18.1.2009 | 20:35
Óska Sigmundi og Framsókn til hamingju
Ég óska Sigmundi og Framsóknarflokknum til hamingju með þessi úrslit. Ég held að með þeim hafi Framsóknarflokkurinn stigið stórt skref í þá átt að rífa sig lausan frá spillingarklíkunni sem stundum er kölluð flokkseigendafélagið. Því ættu allir að fagna, einnig pólitískir keppinautar. Það er nóg eftir af ranglæti og spillingu til að takast á við í íslensku samfélagi þótt Framsókn aflúsi sig.
Vonandi lætur flokkurinn ekki staðar numið þarna heldur gengur alla leið og hefur frumkvæði að því að fara ofan í saumana á viðskiptum Finns Ingólfssonar, Þórólfs Gíslasonar og fleiri flokksgæðinga sem hafa lengi dansað í skuggunum.
Ef ekki er hætt við að orðum Björgvins Halldórssonar verði snúið upp á Framsókn:
Ný föt? Sama röddin.
Sigmundur kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Ég myndi nú bíða með heillaóskir hver veit hver verður formaður á morgun.
Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:55
Takk fyrir góðar óskir Dofri.
Það stendur til að fara yfir öll þessi mál. Í leiðinni verður farið yfir önnur mál sem snúa að tengslum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóns Ólafssonar við Samfylkinguna og Björgúlfsfeðga við Sjálfstæðisflokkinn og fleira. Framsóknarflokkurinn er nefnilega ekki spilltari en aðrir stjórnmálaflokkar, hann á bara ekki flokksmálgagn eins og Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn til að beina athyglinni frá sjálfum sér.
Kv.
Guðmundur
Guðmundur Ragnar Björnsson, 18.1.2009 kl. 22:58
Ég tel að það viti allir sem þá vilja sjá að um áratugaskeið fór Framsóknarflokkurinn og Stórfyrirtæki Framsóknarmann SÍS og Kauplélögin með mestan hluta viðskipta á landsbyggðinni. Leyfar þess eru enn til staðar og má þar nefna gamla Kaupþing, Olíufélagið ESSO nú N1, Samvinnusjóðinn, SÍS, þau kaupfélög sem eftir eru, VÍS, heildsölufyrirtæki BÚR sem flutti inn fyrir SÍS. Mjólkursamsöluna, hluta sláturhúsa í landinu og fleira. Ef það er ekki spilling að hafa einokunaraðstöðu í mörgum byggðarlögum áratugum þá kann ég ekki að útskýra það orð. Eitt stórt byggðarlag er enn í slíkri stöðu að þar er Kaupfélagið allt í öllu. Kaupfélagið gerði víst samning við Baug um að setja ekki upp verslun í byggðarlaginu gegn því að fá kjötvörur á góðum prís. Þetta er að sjálfsögðu Skagfjörður en þar ríkir Kaupfélag Skagfirðinga með Þórólf Gíslason við stjórnvölinn. Ég veit ekki um neinn annan stjórnmálaflokk, nema þá Sjálfstæðisflokkinn með eins mikil og góð eignatengsl inn í atvinnuvegi landsmanna eins og Framsóknarflokkinn. Ég ætla að fara á vefinn og gá hvort ég finn ekki lögin um samvinnufélög, þau eru merkileg lesning og eins langt frá lýðræðinu og mögulegt er að mínu mati.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2009 kl. 23:27
Gjaldþrota spilling með nýtt andlit.
Ævar Rafn Kjartansson, 18.1.2009 kl. 23:39
Hér fyrir neðan er linkur á Samþykktir Kaupfélags Skagfirðinga og hygg ég að þær sú í grunninn samhljóða samþykktum annarra Kaupfélaga.
Í feitletraða hluta 14. greinar er að finna kafla um það að hinn almenni félagsmaður hefur í raun ekkert að segja um ákvarðanir kjörinna fulltrúa og stjórnar. Þegar sláturhús Kaupfélags V Hún var selt fyrir nokkrum árum til Hlutafélags í eigu KS og Kaupfélags V Hún, kom það berlega í ljós að vilji hins almenna félagsmanns skipti ekki nokkru máli, þegar stjórn og fulltrúar vildu annað.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2009 kl. 23:51
@Dofri: Hvenær ætlið þið að fara í svona uppgjör í Samfylkingunni? Eða er það í ykkar augum aðeins Framsóknarflokkurinn sem ber ábyrgð á því sem gerðist hérna?
@Hómfríður: Þú greinir ekki milli spillingar og skorts á beinu lýðræði. Ég er sammála þér að auka mætti beint lýðræði innan samvinnuhreyfingarinnar sem þarf að byggja upp og að það muni minnka spillingu sem vissulega fékk að viðgangast í samvinnuhreyfingunni sem var. Þetta eru samt ekki sömu hugtökin.
Héðinn Björnsson, 19.1.2009 kl. 16:25
Í hvaða flokki var Bjarni Ármannsson þegar "gengi" hans reis hvað hæst???
Benedikt V. Warén, 19.1.2009 kl. 18:16
Samfylkingin þarf að fara yfir það hvað fór úrskeiðis á okkar vakt, þ.e. eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn. Allt orkar tvímælis þá gert er og án vafa hafa verið gerð ýmis mistök bæði fyrir og eftir hrun og sjálfsagt mál að fara yfir þau.
Það skal hins vegar gera skýran greinarmun á mistökum og spillingu. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur stunduðu hér árum saman helmingaskipti þar sem þeir útbýttu eigum þjóðarinnar til einkavina sinna og þóknanlegra aðila. Framsóknaflokkurinn hefur svo undanfarin ár slegið öll met siðleysis í þessum efnum þótt hæpið sé að enn séu allt komið upp á yfirborðið.
Það er gott að Framsókn ætli að hreinsa af sér þann skít en flokkurinn og meðreiðarsveinar hans ættu að varast að sletta honum á aðra. Einbeita sér bara að yfirbótinni. Þá kann að vera að flokknum verði fyrirgefið.
Dofri Hermannsson, 19.1.2009 kl. 20:42
Gjörðu svo vel:
http://visir.is/article/20090119/FRETTIR01/748713645
Sigurður Ásbjörnsson, 19.1.2009 kl. 21:45
Helmingarskiptareglan er þekkt en Samfylkingin hefur ekki gert neitt annað en að heiðra hana hingað til. Ef þið viljið sýna þjóðinni að þið séuð henni samstíga þarf sömu róttækni og flokkssystir þín Helga Vala sýndi. Við viljum kosningar. Þrátt fyrir að það séu engir aðrir kostir í boði. Þeir munu myndast á næstu mánuðum en traust á núverandi flokkakerfi er gersamlega hrunið. Meginkrafa þjóðarinnar er að fólk sé kosið ekki flokksleppar. Útfrá því má persónugera hvernig fólk stóð sig. Ekki flokkurinn. Þeir flokkar sem standa gegn þessarri sjálfsögðu lýðræðispælingu koma til með að deyja. Nýtt Ísland er í fæðingu og þar rúmast ekki flokkshollusta framar hagsmunum Íslendinga sem eru að taka á sig glæpi örfárra.
Ævar Rafn Kjartansson, 20.1.2009 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.