Skynsamleg aðgerð

Staðan er sú að ef ekkert er gert í þessa áttina stöðvast einfaldlega framkvæmdir í þessum geira með þeim afleiðingum að fleiri fyrirtæki fara á hausinn og fjöldi manns til viðbótar missir vinnuna.

Það er ekki bara harmleikur fyrir þá sem í því lenda heldur líka dýrt fyrir hið opinbera sem missir skatta af starfsemi fyrirtækjanna og þarf að greiða atvinnuleysisbætur til þeirra sem missa störf sín.

Við hliðina á því er útgjaldalítið að endurgreiða virðisaukann, fyrirtækin geta þá haldið velli, verðmæt vinna er unnin og fólk fær greidd laun í stað þess að þurfa að þiggja bætur.

Það er Alþingi til sóma að svona tillögur séu samþykktar í þverpólitískri sátt. Það þyrfti að gilda um fleiri mál.


mbl.is Sátt um víðtækari endurgreiðslu VSK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband