9.2.2009 | 21:43
Fyrir hvað stendur hann?
Ég hef stundum velt því fyrir mér að undanförnu fyrir hvað Sigurður Kári stendur í pólitík. Minni ríkisafskipti, minna eftirlit? Vín í búðum og reykingar á veitingastöðum?
Margir velta því fyrir sér fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. Ljóst er að undanfarinn áratug hefur sú hugmyndafræði verið allsráðandi að óheftur markaður væri alltaf besta svarið. Hinn sármóðgaði og einelti seðlabankastjóri sem þá fór með völd talaði af fyrirlitningu um það sem hann kallaði eftirlitsiðnað og í bræðikasti lagði hann niður Þjóðhagsstofnun af því niðurstöður hennar mátti skilja sem gagnrýni á efnahagsstjórn hans.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson var æðstiprestur í þessari trúarhreyfingu og ungar óbarnaðar sálir klöktust út í Heimdalli og SUS fengu á sig hið ágæta safnheiti Hannesaræskan. Nú þegar hugmyndafræði þeirra hefur keyrt allt í kaf og eftir standa rústir einar hleypur kjörbúðarvíns- og reykingabaráttumaðurinn upp í ræðustól Alþingis og fjargviðrast yfir því að hér eigi að deila byrðunum á þeirri erfiðu göngu sem framundan er.
Ef þingmaðurinn vill ekki hækka skatta á þá sem eru aflögu færir hlýtur hann að vilja skera velferð, heilbrigðisþjónustu og menntun inn að beini. Hann vill væntanlega ekki hækka skatta þeirra sem hafa vinnu til að geta greitt atvinnuleysisbætur. Það kann að koma að því í vor að hann skipti um skoðun.
Annars er dálítið magnað að það unga fólk sem boðið hefur sig fram til að endurnýja þingflokk Sjálfstæðisflokksins tilheyrir allt Hannesaræskunni eins og Sigurður Kári. Það á greinilega bara að bjóða kjósendum upp á meira af nákvæmlega því sama og kom landinu á hausinn.
Líklega er enginn til af þessari kynslóð sem þekkir gömul gildi Sjálfstæðisflokksins s.s. stétt með stétt.
Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Hver sagði eftirfarandi setningu og hvar ?
"Þið eruð ekki þjóðin"
Óðinn Þórisson, 9.2.2009 kl. 21:57
Sigurður kári er trúður.. alveg sama hvar hann kemur fram opinberlega eða talar í imbanum.. lítur hann út eins og trúður..
Óskar Þorkelsson, 9.2.2009 kl. 22:00
Í frumskóginum er hver sjálfum sér næstur og það er bara hallærislegt að vera að hjálpa öðrum. Sá sterki fær allt það besta, en sá veiki deyr. Þetta er sú hugsun sem ræður svo víða för og þó hún sé grimm og hörð, er henni beytt víða. Sigurður Kári er bara einn þeirra sem eru svo heillaðir af þessari hugsun að hann telur sér trú um að hrunið þjóðfélag sé einhverju öðru að kenna. Svo er náttúrlega ekki hægt að missa völdin.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.2.2009 kl. 00:30
"Þið eruð ekki þjóðin"
Þessa setningu hafa margir sagt, en ég býst við að þú sért að gera tilraun til að vitna í Ingibjörgu Sólrúnu á borgarafundinum. Þetta sagði hún aldrei, hins vegar sagði hún orðrétt "ég er ekki viss um að þeir sem eru hér í salnum séu þess umkomnir að tala fyrir þjóðina", sem er auðvitað kórrétt hjá henni.
Rétt skal vera rétt.
Páll Geir Bjarnason, 10.2.2009 kl. 01:20
Páll Geir: Hún sagði víst orðrétt "Þið eruð ekki þjóðin" Sem er líka hárrétt.
Sumir þingmenn hafa sín persónulegu mál sem þarf líka að huga að. Það eru margir fylgjandi Sigurði Kára í að áfengi verði selt í matvöruverslunum. Það skal nú ekki gera lítið úr því. Ég væri frekar til í að ræða mál eins og "bleikan og bláan lit á fæðingardeildum" eða hvort það eigi að finna ný orð yfir kven-ráðherra. Ég held að sumir séu að láta persónulegt hatur sitt í garð Sjálfstæðisflokksins blinda sig í umræðunni.
Sigurður Kári hefur unnið að mörgum góðum málum í þinginu og á ekki skilið þessa óvirðingu sem honum er sýnd af sumum hér.
Hlynur (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 08:57
Til skamms tíma hefur verið notað gott og gilt orð yfir svona vindbelgi eins Sigurð Kára. KJAFTASKUR, sem segir allt sem segja þarf um þann mann.
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 10.2.2009 kl. 09:30
Hvernig var þetta með tómar tunnur sem heyrist sérlega hátt í?
Úrsúla Jünemann, 10.2.2009 kl. 11:34
Ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna - 18 árum síðar, með öll tögl og haldir í embættismanna og stjórnsýslukerfinu......
Þá hlýtur þetta að vera Sjálfstæðisflokknum að þakka. Það er nefnilega allveg ljóst hverjir stjórnuðu mestu.
Bragi (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 12:31
Siggi Sprútt og aðrir sjallar hafa ekki enn áttað sig á ástandinu í landinu.
Það ein sem þeir sjá er að búið er að rífa af þeim leikföngin í bili vegna þess að þeir skemmdu þau.
Því finnst þeim allir vondir við sig og orga og garga, líkt og frekra barna er siður.
Vonandi verða Sjallar í skammakrókinum sem lengst
Kristján Logason, 10.2.2009 kl. 13:50
Flestum sem ég ræði pólitík við ber saman um það að Birgir Ármannsson og Sigurður Kári séu jafnfurðulegustu þingmenn landsins í dag. annar minnir á gamla þrasgjarna konu ( vantar bara slæðu á hausinn á honum ) , en hinn á kvolp sem snýst í hringi og eltir gjammandi á sér skottið . Ég segi þeim þó til hróss að þeir munu aldrei auka fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Stefán (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 14:44
Sigurður Klári?
Apamaðurinn, 10.2.2009 kl. 21:22
Ég gæti þrætt fyrir margt sem ritað er hér en hinsvegar fannst mér ég neyddur til að langar mig að benda þér á eitt, þar sem þú ert nú stjórnmálamaður.
"Ef þingmaðurinn vill ekki hækka skatta á þá sem eru aflögu færir hlýtur hann að vilja skera velferð, heilbrigðisþjónustu og menntun inn að beini"
Hér gerir þú því skóna að einföld venzl séu milli skattaprósentu og tekjum ríkis af skattlagninu. Svo er ekki og öllum ætti að vera ljóst, þó það sé augljóslega ekki þannig, að hækkun skatta leiðir ekki af sér þyngri peningapyngju ríkis. Þú getur flett þessum hagfræðilegu, og í senn empírísku, staðreyndum upp. Kenning sem tengist þessu beint er t.d. Laffer kúrva sem og rannsóknir nóbelsverðlaunahafans Edward C. Prescott. Ekki það að það komi mér á óvart að stjórnmálamönnum ljáist að þekkja einföldustu hugtök hagfræðinnar.
blæ (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:04
Þekki reyndar ágætlega til Laffer. Hann sagði hins vegar ekkert um hvar prósentutalan lægi enda er kúrfan á ólíkum stað eftir löndum, menningu og aðstæðum. Nú eru þær aðstæður í þjóðfélaginu að fleiri eru illa settir en áður. Þá er skilningur á því víðast hvar í þjóðfélaginu að þeir sem betur eru staddir taki á sig þyngri byrðar. Þá þýðir ekki að fela sig á bak við Laffer þótt hann teljist glúrinn.
Dofri Hermannsson, 11.2.2009 kl. 00:51
Ég sagði aldrei að Laffer kúrvan segði til um hvaða prósentutala hámarkaði hagnað ríkisins á skattinnheimtu. En það sem hún segir er að það eru staðbundin hágildi og lággildi, sem þýðir að til er punktur á kúrvunni sem gefur bestu raun, þ.e. hækkun skatta þarf ekki nauðsynlega að leiða af sér meiri tekjur. Svo þyngri byrðar á þá sem betur eru staddir, eins og þú kemst að orði, þarf ekki endilega að skila sér í léttari byrðum hjá þeim sem minna mega sín. Minn eini punktur í þessu öllu var einungis að benda á að erfitt er að fullyrða hvað sé "rétta" leiðin í skattastefnu á þessum tímum.
blæ (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.