Undarleg frétt!

Sorpa á ekki að skila hagnaði heldur á að reka félagið á núlli.

Sumir virðast vera á þeirri skoðun, kannski ekki síst Sorpa bs, að vöxtur þessa fyrirtækis sé ekki aðeins óumflýjanlegur heldur jafnvel æskilegur. Þetta er misskilningur.

Rusl gerir lífið ekkert skemmtilegra og því ættum við að reyna að finna upp kerfi sem takmarkar rusl. Reyna að búa til rekstrarfyrirkomulag sem hvetur Sorpu og íbúa til að draga úr sorpmyndun. Það myndi spara okkur peninga, við færum betur með og við myndum spara okkur fé og náttúrugæði sem fara í að ganga frá sorpinu.


mbl.is Afkoma Sorpu í járnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mikið rétt, Dorfi. Hörður Bergmann skrifaði fyrir mörgum árum ágæta grein um þessi mál í Mbl.. Mig minnir, að yfirskriftin hafi verið, Umbúðaþjóðfélagið og trúlega hefur Hörður einnig skrifað bók um sama efni og nafni ? Athyglisverð lesning.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 24.2.2009 kl. 09:14

2 Smámynd: Frank Magnús Michelsen

Nákvæmlega það sem ég hugsaði: Á þetta félag að skila hagnaði? Furðuleg túlkun blaðamanns að kalla smá hagnað á byggðasamlagi "í járnum".

Frank Magnús Michelsen, 24.2.2009 kl. 11:36

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sum þjóðþrifamál þurfa ekki að skila beinan hagnað., t.d. Sorpa og almenningssamgöngurnar. Þetta skilur sér í betra og heilsusamlegra umhverfi. Ekki veitir af.

Úrsúla Jünemann, 24.2.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég skil nú ekki svona lagað. Ég bý reyndar í Þorlákshöfn og við höfum haft "Grænu tunnuna" til að setja í pappír, fernur og fleira sem ekki fer í heimilissorpið. Tunnan hefur verið tæmt 1 x til 2svar í mánuði. Nú ber hins vegar svo við að nú eru þeir hættir að tæma tunnurnar því það er svo dýrt að losa það hjá sorphirðunni!!!! Maður hamast við að vera vistvænn og flokka og síðan gengur hvorki né rekur af því það er svo dýrt!!!! Þvílík vitleysa.

Sigurlaug B. Gröndal, 24.2.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband