Sprotaþingmaður?

Á meðan "gróðærið" gekk yfir og fjöldinn allur af fólki og fyrirtækjum unnu við að lána hvert öðru peninga til að kaupa hvert annað þá var umhverfið mjög óhagstætt fyrir sprotafyrirtækin.

Gengið var allt of hátt, kaupkröfur háar, hörð samkeppni við bankana um hæft fólk og vextir svo háir að engum datt í hug að fjárfesta í sprotafyrirtæki sem var allt eins líklegt að færi á hausinn! Frekar en að kaupa hlut í fyrirtæki sem framleiðir eitthvað sjálft var miklu snjallara að setja peningana á verðtryggðan reikning með 15% vöxtum - nú eða að hefja innflutning á einhverju.

En nú er staðan breytt. Peningarnir horfnir og við þurfum að framleiða einhverja vöru eða þjónustu til að skapa verðmæti og störf. Á margan hátt góð breyting þótt hún verði erfið. Við eigum að styðja við nýsköpun og sprotafyrirtæki eins og hægt er. Þannig sköpum við fjölbreytt og sterkt atvinnulíf til frambúðar.

Ef þessi þingmannssproti nær að verða sprotaþingmaður mun hann beita sér fyrir því.

Hér er stuðningsmannasíða Dofra á Snjáldru (Facebook).


mbl.is Stórtækir eiturlyfjasmyglarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gangi þér vel Dofri.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.2.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég gerðist meðlimur í dag :)

Óskar Þorkelsson, 25.2.2009 kl. 22:20

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Flokkurinn sem þú tileyrir Dofri hóf nýja ríkisstjórnagöngu með því að tala hátt um að hlúa að sprotafyrirtækjum.  Ekki er að sjá neina innistæðu þeirrar yfirlýsingar.  Ég þekki til fyrirtækis sem er sannkallað sprotafyrirtæki með 20+ manns í vinnu, flytur út hágæða vöru, en fær enga fyrirgreiðslu.  Bankinn rétt sér þeim fyrir fjármagni til þess að þeir loki ekki.  Ég hef bloggað um þetta mál í tvígang.

Það virðist vera meiri áhugi á að eyða 13milljörðum í tónlistarhús, sem kemur ekki til með að skila svo miklu sem einu centi í gjaldeyri, en miklu frekar stórkostlegum útgjöldum úr ríkissjóði til ókominna ára.  Það hefði verið nær að láta þessa fjármuni í að byggja upp og hjálpa sprotafyrirtækjum.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.2.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband