Að vera mömmu til sóma

Áður en ég hóf prófkjörsbaráttuna setti ég sjálfum mér fjögur skilyrði.

  1. Að ég ætlaði ekki að eyða meira en 200 þúsund krónum. Þetta einfaldar málið mikið og kemur í veg fyrir að maður láti freistast til að auglýsa sig í blöðum og á Snjáldru - hvort heldur sem er óvart eða viljandi.
  2. Að ég ætlaði ekki að vera með kosningaskrifstofu en nýta mér þess í stað sameiginlega aðstöðu á Skólabrú. Kosningaskrifstofur soga til sín tíma og peninga en hvort tveggja verður maður að nýta vel í svona baráttu.
  3. Að heyja baráttu með jákvæðum formerkjum og að tala fyrir mínum hjartans málum og minni sýn en ekki á móti sýn og tillögum meðframbjóðenda minna. Þetta er mjög mikilvægt atriði af því neikvæðni er orkusuga og beinir hugsunum manns frá því sem skiptir máli.
  4. Að vera mömmu til sóma. Eitthvað sem öll skólastýrubörn læra strax í æsku að skiptir öllu máli fyrir framgang manns í lífinu yfirleitt.

Með þessi skilyrði að leiðarljósi er ekki hægt að tapa baráttunni, sama hvernig fer. Þessi skýra áætlun hefur hjálpað mér mikið í baráttunni. Það er auðveldara að vinna að settu marki þegar maður veit nákvæmlega hvað maður ætlar að gera og hvað ekki. 

Vinir mínir og fjölskylda hafa verið óþreytandi að hjálpa mér á alla lund með hringingum, hönnun og prentun bæklinga, að raða bæklingum í þúsundir umslaga og fá vini sína til að hjálpa til þegar liðsauka hefur vantað. Ég er þeim afar þakklátur fyrir alla þeirra miklu hjálp.

Nú er síðasti dagur baráttunnar runninn upp.
Nú er maður búinn að gera sitt besta.
Nú er bara að bíða og sjá!


mbl.is Kostnaði var stillt í hóf í baráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Dofri. Smá ábending. Að "heygja" er að "verpa haugi". Forfeður okkar í heiðnum sið voru heygðir. Að heyja baráttu er komið af sögninni "að há". Gangi þér svo vel.

Ellibelgur (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 16:02

2 identicon

Sæll Dofri,

 Vona að þér gangi vel og þykist vita að mamma þín (og pabbi) séu stolt af þér - því miður ekki flokksbundinn annars hefði ég farið og kosið þig.  Hjá mér situr vinkona mín sem er hrifin af því sem þú hefur verið að skrifa um umhverfismál.  Skilaðu kveðju til mömmu þinnar og pabba.

Kveðja,

Hlöðver (í Logafold)

Hlöðver Örn Ólason (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Þarna fór ég alveg með það! Mamma er einmitt mjög viðkvæm fyrir stafsetningarvillum. Líklega verð ég heygður í kvöld eftir allt saman!

Dofri Hermannsson, 14.3.2009 kl. 17:35

4 identicon

Þú átt ekki heima í álversflokki.

Doddi D (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 20:14

5 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Seigur Ég hefði kosið þig ,bið að heilsa.

Ásgeir Jóhann Bragason, 14.3.2009 kl. 21:30

6 identicon

Knús og klem til þín, Dofri.

Þú ert drengur góður

bb (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 22:26

7 identicon

það er kannski til of mikils mælst að Samfylkingarmenn taki þér vel því þú hefur boðað skýra stefnu í ákveðnum málaflokkum. Ekki aðalsmerki flokksbræðra þinna. Hefði stutt þig hefði ég getað kosið í kjördæminu.

AV (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 01:42

8 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég daíst að staðfestu þinni og annarra náttúruverndarsinna í Samfó. Leitt að þið hafið ekki fengið meiri hljómgrunn hjá flokksfélögum. Verst þó að sjá Alkóa flaggað á lista Samfylkingar í Norð-austurkjördæmi.

María Kristjánsdóttir, 15.3.2009 kl. 08:50

9 identicon

Kæri Dofri, vildi að þú hefðir náð lengra a.m.k. fyrir atkvæðið sem ég gaf þér :o)

Treysti því að þú haldir baráttunni áfram!

Með allra bestu og til frúarinnar líka.

Ellen

Ellen Calmon (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 10:47

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér finnst mjög athyglisvert að tveir af helstu talsmönnum náttúruverndar í Samfylkingunni, þú og Mörður, fengu ekki meira fylgi en raun ber vitni. Sorglegt.

En líklega er Samfylkingin þar með að stimpla sig formlega og opinberlega inn sem virkjana- og stóriðjuflokkur í anda Össurar Skarphéðinssonar.  Dapurlegt.

En þá vitum við það. Fagra Ísland er horfið sjónum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.3.2009 kl. 12:09

11 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sammála, Lára Hanna. þetta eru dapurlegar niðurstöður í þessu prófkjöri.

Úrsúla Jünemann, 16.3.2009 kl. 12:51

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Náttúruvernd eins og hún er rekin af nokkrum, á bara ekki upp á pallborðið hjá þorra Íslendinga.  Sorry, en ég skil það vel að það sé erfitt fyrir ykkur að kingja því.

Þeir sem hafa kynnt sér öfgalaust, það sem álver og virkjun gerðu á Austurlandi, sjá viðsnúninginn í samfélaginu.  Ekki einsasta hætti fólk að flytjast burt, heldur tók fólk að flytja til baka í heimahagana.  Fyrir okkur þau eldri sem bjuggum hér ennþá og ólum upp börnin okkar hér, var þetta á við jólin að fá fólkið okkar heim aftur. 

Einhvern vegin finnst mér þessi þáttur aldrei hafa verið inni hjá náttúruverndarfólki, sem lifði og hrærðist í miðbæ Reykjavíkur og áttaði sig ekki á fjölskyldu- og vinatengslum hjá fólki á landsbyggðinni.  Náttúran er þessum einstaklingum verðmætara enn allt annað, eins og við mannfólkið séum hreint ekki hluti af náttúrulegu fyrirbæri.

Benedikt V. Warén, 17.3.2009 kl. 09:46

13 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Meðan Samfylkingin getur ekki tekið af skarið og sagst ætla að vernda land okkar og auðlindir kem ég ekki til með að kjósa þennan flokk. Raunar er ég landflótta eftir að Íslandshreyfingin var gerð að saumaklúbb í Samfylkingunni. Þú og þín barátta er allra góðra gjalda verð en meðan Samfylkingin er beggja vegna borðsins get ég ekki stutt hana. Þessi flokkur þarf að hætta að vera eins og Framsókn og gefa skýr skilaboð til kjósenda. Það er allt í lagi að Kristján Möller og Össur gangi úr flokknum.  Þeir eiga hvort sem er heima í Framsókn. Samfylkingin ef hún ætlar að vera trúverðugur og sterkur flokkur þarf að taka AFSTÖÐU með eða á móti málum. Þessi popularismi sem er í gangi hjá flokknum er aumkunarverður og hefur hingað til bara tilheyrt Framsókn.  Fagra Ísland var stórt og metnaðarfullt skjal. Það að þetta skjal skuli vera skiptimynt flokksins hefur orðið til þess að ekkert sem þið hafið fram að færa sé trúverðugt í mínum eyrum.

Það eru mér mikil vonbrigði að þú komst ekki ofar í  prófkjörinu vegna þess að landið þarf á landvörðum að halda. Ég er skráður í þennan flokk en á greinilega enga samleið með honum lengur. Hefur þú hugleitt að tala við Borgarahreyfinguna og bjóða þig fram þar. Ég held að þú eigir betur samleið með þeim en álhausunum í þínum floki.

Ævar Rafn Kjartansson, 18.3.2009 kl. 23:10

14 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

flokki átti þetta að vera.

Ævar Rafn Kjartansson, 18.3.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband