landsbanki-islands.pdf

ICESAVE hefur greinilega fengið upphafið að efnahagshruninu stimplað í bak og fyrir.

Nú er ekki mikið eftir af tiltrú á þetta guðsvolaða land í efnahagsmálum.  Sennilega best að stunda sjálfsþurftarbúskap.  Eftir því sem menntunarstigið er "hærra" er ruglið meira.   Og þegar 32 leggja saman er útkoman - vantraust.

Sævar Helgason, 9.1.2009 kl. 18:33

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta eru sömu hagfræðingarnir og hafa stjórnað íslensku efnahagslífi beint eða óbeint, með álitgjöfum eða beinni stjórnun undanfarin ár með þeim árangri að landið er farið á hausinn.Það er ekki einu sinni hægt að nota álit þeirra til að skeina sig á því.Áfram Ísland, áfram virkjanir.

Sigurgeir Jónsson, 9.1.2009 kl. 21:24

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Dofri.

Vel mælt og skarpleg greining.

En hvernig er það; Er ekki hluti af þessum mönnum huldufólkið sem  lagði ráðin um aftöku heillar kynslóðar Íslendinga með því að ráðleggja Jóhönnu illt í verðtryggingarumræðunni, sem hún t.d Sigrún Elsa tók af svo miklum krafti fyrir um mánuði síðann og hann Benedikt á Akureyri, hann Bensi hefur síðan reynt að halda í umræðunni með greinarskrifum og bloggi.

Eru þetta ekki líka að hluta til sömu mennirnir sem sömdu textann í bjögunarpakka ríkisstjórnarinnar, sem þú hefur svo mikið dálæti á, einn ungra manna.

Hafa þessir menn eitthvað vitlausar fyrir sér núna en í fyrri ógæfarráðum?  Ef svo er, hvernig getur þú þá treyst svona vel dómgreind þeirra í fyrri ráðgjöf þegar allt brennur umhverfis þig? 

Ef það eru komnar efasemdir (þær koma, hafðu engar áhyggjur, allir sjá ljósið að lokum), hvernig væri þá að þú tækir það að þér að hjálpa honum Guðmundi við að breyta umhverfisstefnu Framsóknar?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2009 kl. 01:19

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Dofri, í hvaða félagsskap ert þú eiginlega?

10 virkjanir fyrir 1 álver

Mér er mjög til efs að margir af þessum 32 hagfræðingum myndu skrifa upp á svona vandalisma!

Sigurður Hrellir, 10.1.2009 kl. 08:51

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Satt best að segja gef ég ekki mikið fyrir ráð hagfræðinga þessa dagana. Því miður var Gunnar Waage búinn að telja upp þau rök, sem ég ætlaði að nota.

Ef við skoðum þetta mál af hreinskilni er þín ágiskun Dofri og mín jafn góð og einhvers hagfræðings, því engin leið er að segja til um afleiðingar slíkrar innleiðingar, þótt hægt sé að leiða líkur að þeim.

Það sem við hins vegar horfum upp á núna með aðgerðum IMF og ríkisstjórnarinnar eru slíkir gjörningar að enginn getur verið ánægður með þá. Þetta fólk er ekki aðeins að lama íslenskt atvinnulíf, heldur einnig að ganga frá þeim infra strúktúr, sem við höfum búið við um áratuga skeið.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.1.2009 kl. 10:22

7 Smámynd: Sævar Helgason

Í Fréttablaðinu í dag 10.janúar 2009 er stórmerk grein eftir danska hagfræðinginn Carsten Valgreen fv, aðalhagfræðing Danske Bank. 

Það sem mér líst best á í þeim ráðum sem hann veitir Íslendingum er að hluti af stjórnun fjármálregluverksins verði falið erlendum aðilum.  Og að hætt með öllu að fela (afdönkuðum) stjórnmálamönnum stjórn Seðlabankans. Hann telur veru fv. forsætisráðherra  Davíðs Oddsonar  í Seðlabankanum, hafi orsakað stórslys fyrir efnahag Íslendinga (svo sem enginn frétt)

En af síðustu atburðum má ljóst vera að ein og sér getum við ekki  stjórnað okkar efnahags og peningakerfi...    Hvað sem öllum spekúlasjónum um ESB og evru  líður.

Lesið álit Carsten Valgreen

Sævar Helgason, 10.1.2009 kl. 10:39

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Carsten Valgreen er bankamaður Sævar. Það er alstaðar sama sagan, þeir kenna bara pólitíkusum um og öfugt. Ég hélt að allir, nema kannski bankamennirnir sjálfir (Að Bjarna Ármanns undanskildum auðvitað) væru búnir að átta sig á að bankamenn og þeirra siðferði er megin orsök heimskreppuna. Að halda fram að afdankaðir pólitíkusar á íslandi geti fellt stóra banka á erlendri grund með því að hóta að rassskella bankastjórana er bar ekki trúlegt, þó vissulega megi kenna þeim um margt annað.

Staða margra fyrirtækja er graf alvarleg og sérstaklega þeirra sem voru " blekkt " eins og sumir vilja meina til að taka stöðu með krónunni.  En hvað á að gera, og hversu trúlegur er rekstur þessara fyrritækja. Það er ekki burðugur rekstur þegar afkoma útgerðar ræðst orðið mera af gengisbreytingum en aflabrögðum og spurning hvot þannig rekstri eigi að halda við.  Sama má  ef til vil segja um fólk með tekjur í krónum og tíföld árslaun í gengisteygðum lánum, er svoleiðis fólki bara við bjargandi ?  Það verður að snú ofan af þessu einhvern vegin og eitthvað af þessu verður senilega að fara í þrot.

Ég varð fyrir vonbrigðum að þú skulir halda til streitu þessu með einhliða evru eftir að komið er á framfæri af mætu fólki hverskonar feigðar flan slíkt væri. Ef þú ert búin að lesa greinargerðina í mogganum, lestu hana þá aftur, þarna er skýr rökstuðningur.  Hérna er líka pár frá mér um þetta sem tekur meira á langtímasjónarmiðum og ég veit að hefur hjálpað einhverjum með að sjá stóru myndina.  pár 1.    pár 2.

Guðmundur Jónsson, 10.1.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband