Sannar brýna þörf á endurnýjun á þingi

Til að byrja með vil ég taka fram að ég hef ekkert á móti því í sjálfu sér að hvalur sé drepinn til matar frekar en önnur dýr s.s. kýr, hestar, lömb, svín, krókódílar og hundar ef út í það er farið.

Mér er hins vegar fyrirmunað að skilja af hverju það er sáluhjálparatriði að veiða hval ef það er ljóst að við töpum meiri peningum á því en við fáum í staðinn. Enginn hefur sýnt fram á að það sé markaður fyrir hvalkjötið frá í fyrra og hitteðfyrra sem er í tollinum í Japan. Kristján Loftsson hefur hvergi sýnt nótu fyrir viðskiptum sem neinu skipta og engan samning um kaup á kjöti næstu árin.

Það er heldur ekkert skrýtið af því Japanir eiga í frysti 3.000 tonn af sínu eigin óselda hvalkjöti - meira en árs neyslu.

Af hverju í ósköpunum er þá sæmilega skynsamt fólk á þingi að hlaupa á eftir þessari vitleysu? Jú svarið er einfalt. Einar Kr. skildi eftir pólitíska jarðsprengju á leið sinni út úr sjávarútvegsráðuneytinu - ósiðlegt en virðist hafa náð tilætluðum árangri. Lobbýistar hvalveiðisinna söfnuðu fé til að fara í auglýsingaherferð og í lok herferðarinnar létu þeir gera könnun. Ekki þarf að koma á óvart að hún kom vel út hvalveiðum í hag - enda þjóðin alltaf viðkvæm fyrir því "að láta vitlausa útlendinga banna sér að veiða hval". Dýpri er sú hugsun því miður ekki.

En svo spurningunni um af hverju sæmilega skynsamt fólk á þingi lætur hafa sig út í þetta lýðskrum þvert á þjóðarhag sé svarað beint: Þau eru hrædd um að ná ekki endurkjöri og makka því eftir því sem þau telja líklegt til vinsælda frekar en að gera það sem rétt er.

Sýnir hve brýnt er að lofta út í steinhúsinu við Austurvöll.


mbl.is 36 þingmenn vilja hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki bara að lofta út, heldur skúra og skrúbba frá grunni og skipta um læsingar.

Finnur Bárðarson, 11.2.2009 kl. 18:07

2 identicon

Gaukurinn á suðurnesjum sem byrjaði ásamt tengdapabba í fyrra að setja þorskalifur í niðursuðudollur var ekki með neina sölu, samninga né nótur í fyrra þegar hann byrjaði. Í dag er hann að flytja út þúsundir eininga og búinn að ráða 20 starfsmenn í vinnu og vantar meira. Ef það er enginn hagur af hvalveiðunum þarft þú allavega þá allavega ekki að hafa áhyggjur því þá fer enginn í þær !!  Heldur þú að Kristjáni Loftsyni sé bara illa við hvali og þess vegna vilji hann veiða þá ???

Er svo ekki heppilegt hjá þér að vísa í markleysu skoðanakönnunnar af því að þú ert á móti niðurstöðunni !! Þetta er oflátsmerki og í raun sýnir að þú ættir bara alls ekki að vera í stjórnmálum þar sem þú vilt bara hlusta á sjálfan þig en ekki meirihlutann, jafnvel í eigin flokki.

Ingvar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kom að því að við erum hjartanlega sammála Dofri:

Sannar brýna þörf á endurnýjun á þingi

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 18:30

4 identicon

Þarna lætur fólk þessa sömu bjánalegu minnimáttarkennd og hrokablöndu, sem réð því að við tókum ekkert mark á aðvörunum frá t.d. dönskum bankamönnum varðandi þróun íslensku bankanna og gerðir þess glæpalýðs, sem þeim stjórnuðu. Það fólk, sem sinnir sölu íslenskra framleiðsluvara á erlendum mörkuðum er á einu máli varðandi afleiðingar hvalveiða hér. Getur þýtt gríðarlegt hrap á sölu og verðlækkunum, ef ekki hreina sölustöðvun. Við getum þvælt fram og aftur um hversu skynsamleg afstaða erlendra þjóða sé í þessu efni, en það er eitthvað sem við breytum ekki. Með hvalveiðum er því verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, svo miklu minni. Hlaupa eftir þráhyggju Kristjáns Loftssonar og Hrefnu-Konna; segir manni að populisminn stjórnar þessu liði á þingi.

Zombie (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 18:44

5 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Hjartanlega sammála Ingvari.

Útfluttningur af hvalaafurðum gæti verið 2-3 % af útfluttningi sjávarafurða, nokkirir milljarðar í kassan. Ég veit ekki hvernig Dorfi fær út að við töpum á því að veiða hval, kanntu ekki að reikna?

Sturla Böðvarsson fyrrverandi ferðamálaráðherra lét gera stórar rannsókir og skýrslur á árunum 2004-2007 minnir mig um áhrif hvalveiða á ferðamannastraum til íslands og niðurstaðan var sú í öll skipti að hvalveiðar hafa engin áhrif á ferðamannastraum til landsins. Rökin um að við töpum á þessu eru því kjarfæði og lygi eins og svo margt sem kemur út úr munn grænfriðuna í þessu máli. Ég sé því ekki alveg hvar mínusarnir eru sem Dorfi ætlar að draga frá!!

Svo reyniði að fela ykkur á bakvið einhverjar pólitískar ástæður eins og að Einar hafi verið að hefna sín á næstu stjórn. Ef þið hafið verið vakandi síðustu ár þá er búið að vera veiða hval síðan 2003 minnir mig, þetta var því aðeins framhald á þeim veiðum. Þessi ákvörðun átti að vera löngu komin en tafðist fram á síðustu stundun, sennilega vegna minnihluta þrístíhóps sem virðist vera um það bil að ná stjórninni á öllu landinu.

En ég skil ekki hvernig hægt er að vera á móti atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun?  Já eða lýðræði? Það er mjög skrítin afstaða, sérstaklega eins og þjóðin stendur í dag. Þetta er með ólíkindum...

Stefán Gunnlaugsson, 11.2.2009 kl. 18:51

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér er margt viturlega fram borið bæði með og móti. Ég sé á eftir öllum fiskinum sem hvalurinn étur og þó það sé ekki nema af þeirri ástæðu að þá þarf að halda við jafnvægi í lífríkinu. Ég þekki æðarbónda sem hefur nokkur hross, án nytja bara til að bíta gras til að halda eyjunni í jafnvægi og hafa snyrtilegt í kringum kollurnar.

Varðandi þingsályktunartillöguna er það að segja að þeir sem standa að henni þurfa nauðsynlega að minna á sig og láta vita hvar meirihlutinn er, ef því er að skipta.

Og svo eru þeir að efla sjálfstraustið með þessu og að þurfa ekki eilíflega að láta í minni pokann.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.2.2009 kl. 19:47

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sem er brýnast er að sveitarstjórnir utan höfuðborgarsvæðisins fari að vinna að því að íslandi verði skipt upp í fylki og að kosið verði um það í sveitarstjórnarkosningum 2010.Grímulaus frekja hatursmanna landsbygðarinn sem hanga í óloftinu kringum fúlapytt, tjörnina, og sem ætla að ráðskast með landsbyggðina í gegnum stjórnlagaþing sem væri ekkert annað en stjórnlagaþing höfuðborgarsvæðisins ef farið er eftir þeim hugmyndum sem skríllinn á Austurvelli og Arnarhóli leggur til og er nú á leiðinni inn á Alþing,gerir það að verkum að landsbyggðin verður að krefjast skiptingar landsins í fylki strax, svo þessum skríl sem er að mestu innan Samfylkingainnar og VG takist ekki að leggja landið í auðn.

Sigurgeir Jónsson, 11.2.2009 kl. 20:46

8 Smámynd: Katrín

Mér finnst það koma úr hörðustu átt ásökunin um lýðskrum...,sá flokkur sem ötulastur hefur verið í þeim málum er sá sem þú fylgir að málum og situr í minnihlutastjórn...það eitt er lýðskrumskæling

Katrín, 11.2.2009 kl. 22:28

9 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sammála Dofri, það þarf að sturta rækilega niður á Alþingi. Það á líka við um Samfylkinguna!

Sigurður Hrellir, 11.2.2009 kl. 23:00

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta snýst ekkert um hvalveiðar, heldur að halda athyglinni á Sjálfstæðisflokknum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 23:03

11 identicon

Sæll Dofri

sammála þér um að þarf að losa um lýðskrumarana á Alþingi. Þeir eru fjölmargir og í öllum flokkum. Margir þeir verstu eru í Samfylkingunni að mínu mati. Fólk sem notar skoðanakannanir til að stýra sér.  ég vill reyndar kenna því um að margt af þessu fólki sem eru líðskrumarar hafi ekki næga þekkingu til að eiga við málin sem það er að fjalla um. Því er það svo fljótt að skipta um skoðun.

 ég skil ekki þessa heimskulegu umhverfisverndarumræðu, Þeir sem skoða hvali hafa aldrei verið fleyrri en í sumar og semt höfum við verið að veiða hvali.  Japanir eru að veiða hvali og þeir eru greinilega að selja. Mig langar að vita hvar þú hefur upplýsingar um birgastöðuna hjá þeim.  ég þori að veðja að þetta sé bara eins og sumt annað bull sem þú ert að slá fram. En vinsamlegast komdu með heimildamenn, eða minnsta með með heimasíðu með heimild.

Umhverfisverndarsinnar sem flestir búa í bæum eða borgum fatta ekki að við þurfum að hugsa um umhverfisvernd sem heild en ekki sem einn hluta. Við erum að veiða fisk og þurfum að passa uppá að stofnanir séu nægilega stórir til að við göngum ekki á þá. Síðan eru hvalirnir friðaðir eina skepnan í hafinu og þeir borða álika mikið og við veiðum. Ef við látum hvalastofnana halda áfram að stækka fara þeir að borða meira en við veiðum og við getum lent í því fiskistofnar okkar minnki. Þá þurfum við að minnka fiskveiðar okkar með tilheyrandi afleiðingum fyrir hagkerfið. Ég lít svo á að maðurinn sé jafn rétthár og dýrinn. við erum jú að veiða okkur til matar.

En þú skilur þetta ekki Dofri og vilt ekki skila.

Ekki skilur þú heldur að stóriðja sem kynnt er með Oliu eða kolum í Kína sé verri en notkunn á hreinni orku á Íslandi.  Mengunn í Kína eykur gróðurhúsaáhrifinn jafn mikið og á Íslandi þetta er bara spurning um að reyna að minnka hana. Ekki það að ég sé sérstaklega sammála því að hrúa upp álverum, heldur ferkar að ég vill virkja fallvötnin og jarðhitan til að minnka mengun í heiminum.

kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 23:48

12 identicon

Ætlaði að svara þér DORFI en þarf þess ekki

Lestu bara það sem INGVAR GUÐMUNDSSON skrifaði

Ef þú skilur þetta ekki, hættu þá að skrifa um þetta.

einar (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 00:34

13 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Hér deila menn um afar viðkvæmt efni. Hvort sem fólk vill veiða hvalinn eða ekki er ljóst að Einar Guðfinnsson gaf út kvótann í þeim tilgangi einum að efna til vandræða.  Ágæt samlíking hjá Dofra að líkja þessu við jarðsprengju. Og af hverju þarf að gefa út 5 ára kvóta á hvalinn.Fiskveiðikvótinn er ákveðinn til eins árs í senn og mjög óeðlilegt af gefa út langtímakvóta á hval. Íhaldið reynir nú að þyrla upp nógu miklu moldviðri ef það gæti hugsanlega breytt fyrir afglapahátt þess sjálfs í landsstjórninni undanfarin 18 ár. Ég vona að Steingrímur taki skynsamlega ákvörðun.

Sigurður Sveinsson, 12.2.2009 kl. 08:09

14 identicon

Ég er á sama máli og þú Dofri. Ef við ætlum að veiða hval þá verður að liggja fyrir að hægt sé að selja afurðirnar, - ekki að þær liggi í frystigeymslum í einhver ár og sé svo hent. Það verður einnig að sjá til þess að gjaldeyristekjur skili sér til landsins innan ákveðins tíma.

Varðandi Alþingi. Þó fyrr hefði verið! Það er eins og á Alþingi sitji menn (og konur) með tvær heilasellur. Önnur er í hjólastól og hin er upptekin við að keyra hjólastólinn. Ef einhver slysast til að hafa hálfa sellu í viðbót þá er hún á kafi í vínglasi og hugsar ekki um annað á meðan.

Einar Þorbergsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:58

15 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þetta er nú ekki nokkurt vandamál gagnvart sölu afurðanna. Ef þær seljast ekki þá eru fyrirtækin sjálfhætt þessum veiðum og skiptir ekki nokkru máli hvað mönnum finnst um að það þurfi að vera sannarlega markaður fyrirfram. Það er bara fyrirsláttur.

Og auðvitað var þetta ákveðin sprengja af hálfu Einars K. en engu að síður gerð með vilja alþingis og meirihluti með því bæði á Alþingi og hjá almenningi. Skiptir þá ekki öllu hversu skynsamlegt einstaka mönnum þykir það.

Síðan er spurning hvort þú ættir ekki að líta þér nær varðandi makk gagnvart skoðanakönnunum, Samfylking fór á límingunum gagnvart mótmælum og skoðanakönnunum og gerði það sem hún gerði einungis til að eiga betri séns gagnvart komandi kosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga það að almennt hleypur hann ekki til gagnvart skoðanakönnunum, þó svo það gerist sjálfsagt að einhverju leiti hér og þar.

Carl Jóhann Granz, 12.2.2009 kl. 10:43

16 Smámynd: Héðinn Björnsson

Má ekki selja hvalaveiðileyfi á uppboði. Þá getum við fengið Greenpeace til að bjóða á móti þeirri nýsköpun í ferðamannaiðnaði sem sportveiðar á hvölum gæti orðið, jafnvel Kristján í Hvalnum gæti boðið með þó mér þyki ólíklegt að hann hafi neitt í hina aðilana.  þannig tryggjum við að við fáum eitthvað fyrir auðlyndina og komum þessu máli frá okkur og getum snúið okkur að brýnni úrlausnarefnum.

Héðinn Björnsson, 18.2.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband