Dagur fólksins

DagurÉg hef kynnst Degi vel þau þrjú ár sem ég hef unnið með honum á vettvangi borgarmála. Það sem mér finnst öðru fremur einkenna hans verk er sterkur og einbeittur vilji til að gefa öllum sem geta og vilja leggja gott til málanna tækifæri til að hafa áhrif - koma hugmyndum sínum á framfæri.

Undir hans stjórn höfum við í borginni boðið til fjölda funda með þeim sem best þekkja til í hverjum málaflokki til að safna saman þekkingu og góðum hugmyndum að lausnum á krefjandi verkefnum. Þar hefur aldrei verið spurt um pólitískar skoðanir - aðeins kallað eftir viðhorfum til þeirra verkefna sem er verið að fjalla um hverju sinni. Þau eru aðalatriðið.

Í fyrra setti Dagur B Eggertsson, sem borgarstjóri Reykjavíkur af stað verkefnið 1, 2 og Reykjavík sem gekk út á að safna ábendingum frá íbúum í Reykjavík um það hvað mátti betur fara í næsta nágrenni borgarbúa. Að baki hugmynd hans lá sú bjargfasta trú að fólk vissi best sjálft hvað mætti bæta og laga í þeirra nánasta umhverfi.

Verkefnið tókst gríðarlega vel, þúsundir ábendinga bárust frá íbúum í öllum hverfum borgarinnar og Reykjavíkurborg var tilnefnd til sérstakra verðlauna Evrópuborga fyrir lýðræðisþátttöku. Því miður er hann ekki lengur borgarstjóri því eftir öllum sólarmerkjum að dæma virðast núverandi borgaryfirvöld ekki skilja tilgang verkefnisins.

Á flokksvísu hefur leiðarljósið verið það sama. Að eiga virk samskipti við grasrótina í flokknum með reglulegum fundum þar sem borgarstjórnarflokkurinn segir frá vinnu sinni og það sem þó er mikilvægara - heyrir álit og ábendingar þeirra sem hafa valið okkur til að starfa í sínu umboði.

Ég hlakka til að sjá Dag virkja okkur flokksfélaga sína og annað áhugasamt fólk til þátttöku í þeim krefjandi verkefnum sem eru framundan. Þau eru mörg vandamálin sem þarf að leysa og við þurfum á öllum góðum hugmyndum að halda til að það megi takast.

Lausnirnar liggja í fólkinu og Dagur er rétti maðurinn til að laða þær fram.


mbl.is Dagur nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Dagur er vafalaust ágætis náungi en hann er pólitískur klúðrari eins og ferillinn sannar. Ertu búinn að gleyma harðri gagnrýni samherjanna á störf hans fyrir R-listann? Samfylkingin er í raun forystulaus með þau Jóhönnu og Degi - en þú skalt bara gleðjast yfir því.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 08:05

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ha, ha, ha! Þú ert gamansamur Baldur enda líklega að koma af brandarakeppninni á landsfundi Sjálfstæðismanna. Var að horfa á myndbandið með hinum bitra uppistandara og datt í hug titill sem þú þekkir vel "þjóð í hlekkjum hugarfarsins". Sem betur fer á titillinn ekki við heila þjóð heldur bara einn og ört minnkandi flokk.

Dofri Hermannsson, 29.3.2009 kl. 08:34

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Dofri minn, ég sit ekki á landsfundi - ég sit bara heima við mína tölvu og hygg að mörgu. En uppistandarinn sló í gegn eins og þú sást á myndbandinu. Gefum honum gott klapp

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 08:39

4 identicon

Ekki vildi ég eiga hest með svona augu!!!

halldor (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:01

5 identicon

Mér líst að mörgu leiti ágætlega á Dag, hann er þó með einn veikleika sem ég vona að rjátli af honum.

Að hann þori að vera leiðtogi en ekki leiðitamur skoðunnarkönnunum eins og Ingibjörg Sólrún var.

Leiðtogi leiðir fólk áfram og þorir að taka erfiðar ákvarðanir.  Dagur var nú ekki nógu lengi í borgarstjóri til að maður hafi séð hann í raun hvort hann ætlar að vera jafn ömurlegur leiðtogi og Ingibjörg Sólrún. Ég man ekki eftir heimskulegu upphlaupi hjá honum og hann er mun málefnalegri en Árni Páll.  

Blessaður náunginn hann Árni Páll, það er bara EU sem hann sér og hans hugsun fyrir utan þar er afar takmörkuð, það hefði orðið banabiti samfylkingarinnar ef hann hefði unnið.  Hentistefnan hefði haldið áfram sem ég er að vonast eftir að fari að hætta eftir að Ingibjörg Sólrún hættir. 

Ræðan hann Davíðs Oddsonar var bísna fyndinn og kalllinn  hjó í allar áttir. Sumt af því sem hann sagði er að mínu viti rétt en hann sleppti því sem honum hentaði illa.  En verið þið viss um að hann mun berja á Samfylkingunni rétt fyrir kostningar. Haldið þið virkilega að það sé bara eitt minnisblað sem er í seðlabankanum um Bankahrunið?  .  Hann veit svo mikið að þegar hentar mun hann beita þekkingu sinni um Vinstri flokkana af fullu afli.  Annars fannst mér líka fyndið að Ingibjörg "tíndist" á Landsfundinum hjá Samfylkingunni.  Hún var bókstaflega gleymd eftir setningarræðuna, og auðvitað ekkert henni að kenna. 

Ég held að hann Dagur sé efnilegasti leiðtogi vinstri manna síðan Jón Baldvin fór frá Alþýðuflokknum.  Í mínum huga er hann mjög efnilegur. Menn mega hinsvegar ekki vera efnilegir lengi í pólitík.

kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 23:49

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er nú alþekkt í fótboltanum að sumir menn verða aldrei annað en efnilegir.

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 10:02

7 identicon

Dagur er fínn,  en þegar ég heyri hann tala í fjölmiðlum þá skil ég aldrei orð af því sem hann segir og fæ svona svimatilfinningu, en það er eflaust bara ég :)

Nonni (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:49

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nonni, einn samstarfsmaður minn í Samfylkingunni sagði að Dagur væri karlkynsútgáfan af Þorgerði. Það væri lærdómsríkt að hafa þau saman í umræðuþætti.

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 17:22

9 identicon

Dagur er viðsjálverður pólitíkus.  Ég á enn eftir að sjá hvernig hann fjármagnaði kosningaslag sinn við þau Stefán Jón og Steinunni Valdísi þegar hann náði oddvitastöðu í Samfylkingunni.

Eftir þær kosningar settist Dagur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og þar tók hann einarða stefnu með þeim Guðlaugi Þór og Birni Inga í einkavæðingaferli Glitnismanna á orkugeiranum.  Hann stóð að kosningu og aðkomu Bjarna Ármannssonar sem stjórnarformanns REI og hafði ekkert út á kaupréttarsamninga að setja.

Það var ekki fyrr en hann sá að barátta Svandísar gegn þessum einkavæðingaráformum gæti hugsanlega fellt þáverandi meirihluta og fært honum borgarstjórastólinn að hann tók svínsbeygju ala Ragnar Reykás og fór að tala í hring en enginn tók eftir því af því allir voru orðnir svo þreyttir á bullinu að fólk mundi ekki eftir lofræðunum um útrás sem hann hafði byrjað á að flytja í upphafi máls síns.

Nei Dagur er ekki heiðarlegur eða vænlegur maður til að siðbæta stjórnmál og stjórnmálaumræðu á Íslandi.  Hann er ekki jafnaðarmaður og frekar mundi ég treysta honum til að standa vörð um einkavæðingu og kjafta alla í hel svo að enginn nenni að standa í því að gagnrýna stefnu hans og gjörðir.

Ég treysti honum til að falast eftir tillögum annara og fá þær í hundraða vís en svo er bara ein og aðeins ein tillaga sem vert er að skoða það er hans eigin tillaga, hinar fara allar í salt en jú það er búið að tala um þær allar þær eru bara ekki nógu góðar.  Pólitík eins og aðdáandi hans nr. 1 ISG hefur stundað

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband