Gæsluvarðhald eða farbann?

Ef kominn er upp rökstuddur grunur um þetta sé ég engan mun á því og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Er ekki þörf á að handtaka þá sem bera ábyrgð á þessum svikum og setja þá í gæsluvarðhald, í það minnsta farbann, á meðan rannsókn fer fram?
mbl.is Veittu fólki lán en veðjuðu á veikingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brot á hvaða lögum væri þetta?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 14:35

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Það er hluti af starfsemi banka hvarvetna að bjóða upp á gjaldeyrisskiptasamninga, í báðar áttir.  Og það er líka hluti af starfsemi banka hvarvetna að lána fólki peninga í ýmsum gjaldmiðlum.  Vissulega hefði fólk ekki átt taka svona mikið af erlendum lánum, en var það bönkunum að kenna?  Tek undir með Helga Hrafni, að ég held að glæpurinn sé annars staðar, þ.e. í misheppnaðri peningamálastefnu og allt of smáum gjaldmiðli sem var orðinn hættulegur í sjálfu sér.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 12.1.2009 kl. 17:35

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ætli það sé þá hvergi brot á neinum lögum að sama fyrirtæki ráðleggi viðskiptavinum að taka stöðu með krónunni á sama tíma og fyrirtækið er með ráðum að taka stöðu á móti henni og jafnvel hafa áhrif á gengi hennar með stöðutökunni?

Undarlegt.

Dofri Hermannsson, 12.1.2009 kl. 17:47

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvaða lögum? Það ert til hugtak sem heitir landráð.

Víðir Benediktsson, 12.1.2009 kl. 22:50

5 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Það vita allir sem koma nálægt fjár- og áhættustýringu, að bankar bjóða skiptasamninga bæði með og móti gjaldmiðlum (þ.m.t. krónu).  Þarfir viðskiptavina eru mismunandi.  Lífeyrissjóðir með erlendar eignir vilja t.d. verjast styrkingu krónu, meðan fyrirtæki með erlendar skuldir vill verjast veikingu krónu.  Ekkert óeðlilegt, ósiðlegt eða ólöglegt við það - hvað þá "landráð" (sem er orð sem virðist vera að gengisfalla mjög þessa dagana, enda brúkað við ólíklegustu tækifæri).

Fall krónunnar var öðru að kenna, þ.e. peningamálastefnunni, dáðleysi Seðlabankans, slöku fjármálaeftirliti - og, Dofri, stóriðjustefnunni!  Sjá bloggfærslu mína um þetta mál.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 13.1.2009 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband