Óska Sigmundi og Framsókn til hamingju

Ég óska Sigmundi og Framsóknarflokknum til hamingju með þessi úrslit. Ég held að með þeim hafi Framsóknarflokkurinn stigið stórt skref í þá átt að rífa sig lausan frá spillingarklíkunni sem stundum er kölluð flokkseigendafélagið. Því ættu allir að fagna, einnig pólitískir keppinautar. Það er nóg eftir af ranglæti og spillingu til að takast á við í íslensku samfélagi þótt Framsókn aflúsi sig.

Vonandi lætur flokkurinn ekki staðar numið þarna heldur gengur alla leið og hefur frumkvæði að því að fara ofan í saumana á viðskiptum Finns Ingólfssonar, Þórólfs Gíslasonar og fleiri flokksgæðinga sem hafa lengi dansað í skuggunum.

Ef ekki er hætt við að orðum Björgvins Halldórssonar verði snúið upp á Framsókn:
Ný föt? Sama röddin.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Ég myndi nú bíða með heillaóskir hver veit hver verður formaður á morgun.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Takk fyrir góðar óskir Dofri.

Það stendur til að fara yfir öll þessi mál. Í leiðinni verður farið yfir önnur mál sem snúa að tengslum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóns Ólafssonar við Samfylkinguna og Björgúlfsfeðga við Sjálfstæðisflokkinn og fleira. Framsóknarflokkurinn er nefnilega ekki spilltari en aðrir stjórnmálaflokkar, hann á bara ekki flokksmálgagn eins og Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn til að beina athyglinni frá sjálfum sér.

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Ragnar Björnsson, 18.1.2009 kl. 22:58

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel að það viti allir sem þá vilja sjá að um áratugaskeið fór Framsóknarflokkurinn og Stórfyrirtæki Framsóknarmann SÍS og Kauplélögin með mestan hluta viðskipta á landsbyggðinni. Leyfar þess eru enn til staðar og má þar nefna gamla Kaupþing, Olíufélagið ESSO nú N1, Samvinnusjóðinn, SÍS, þau kaupfélög sem eftir eru, VÍS, heildsölufyrirtæki BÚR sem flutti inn fyrir SÍS. Mjólkursamsöluna, hluta sláturhúsa í landinu og fleira. Ef það er ekki spilling að hafa einokunaraðstöðu í mörgum byggðarlögum áratugum þá kann ég ekki að útskýra það orð. Eitt stórt byggðarlag er enn í slíkri stöðu að þar er Kaupfélagið allt í öllu. Kaupfélagið gerði víst samning við Baug um að setja ekki upp verslun í byggðarlaginu gegn því að fá kjötvörur á góðum prís. Þetta er að sjálfsögðu Skagfjörður en þar ríkir Kaupfélag Skagfirðinga með Þórólf Gíslason við stjórnvölinn. Ég veit ekki um neinn annan stjórnmálaflokk, nema þá Sjálfstæðisflokkinn með eins mikil og góð eignatengsl inn í atvinnuvegi landsmanna eins og Framsóknarflokkinn. Ég ætla að fara á vefinn og gá hvort ég finn ekki lögin um samvinnufélög, þau eru merkileg lesning og eins langt frá lýðræðinu og mögulegt er að mínu mati.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2009 kl. 23:27

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hér fyrir neðan er linkur á Samþykktir Kaupfélags Skagfirðinga og hygg ég að þær sú í grunninn samhljóða samþykktum annarra Kaupfélaga.

Í feitletraða hluta 14. greinar er að finna kafla um það að hinn almenni félagsmaður hefur í raun ekkert að segja um ákvarðanir kjörinna fulltrúa og stjórnar. Þegar sláturhús Kaupfélags V Hún var selt fyrir nokkrum árum til Hlutafélags í eigu KS og Kaupfélags V Hún, kom það berlega í ljós að vilji hins almenna félagsmanns skipti ekki nokkru máli, þegar stjórn og fulltrúar vildu annað.

 

http://www.ks.is/fyrirtaekid/samthykktir_kaupfelags_skagfirdinga/ 14. grein.  Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins og tekur þær ákvarðanir um starfsemi þess, sem þörf er á. Aðalfund skal halda innan sex mánaða frá lokum reikningsárs. Aukafundi getur félagsstjórn boðað, þegar hún telur þörf á, og er henni ennfremur skylt að boða til aukafundar ef 10% félagsmanna krefjast þess eða þriðjungur félagsdeilda. Slík krafa þarf að vera skrifleg og greina fundarefni. Hafi stjórnin eigi boðað til slíks fundar innan 14 daga frá því krafa um fund berst, er með farið svo sem kveður á í 19. grein laga nr. 22/1991. Félagsfundur er lögmætur, ef a.m.k. helmingur kjörinna fulltrúa deilda mætir á fundinn. Skriflegt fundarboð,  ásamt með dagskrá,  berist fulltrúum a.m.k. 7 sólarhringum fyrir félagsfund. Hyggist félagsstjórn leggja fyrir aðalfund tillögur um breytingar á samþykktum þessum eða um meiriháttar breytingar á starfsemi félagsins, ber henni að gera grein fyrir þeim í fundarboði.  Á félagsfundi eiga sæti með málfrelsi og tillögurétti, auk kjörinna fulltrúa deilda, félagsstjórn, framkvæmdastjóri og skoðunarmenn ásamt  löggiltum endurskoðanda félagsins. Ennfremur hafa félagsmenn aðgang að félagsfundum.  Fulltrúar eiga þó einir atkvæðisrétt og er hann jafn fyrir alla fulltrúa. úrslitum mála á félagsfundum ræður afl atkvæða nema þar sem lög eða samþykktir þessar kveða á um aukinn meirihluta. Tillaga telst fallin á jöfnum atkvæðum,  en hlutkesti skal ráða við kjör í stjórn og nefndir,  falli atkvæði jöfn.  Á aðalfundi skal taka fyrir eftirfarandi mál:    Skýrslu stjórnar    Skýrslu framkvæmdastjóra    Skýrslu skoðunarmanna og endurskoðanda    Ársreikninga félagsins    Tillögur stjórnar og félagsdeilda    Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar eða taps    Ákvörðun um laun stjórnar og skoðunarmanna    Kosningar stjórnar, skoðunarmanna, fulltrúa á aðalfund    Sambandsins og í þær nefndir og ráð er aðalfundur kýs.    Umræður og fyrirspurnir um þau mál önnur, er löglega eru fram borin á fundinum.  Fundargerðir eru ritaðar í sérstaka fundargerðabók. Að venjulegum fundarstörfum loknum er fundargerðin lesin upp og lýst eftir athugasemdum. Loks er fundargerð undirrituð af riturum og fundarstjóra.  Stjórn félagsins setur félagsfundum reglur um fundarsköp, sem öðlast gildi að fengnu samþykki aðalfundar.  15. grein.  Stjórn félagsins skipa 7 menn, sem aðalfundur kýs til 3ja ára í senn. Í aðalfundi eru ennfremur kosnir 3 varamenn í stjórn til eins árs í senn og taka þeir stjórnarsæti í þeirri röð, sem atkvæðafjöldi þeirra segir til um. Allir félagsmenn eru skyldir  að taka kosningu í eitt kjörtímabil og  skorist þeir ekki undan, má endurkjósa þá svo oft sem vill. Engan má kjósa í stjórn, sem ekki er félagsmaður. Starfsmannafélag KS hefur heimild til að kjósa einn áheyrnarfulltrúa til setu á stjórnarfundum. Hefur sá fulltrúi málfrelsi og tillögurétt en eigi atkvæðisrétt. Starfsmannafélagið  leggur reglur sínar um kjör fulltrúans fyrir stjórn KS til samþykktar og mega þær í engu brjóta gegn ákvæðum samþykkta þessara né landslögum.  Stjórnin kýs formann, varaformann og ritara úr sínum hópi til eins árs í senn. Formaður kveður til funda og stjórnar þeim. Stjórnarfundur er lögmætur ef meira en helmingur stjórnarmanna er á fundi. Mikilvægar ákvarðanir skal þó ekki taka án þess að allir aðalmenn í stjórn hafi átt þess kost að fjalla um þær, sé þess kostur. úrslitum mála ræður afl atkvæða, en séu þau jöfn, ræður atkvæði formanns.  Allar fundargjörðir eru skráðar í sérstaka gjörðabók, og skrifa viðstaddir stjórnarmenn undir þær að fundi loknum.  Stjórnin boðar til félagsfunda og undirbýr fundarmálefni, framkvæmir fundarályktanir og annast stjórn félagsins milli funda. Hún leggur fyrir aðalfund til úrskurðar endurskoðaða reikninga fyrir næstliðið reikningsár. Hún hefur eftirlit með eignum félagsins, gætir hagsmuna þess í öllum greinum og leitar til þess, ef þörf krefur þeirra leiða, er lög heimila.  Laun stjórnar eru ákveðin af aðalfundi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2009 kl. 23:51

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

@Dofri: Hvenær ætlið þið að fara í svona uppgjör í Samfylkingunni? Eða er það í ykkar augum aðeins Framsóknarflokkurinn sem ber ábyrgð á því sem gerðist hérna?

@Hómfríður: Þú greinir ekki milli spillingar og skorts á beinu lýðræði. Ég er sammála þér að auka mætti beint lýðræði innan samvinnuhreyfingarinnar sem þarf að byggja upp og að það muni minnka spillingu sem vissulega fékk að viðgangast í samvinnuhreyfingunni sem var. Þetta eru samt ekki sömu hugtökin.

Héðinn Björnsson, 19.1.2009 kl. 16:25

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Í hvaða flokki var Bjarni Ármannsson þegar "gengi" hans reis hvað hæst???

Benedikt V. Warén, 19.1.2009 kl. 18:16

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

Samfylkingin þarf að fara yfir það hvað fór úrskeiðis á okkar vakt, þ.e. eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn. Allt orkar tvímælis þá gert er og án vafa hafa verið gerð ýmis mistök bæði fyrir og eftir hrun og sjálfsagt mál að fara yfir þau.

Það skal hins vegar gera skýran greinarmun á mistökum og spillingu. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur stunduðu hér árum saman helmingaskipti þar sem þeir útbýttu eigum þjóðarinnar til einkavina sinna og þóknanlegra aðila. Framsóknaflokkurinn hefur svo undanfarin ár slegið öll met siðleysis í þessum efnum þótt hæpið sé að enn séu allt komið upp á yfirborðið.

Það er gott að Framsókn ætli að hreinsa af sér þann skít en flokkurinn og meðreiðarsveinar hans ættu að varast að sletta honum á aðra. Einbeita sér bara að yfirbótinni. Þá kann að vera að flokknum verði fyrirgefið.

Dofri Hermannsson, 19.1.2009 kl. 20:42

9 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Gjörðu svo vel:

http://visir.is/article/20090119/FRETTIR01/748713645

Sigurður Ásbjörnsson, 19.1.2009 kl. 21:45

10 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Helmingarskiptareglan er þekkt en Samfylkingin hefur ekki gert neitt annað en að heiðra hana hingað til. Ef þið viljið sýna þjóðinni að þið séuð henni samstíga þarf sömu róttækni og flokkssystir þín Helga Vala sýndi. Við viljum kosningar. Þrátt fyrir að það séu engir aðrir kostir í boði. Þeir munu myndast á næstu mánuðum en traust á núverandi flokkakerfi er gersamlega hrunið. Meginkrafa þjóðarinnar er að fólk sé kosið ekki flokksleppar. Útfrá því má persónugera hvernig fólk stóð sig. Ekki flokkurinn. Þeir flokkar sem standa gegn þessarri sjálfsögðu lýðræðispælingu koma til með að deyja. Nýtt Ísland er í fæðingu og þar rúmast ekki flokkshollusta framar hagsmunum Íslendinga sem eru að taka á sig glæpi örfárra.

Ævar Rafn Kjartansson, 20.1.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband