Frábært sprotaverkefni, fóstrað í Viðskiptasmiðjunni

Þetta er frábært dæmi um sprotafyrirtæki sem við eigum sem betur fer mörg og fer fjölgandi. Gogoyoko nýtti sér þjónustu Viðskiptasmiðjunnar en það er sérstakt háskólanám, stofnað að frumkvæði iðnaðarráðherra. Þangað getur fólk komið með viðskiptahugmyndir sína, fengið faglega ráðgjöf við þróun hennar og stutt hnitmiðað nám á háskólastigi í þeim fögum sem mest þörf er á að afla þekkingar í. Sannkölluð hraðbraut viðskiptahugmynda. Til hamingju gogoyoko!
mbl.is Samið um fjármögnun tónlistarvefjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er frábært og vel þess virði að vekja á því athygli. Mér finnst Össur algjör vitanínsprauta í nýsköpunarumhverfið og einnig í ferðaþjónustuna, þar sem er að brasa. Það er svo mikilvægt núna að svona vinna haldi áfram og henni sá haldið á lofti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2009 kl. 23:54

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er að brasa í ferðaþjónustu svo því sé til haga haldið

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2009 kl. 23:55

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mér fynnst að þú Dofri og mart samfylkingingar fólk ættuð að skammast ykkar.Ég mef ekki verið hrifin af Ingibjörgu Sólrúnu en hún hefur heldu  vaxið í áliti hjá mér síðustu daga, hún sýnir þó svolítila ábyrgð.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.1.2009 kl. 01:40

4 identicon

Til hamingu Ragnar Gunnlaugsson!

RR (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:04

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Af gefnu tilefni bendi ég á prentvillupúkann. Sjálfsögð þjónusta sem enginn þarf að skammast sín fyrir að nota.

Dofri Hermannsson, 24.1.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband