Eineltisóperan

Ósköp er þetta fjas sjálfstæðismanna um einelti í þeirra garð hjákátlegt. Nú hefur Björn Bjarnason blandað sér í þann söng, enda lagið tamt.

Mörgum er í fersku minni þegar flokksfélagi Björns "lenti í" þeim "tæknilegu mistökum" að upp komst um þjófnað hans. Þá lét Björn hafa eftir sér að árásir fjölmiðla í garð hins ólánsama flokksfélaga minnti á það þegar vargar ráðast að særðu dýri.

Það vantar ekki líkingarnar.

Davíð segist aldrei hafa hlaupið frá verki sem hann hafi tekið af sér. Hvernig var það annars, fór hann ekki úr borginni á þing án þess að klára kjörtímabilið og skildi eftir sig hóp smælingja sem ekki fylltu út í borgarstjórastólinn?


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott þú nefnir það með borgarstjórastólinn. DO er greinilega ekki með allt á hreinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2009 kl. 23:11

2 identicon

Davíð er ágælega gefin maður og ég get ekki ímyndað mér annað en hann skilji að hann verður að hætta þarna.  Ég skil þetta síðasta útspil hjá honum þannig að hann ætli sér amk að fá greitt næstu 4. árin eða svo. Það einhvernveginn hljómar svona betur að segjast ekki vilja hlaupa frá hálfkláruðu verki heldur en segja það hreint út að hann taki greiðslum út ráðningartíman, en ég tel hann eigi tvímælalaust rétt á því!

Haraldur (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

DO er nú þekktur fyrir það að láta reka fólk sem gerir eitthvað sem honum mislíkar. Skilur hann ekki að nú er þjóðin að reka hann?

Erla J. Steingrímsdóttir, 8.2.2009 kl. 23:23

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Þetta snýst ekki um einelti heldur traust á Seðlabankanum. Banki sem ekki nýtur trausts er einskis virði. Margir málsmetandi menn innan lands og utan telja nauðsynlegt að skipta um yfirstjórn í bankanum til að auka þetta traust.

Ef Davíð vill ekki taka þátt í því þá verður svo að vera. En hann virðist gleyma því að það er ríkisstjórnin sem ræður en ekki hann.

Ef Davíð er svona viss um að hann hafi gert allt rétt, ætti hann að geta stigið úr embætti núna og komið svo í sviðsljósið þegar skýrslan um bankahrunið verður tilbúin.

Sigurður Haukur Gíslason, 8.2.2009 kl. 23:54

5 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Þó það skipti vissulega máli hvort Davíð (eða aðrir í Seðlabankanum) hafi gerst sekir um afglöp í starfi eður ei er stóra spurningin hversu fljótt fólk áttar sig á því að vandamál þjóðarinnar byrja hvorki né enda á Davíð Oddssyni...   ...heldur einhverju allt öðru.

Þessi sýndarmennska dregur athyglina frá raunverulegum viðfangsefnum sem menn ættu að eyða pólitískri og vitsmunalegri orku í fremur en þennan hráskinnaleik.

Sveinn Tryggvason, 9.2.2009 kl. 00:12

6 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Sammála þér Sveinn. En þetta mál er komið á það stig að ekki verður aftur snúið.

Þetta er eins og stundum í boltanum. Þegar liðinu gengur illa þá er þjálfarinn rekinn og oft er það að ósekju. En það er bara stundum auðveldara að reka einn mann en ellefu. Þegar nýr þjálfari er tekinn við þá spilar sama liðið mun betur, burt séð frá því hvort hann er verri eða betri en sá fyrri.

Sigurður Haukur Gíslason, 9.2.2009 kl. 00:54

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hann réð sig sjálfur í Seðlabankann. Það er ekki eins og hann hafi verið grátbeðinn um að taka þetta djobb að sér.

Páll Geir Bjarnason, 9.2.2009 kl. 03:40

8 Smámynd: Smjerjarmur

Ég held að "þjóðin" hafi líka verið að reka Samfylkinguna.  Annars er skelfilegt að fylgjast með klaufaskap Samfylkingar í þessum "hreinsunum" eins og ýmsir úr hópi Samfylkingar hafa kosið að kalla þessar fálmkenndu aðfarir.  Auðvitað á Davíð að víka, en þurfti Jóhanna að fá fullkominn aula til þess að semja bréfið til bankastjóranna?  Næst verður farið með einhverja illa undirbúna löggjöf um Seðalbankann í gegnum þingið sem mun minna á að þessum flokki er fyrirmunað að læra á stjórnsýsluna.  Það væri gott að hafa sterkan miðjuflokk á Íslandi, það var lag, en tiltrúin meðal kjósenda minnkar með degi hverjum. 

Smjerjarmur, 9.2.2009 kl. 09:16

9 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Á maður nokkuð að æsa sig upp vegna einhverja formgalla? Hvort bréfið til Davíðs átti að senda á vinnustaðinn eða heim til hans? Það var jú vitað að hann var í útlöndum. Þetta þras er óþolandi. Málið skiptir hvernig hægt er að skipuleggja Seðlabankann þannig að hann nýtur trausts á nýtt. Og til þess þarf Davíð að taka pokann sinn sem fyrst.

Úrsúla Jünemann, 9.2.2009 kl. 11:19

10 identicon

Bankastjórarnir verða að fara vegna þess að SÍ er rúinn trausti innanlands sem utan, það er málið!!!  Erlendir sérfræðingar sem vitnað hefur verið í í morgun er allir sammála um það að það sé ótrúlegt þeir víki ekki úr sætum  sínum, hann og Erikur. 

jóhann (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband