Færri störf og meiri áhætta

Þessi samningur er tímaskekkja og mistök. Með honum er verið að festa alla orku Orkuveitunnar sem sátt er um að virkja í enn einu álverinu. Með því að binda orkuna í samningum um álbræðslu er verið að skapa eitt starf á hvert MW í stað þess að vinna í samningum við aðra stórnotendur sem margir hverjir skapa 2,5-4 störf á hvert MW.

Með þessum samningi er verið að velja að auka þá áhættu borgarbúa sem felst í því að öll orkusala Orkuveitunnar til stórnotenda er nú háð sveiflum á álverði. Með þessum samningum er verið að varpa fyrir róða ágætum fyrirheitum að nota umhverfisvæna orku til að auka fjölbreytni, skapa fleiri störf og styrkja ímynd Reykjavíkur sem borgar þar sem græn orka er nýtt í þágu græns iðnaðar.

Samfylkingin flutti tillögu um að frestir yrðu lengdir svo skapa mætti tækifæri til að ná hingað fjölbreyttari og umhverfisvænni iðnaði og svo dreifa mætti áhættu af orkusölunni. Þeirri tillögu hafnaði meirihlutinn og nú bendir flest til þess að borgarbúar fari á mis við það tækifæri að byggja hér upp græna iðjustarfsemi s.s. sólarkísilhreinsun á Grundartanga o.fl.

Samfylkingin lýsir fullri ábyrgð á hendur meirihlutanum að svo skuli vera komið málum að öll orka Orkuveitu Reykjavíkur hefur nú verið fest í loforðum um að knýja álver í Helguvík sem reyndar verður að teljast afar ólíklegt að nokkurn tímann komist í gang.


mbl.is Orkusölusamningur staðfestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna sat þitt fólk þá hjá við atkvæðagreiðsluna?

Það er eins og að segja: „Mér er alveg sama“ eða „Mér kemur þetta ekki við“

Það er skrýtin afstaða í eins mikilvægu máli.

Kv. Nonni

Nonni (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Orkuveita hlýtur að vera fyrirtækií vexti og virkjunarmöguleikar enn til staðar svo hægt sé að dreyfa áhættuni enn frekar. Stundum finnst mér að umræður um þessa atvinnugrein séu á mörkum þess að vera haldnar fordómum á kostnað rökrænnar umræðu. Þarna er ég ekki að dæma neinn, aðeins að varpa fram áliti sem gott væri að ræða og skoða.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.2.2009 kl. 20:19

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Nonni, ég er sammála þér, hjáseta getur misskilist - einkum þegar bókunin fylgir ekki með. Ég læt hana því fljóta með í athugasemdinni.

Endurnýtanleg jarðvarmaorka er ein af okkar dýrmætustu auðlindum og sala á raforku er og verður mikilvæg til gjaldeyrisöflunar. Samningurinn sem meirihluti borgarstjórnar hefur nú staðfest gefur hins vegar allt of stuttan frest eða til 1. júlí 2009 fyrir aðila sem hafa áhuga uppbyggingu á umhverfisvænum orkufrekum iðnaði auk þess sem sá frestur takamarkast við uppbyggingu í Ölfusi.

Samfylkingin harmar að ekki hafi verið fallist á tillögu hennar um að skapa aukið svigrúm til að leita hagkvæmari kosta í orkusölu og lýsir fullri ábyrgð á hendur meirihlutans á þeirri stöðu sem upp er komin. Gangi samningurinn eftir bindur hann alla orku sem nú er sátt um að virkja hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Fimmta og sjötta áfanga á Hellisheiði, virkjun í Hverahlíð og Gráhnjúkum, auk þess sem samningurinn felur í sér viljayfirlýsingu um 75 MW til viðbótar sem óvíst er um hvaðan eiga að koma. Verði sú raunin bindur samningurinn nánast alla fyrirsjáanlega orku næstu áratugi við eitt álver.

Mikil áhætta fylgir því að öll raforkusala til stórnotenda sé háð heimsmarkaðsverði á áli og óvissu um þróun álverðs sérstaklega í ljósi þeirra efnahagsumbrota sem nú eru í heiminum. Einnig er hætta á því að önnur vænlegri tækifæri en álbræðslur sem geta skapað fleiri og fjölbreyttari störf gangi okkur úr greipum. Fulltrúar Samfylkingar í borgarstjórn geta því ekki stutt samninginn og sitja því hjá.

Dofri Hermannsson, 3.2.2009 kl. 20:31

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Var ekkert bókað á móti?

Gestur Guðjónsson, 3.2.2009 kl. 22:46

5 identicon

Hvernig er hægt að vera jafn mikið á móti einhverju og samt sitja hjá .... þó það komi fram tuð bókun ???? annað hvort eru menn að standa á sinni meiningu og vera þá á móti eða ekki... skil ekki þennan hvorki né hátt sem Samfylkingin hefur ???

Annað atriði : álver í Helguvík er ekki beint nýtt af nálinni - hversu langan tíma hefur Samfylkingin og VG haft til að finna umhverfisvænana stórnotenda iðnað ? Eða stóð það aldrei til kannski ?

Loka punktur - það er alltaf svo auðvelt að vera á móti einhverju þegar maður hefur enga lausn sjálfur í hendi - Betra hlýtur að vera að VERA MEÐ lausn í hendi og vera svo á móti einhverju þannig að fólk hafi ACTUAL val !

Rögnvaldur (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband