Að hrökkva eða stökkva

"Hvað er ég nú búinn að koma mér í?" hugsaði ég á leiðinni heim í strætó seinnipartinn.

Vinur minn hjá Decode fyrir fyrir hópi heljarkvenna og -menna sem hittast eftir vinnu og synda í sjónum við Nauthólsvík. Af því að ég hef verið að berjast fyrir betra umhverfi hátækni- og sprotafyrirtækja var hann búinn að bjóða mér að koma einhvern daginn í heimsókn í fyrirtækið og ræða málin. Formlegt boð hans kom í dag, var sent á stóran hóp sundgarpa, og var á þessa leið:

Það er hörmungarfjara í hádeginu á morgun, en sjávarstaða með ágætum eftir vinnu.

Mæting í Nauthólsvík 16:30, miðvikudagur 25. febrúar.


Félagi minn, Dofri nokkur Hermannsson er meðal frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar. Ég býð honum hér með að mæta í sjóinn og halda framboðsræðu. Hún má ekki fara fram nær en 50m frá landi en hann má tala eins lengi og hann þolir.  Ef hann stingur sér af klettinum mun ég sverja þess eið að setja hann í fyrsta sæti í prófkjörinu.

Um mig fór hrollur þar sem ég stóð og beið eftir strætó. Eftir stutta umhugsun sá ég að ég hafði ekkert val. Svarið var á þessa leið:

Stend I kalsa a Laekjartorgi og skelf inni I ulpunni. Kannski bara af otta vid thessa askorun!
Eg tek henni og lofa ad frambodsraedan verdur stutt. Liklega bara orfa eins atkvaedis ord.
Eg mun alvarlega ihuga ad hoppa fram af klettinum - thad getur varla verid mikid mal fyrst Palli thorir thad!
Kv. Dofri.

Og nú þarf að standa við stóru orðin. Hvar væri maður án svona vina?

Hér er stuðningsmannasíða Dofra á Snjáldru (Facebook).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og hvernig var?????

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

spennandi - varstu skjálfmæltur í flæðamálinu

Anna Karlsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:51

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Þetta verður í dag!

Dofri Hermannsson, 25.2.2009 kl. 06:42

4 identicon

Haha, gangi þér vel! Myndi gera ýmislegt en ekki fara í sjóinn fyrir atkvæði;o)

Halla (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 10:36

5 identicon

Á að mæta í hlaup eftir sundferðina?

Guðmundur Magni (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:30

6 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Dofri, þú verður nýr maður þegar þú kemur upp úr sjónum. En ég er hrædd að ræðan þín verður ekki löng. Gangi þér vel.

Úrsúla Jünemann, 25.2.2009 kl. 12:12

7 Smámynd: Dofri Hermannsson

Guðmundur, ég er hræddur um að ég þurfi að verja seinni partinum og kvöldinu í að hlaupa á eftir atkvæðum. Það mætti kalla það sprettaæfingu!

Dofri Hermannsson, 25.2.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband