Það sem þér viljið að aðrir menn gjörið yður...

Fyrr en okkur varði erum við stödd í sporum þeirra sem hingað hópuðust eftir vinnu. Það er okkur hollt sem þjóð að rifja upp umræðuna sem spannst um fólk frá öðrum löndum. Sumir stjórnmálamenn og jafnvel stjórnmálaflokkar gerðu sér mat úr ótta Íslendinga við erlent starfsfólk. Umræður fóru stundum niður á lægra plan en maður hélt að væri hægt hjá sæmilega upplýstri þjóð.

Hjá Reykjavíkurborg veltu ákveðnir stjórnmálamenn í núverandi meirihluta því fyrir sér í fúlustu alvöru að brjóta útboðsreglur EES samningsins af því erlent fyrirtæki átti lægsta tilboðið í byggingu tveggja grunnskóla. Ætli þeim þætti ekki hart ef þannig yrði farið með íslensk fyrirtæki sem ættu lægsta tilboð í verkefni í öðrum löndum.

Ég held að við ættum að þakka fyrir frjálst flæði vinnuafls innan EES samningsins.


mbl.is Íslendingar „nýju Pólverjarnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Fyrr en okkur varði erum við stödd í sporum þeirra sem hingað hópuðust eftir vinnu". og breytir það eitthvað þeirri staðreynd að íbúar sem fyrir eru , hafa og munu alltaf líta á aðflutt vinnufl sem ógn við sitt eigið atvinnuöryggi.

þetta er bara svona , og það breytist ekkert þótt einhverjir pólitískt rétthugsandi samfylgingarmenn segi að allir eigi að vera góðir og vera vinir.

raunveruleikinn er bara ekki þannig

Nonni (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Og hvað heitir þú fullu nafni Nonni minn?

Dofri Hermannsson, 9.2.2009 kl. 16:46

3 identicon

Sumir einfaldlega kjósa að vera nafnlausir..

Örn (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 17:43

4 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Nú fynna Islendingar fyrir því,eftir fátækt sem þjóðinn lifði áður. Hopp upp í jeppa og annan luxus án þess að líða hernað, hungur, stríð í eiginn landi,hamfarir og allan pakkann.Svona er lífið.Lærum af reynslu,ekkert er gefið.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 18:16

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Já hvar ætli allt þetta fólk sé nú, sem að var á því að það ætti helst bara að slíta þá taug sem að EES samningurinn býr til, núna þegar Íslendingar eru farnir að fara til annarra landa í atvinnuleit. Það er góð spurning.

Það er þá kannski eitt gott sem að kemur út úr þessari kreppu. Það slökkti í þessari hrokafullu og ófyrirleitnu umræðu um útlendinga.

Jóhann Pétur Pétursson, 9.2.2009 kl. 19:01

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það sem þér viljið................ Þessa mögnuðu og krefjandi setningu sagði maður fyrir margt löngu og æ síðan hefur hún vakið margan manninn af værum svefni eigin sérhyggju. Setningin lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, en samt er hún svo stór og sönn. Það er hverjum einstakling holt og skylt að reyna að lifa eftir henni. Oft var þörf en nú er nauðsyn að hafa þessu reglu í hávegum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.2.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband