Uppnám á borgarstjórnarfundi

Nú rétt í þessu var gert hlé á fundi borgarstjórnar til að úrskurða um það hvort framsóknarflokknum hafi verið heimilt að taka 16. mann á lista flokksins inn sem varamann án vitundar og samþykkis 1. varamanns framsóknarflokksins í borgarstjórn sem er Marsibil Sæmundardóttir.

16. maður á lista framsóknar er jafnframt formaður stjórnar Orkuveitunnar. Hann mætti á fund borgarstjórnar til að flytja ræðu um ágæti samngings OR við Norðurál um sölu á 175 MW (sem jafngildir allri virkjanlegri orku sem sátt er um að virkja) til álversins í Helguvík.

Margt bendir til að vera formanns stjórnar OR sé ólögleg og að ræða hans verði strikuð út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég man þetta rétt þá eru reglurnar skýrar og afdráttalausar varðandi varamenn borgarfulltrúa.  Þessi nr. 16 kemst að þegar nr. 1 til 15 eru með lögmætar fjarvistir.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 15:10

2 Smámynd: TómasHa

Snýst þessi barátta um að strika út eina ræðu?  Tók hann engar ákvarðanir?

TómasHa, 3.2.2009 kl. 15:17

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Tómas þetta snýst væntanlega um fundarsköp.

Elfur Logadóttir, 3.2.2009 kl. 16:16

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Rétt að botna þessa frétt. Niðurstaða náðist í stóra "16. manns á lista framsóknarflokksins" málinu. Það var viðurkennt að ranglega hafi verið gengið framhjá rétti 1. varaborgarfulltrúa, Marsibil Sæmundardóttur, sem stödd var í salnum.

Af stórmennsku sinni ákvað hún hins vegar að gera gott úr málunum og eftirlét stjórnarformanni Orkuveitunnar sæti sitt á fundinum.

Dofri Hermannsson, 3.2.2009 kl. 18:32

5 Smámynd: TómasHa

Maður spyr sig hvernig er farið að hlutunum þarna niður í borgarstjórn, fyrst Elfur vísar í fundarsköpin, þá er almennt að réttmæti manna á fundum sé kannað áður en þeir hefjast en ekki eftir á.

Við sjáum það best á því að Marsibil var stödd í salnum. Hvað var hún að gera þarna? Átti hún eitthvað erindi að vera þarna nema á pöllunum?

Það er ósköp einföld leið til að komast fram hjá svona vitleysu. Fara að fylgja almennum fundarsköpum og hætta að halda þessa fundi eins og þetta sé handboltaleikur, með varamennina á hliðarlínunni og stöðugar róteringar á fundarmönnum. Um leið og menn stunda þennan fíflaskap er ekki við öðru að búast en að svona rugl komi upp.

TómasHa, 3.2.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband